Víkurfréttir - 14.12.1995, Side 17
VÍKURFBÉTTIR
JÓLABLAÐ 1995
15
veðurspána nánar áður en þið
leggið af stað.“
... Nú voru sigmenn, spil-
menn og læknir ræstir út til að
fara með þyrlunum tveimur í
ferðina til Austfjarða. ... Jim
Sills hafði þegar ákveðið
hvernig staðið yrði að fyrsta
áfanga ferðarinnar þegar
mennirnir voru að koma sér
fyrir um borð í vélunum tveim-
ur:
„Allir voru koninir um borð
klukkan tuttugu mínútur yfir
tíu. Enn höfðum við ekki feng-
ið endanlegt leyfi til að fljúga
alla leið til Austfjarða. Verið
var að meta veðuraðstæður fyr-
ir austan. Ég ákvað þó að fara
með Herkúlesvélinni að suður-
ströndinni eins og ráð hafði
verið fyrir gert í æfingaferð-
inni.
... Tveimur mínútum eftir
flugtak var okkur tilkynnt að
við ættum að fljúga alla leið til
Austfjarða. Ég skynjaði mikla
spennu hjá félögum mínum í
vélinni....
Við höfðum ekki flogið
meira en tíu kílómetra frá
Keflavíkurflugvelli að hæðun-
um á Reykjanesi áleiðis að
suðurströndinni þegar ókyrrðin
skall á. Veðrið gjörsamlega
hamraði á vélinni....“
Eftir að Bandaríkjamennirnir
lögðu af stað á þyrlunum
tveimur voru Gísli og félagar
hans í Vöðlavík orðnir nokkuð
vissir um að sex menn sæjust
uppi á þaki Goðans. Þessum
upplýsingum var komið áleið-
is. Nú var fyrst Ijóst hve mörg-
um þurfti að bjarga.
John Blumentritt flugstjóra
leist ekki á blikuna þegar hann
fékk boðin í gegnum talstöð
frá stjórnstöð varnarliðsins:
„Okkur var sagt að sex
menn væru á lífi en einn af
skipbrotsmönnunum hefði far-
ið fyrir borð og væri sennilega
saknað....
„Nei,“ hugsaði ég. „Við eig-
um langt flug fyrir höndum og
einn mannanna er þegar farinn
í sjóinn. Verða allir sjómenn-
irnir farnir þegar við komumst
loks austur?“
Jim Sills var einnig mjög
brugðið en ákvað að einbeita
sér að fluginu austur þar til
frekari upplýsingar bærust:
„Ég ákvað að taka stefnuna
austur fyrir Grindavík enda
minnkaði ókyrrðin litillega
þegar við fjarlægðumst
Reykjanesfjallgarðinn. Við
náðum þó ekki að halda vélun-
um í meira en 50 metra hæð.
Mótvindurinn var gífurlegur -
þetta var miklu verra en við
höfðum reiknað með. ...
Þyrlurnar voru nánast komnar
niður í ljósastaurahæð. Ég sá
illa fram fyrir þyrluna og mæl-
arnir sýndu að ísing var farin
að hlaðast á vélina.
„Við hlustuðum á fjarskipta-
samtölin í Reykjavík og heyrð-
um að TF-SIF, þyrla Land-
helgisgæslunnar, hafði lagt af
stað ... Ég setti mig í spor ís-
lensku flugmannanna ... þyrlan
þeirra var ekki með afísingar-
búnað og mun aflminni en
okkar vélar."
Blumentritt flaug fast á eftir
vél Sills og áhöfn hans fór nú
að svipast um eftir íslensku
þyrlunni. Blumentritt sá að
flugmaður hans var að rýna út
um gluggann vinstra megin í
flugstjórnarklefanum:
„Ég sé íslensku þyrluna,"
sagði Henderson við mig.
„Stuttu síðar tilkynntu Islend-
ingamir okkur að þyrlan þeirra
væri að snúa við. Ég leit á
Henderson. Þetta boðaði ekki
gott. ... Einn skipverji er þegar
farinn og nú verða íslensku
þyrluflugmennirnir að hætta
við út af veðri...."
Stuttu eftir þetta tilkynnti
stjórnstöðin mér að Herkúles-
vélin yrði að snúa við og lenda
í Keflavík. Afísingarbúnaður-
inn á öðrum vængnum, þar
sem eldsneytistankarnir eru,
hafði ofhitað hann. ... Nú vor-
um við búnir að missa af
tveimur fylgdarvélum - þyrlu
Landhelgisgæslunnar og
Herkúlesvélinni. ... Mér fannst
á vissan hátt að við hefðum
verið yfirgefnir."
Jim Sills og félagar hans
brutust enn áfram á þyrlunum
tveimur:
„Veðrið versnaði stöðugt hjá
okkur. Hraðamælarnir gáfu til
kynna að þyrlurnar væm á 260
kílómetra hraða en mótvindur-
inn gerði hins vegar að verkum
að raunverulegur hraði var
helmingi minni, aðeins 130
kílómetrar á klukkustund.
Vindhraðinn var 11-12 vind-
stig á móti okkur. ... Ég frétti
frá stjómstöðinni í Keflavík að
björgunarmennimir í fjömnni í
Vöðlavík hefðu nýlega sagt að
élin væru orðin svo dimm á
slysstað að ekki sæist lengur til
bátsins...."
Gísli og félagar hans voru
nú að fá fyrstu óyggjandi frétt-
irnar af þyrlunum tveimur:
„... Nú lifnaði aðeins yfir
okkur. Við urðum að reyna
með einhverju móti að koma
þessum upplýsingum til skip-
brotsmannanna.
Við ákváðum að líkja eftir
þyrluspöðum með því að rétta
út hendurnar og snúa okkur í
hringi. Þegar við gerðum þetta
sáum við að það lifnaði heldur
betur yfir sjómönnunum úti á
víkinni. ... Nú var bara að vona
að vélamar kæmust - það eina
sem skipti máli vom þyrlur."
Blumentritt og áhöfn hans
höfðu gott forskot á vél Sills
þegar flogið var með fram
ströndinni. Lítið sást út um
glugga vélar hans - flugmenn-
irnir horfðu á mælaborðið ...
♦ Vél Blumentritts flýgur að flakinu. Bergvík VE 505 er í forgrunni.
Mynd: Gt'sli Guðjónsson.
Hinn lágvaxni og snaggaralegi
flugstjóri lét ekki deigan síga:
„Við merktum eyjar og sker
sem við sáum á kortunum inn á
ratsjána. Henderson fylgdist
með út um gluggana meðan ég
stjórnaði þyrlunni. Þegar við
nálguðumst sker sem við sáum
á ratsjánni sagði Henderson
mér til.
„... Svona þræddum við okk-
ur áfram eftir ströndinni áleiðis
að slysstað. Þetta virtist ætla
að ganga. Vindurinn stóð af
austri og ókyrrðin var farin að
réna. Snjókoman var þó mikil
og skyggnið slæmt og stutt í að
færi að dimma. Við nálguð-
umst nú Vöðlavík....“
Sills reyndi að fljúga þyrlu
sinni eins hratt og mögulegt
var:
„Við náðum aðeins um 140
kílómetra hraða og stundum
var skyggnið ekki neitt. Við
gátum því ekki stuðst við nein
kennileiti." Loftið var þrungið
spennu. Fram að þessu höfðum
við verið í sambandi við Blu-
mentritt og áhöfn hans. Hann
sagði að þeir væru nánast
komnir ...“
Nú var stóra stundin ... að
renna upp hjá Blumentritt flug-
stjóra....:
„Við flugum fyrir nesið og
sáum nú hvað var að gerast.
Við Henderson komum báðir
auga á bát eða skip úti á vík-
inni og ég hægði á þyrlunni.
Ég varð agndofa.
Hópur manna stóð uppi á
þaki skipsins sem var hálf-
sokkið í briminu...
Sendum sjóðsfélögum
og öörum
Sudurnesjamönnum
l)itg()Ct(iir jóln- og
mjáieó^Utv.
Þökkum samstarfiö
á árinu.
Lífeyrissjóöur
Suöurnesja
SnMOOUlÍsfl/líÓÓsÍnSy SLtei/í&y
O R I Ð
Sölustaður í Ahaldahúsi
við Vesturbraut í Keflavík
ALLA VIRKA DAGA
KL. 17:00 TIL 22:00
LAUGARDAGA 0G
SUNNUDAGA
KL. 13:00 TIL 22:00
JOLME - GREM
KROSSAR
BORDSKRAIT
JÓLATRÉSFÆTER
KIWANISKLÚBBURINN KEILIR
E
EURDCAAD