Morgunblaðið - 20.04.2016, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
Slæm fjárhagsstaða
Reykjavíkurborgar hef-
ur kallað á mikið að-
hald, sparnað og niður-
skurð fjárveitinga til
rekstrar leik- og grunn-
skóla borgarinnar.
Skólastjórnendur
kvarta sáran yfir mikl-
um hagræðingar-
kröfum og nú er svo
komið að erfitt er að sjá
hvernig er unnt að veita nemendum og
fjölskyldum þeirra þá þjónustu sem
lög og reglur hafa gert ráð fyrir hingað
til.
Skólastjórnun – fagleg forysta
eða fjármálastjórnun?
Þrátt fyrir mikinn niðurskurð fjár-
veitinga á síðustu árum hefur skóla-
stjórnendum tekist með undraverðum
hætti að halda uppi metnaðarfullu
skólastarfi bæði í leikskólum og grunn-
skólum og má telja þá orðna snillinga í
útsjónarsemi, nýtingu og jafnvel end-
urnýtingu hverrar krónu.
Umfang skólastjórnendastarfsins er
óendanlega margþætt og nær í dag
langt út fyrir faglega menntun og for-
ystuhæfileika í stjórnun, góða innsýn í
farsælt og metnaðarfullt skólastarf,
verkefnastjórnun og faglega forystu er
kemur að innleiðingu nýrrar aðal-
námskrár, framsýni og lipurð í mann-
legum samskiptum. Þó svo að það sé
almennt ekki tekið fram í auglýsingum
um lausar stöður skólastjórnenda í
leikskólum og grunnskólum að krafist
sé sérstakrar menntunar og reynslu í
fjármálastjórnun þá er það líklega
löngu orðið tímabært.
Hvar er góðærið?
Skólastjórnendur hafa lýst áhyggj-
um sínum yfir því að vart sé lengur
hægt að sinna skólastarfinu sem
skyldi. Þrátt fyrir að almennt sé talað
um uppgang í þjóðfélaginu þá er fjár-
hagsstaða borgarinnar orðin svo slæm
að hagræðingarkröfur upp á allt að 900
milljónir má finna á sviði skólamála
borgarinnar. Rekstur skóla og frí-
stundamála þarf að draga saman um
hvorki meira né minna en 670 milljónir
og síðan þarf að hagræða um einar 200
milljónir til viðbótar vegna ákveðinna
umbótaþátta í skólastarfinu sem stefnt
er að. Hvernig á slíkur sparnaður að
takast án þess að það komi niður á
kennslu og þjónustunni við börnin?
Forgangsröðun á villigötum
Lengi má deila um hvaða leiðir eru
farnar í fjárhagslegri hagræðingu
borgaryfirvalda og þeirri forgangs-
röðun sem verður fyrir valinu hjá
ríkjandi meirihluta þegar fjármunir
eru veittir til verkefna á hinum ýmsu
framkvæmdasviðum. Sagt er að ekki
sé heimilt að færa fjárveitingar á milli
sviða þannig að þó ákveðið væri að
fresta ákveðnum gatnafram-
kvæmdum, eins og til dæmis vinnu við
þrengingu Grensásvegar, þá væri ekki
leyfilegt að nýta frekar þær ca. 170
milljónir sem ætlaðar eru til þeirra
framkvæmda til að koma til móts við
rekstrarvanda á skóla- og frístunda-
sviði.
Þar sem fjárhagsstaða borgarinnar
er svo slæm sem raun ber vitni, hlýtur
að vera raunhæft að huga að breyt-
ingum á reglugerðum til að hægt sé að
lána og veita fé tímabundið á milli
sviða.
Leikskólabörnin send heim
Nú þegar svo mikið skal sparað og
svo grimmt er skorið niður vaxa einnig
áhyggjur foreldra af velferð barna
sinna og þeirri þjónustu sem almennt
má gera ráð fyrir að börnin fái í skól-
anum. Fyrir nokkru voru fréttir af því
að dæmi væru um að leikskólastjórar
sæju sér ekki annað fært en að senda
hluta leikskólabarnanna heim áður en
leikskóladegi lyki vegna manneklu, til
að hægt væri að tryggja öryggi þeirra
barna sem þá eru eftir. Á sama tíma
heyrist fullyrt að þessi neyðaraðgerð
leikskólastjóra tengist ekki fjársvelt-
inu, þ.e. hagræðingunni. Hvernig er
hægt að fullyrða það? Það er ekki
hægt að neita því að sí-
aukinn sparnaður hlýtur
að hafa íþyngjandi áhrif
á starfsfólkið. Aukið
vinnuálag getur orsakað
aukin veikindi og mann-
eklu.
Áhrif á vinnustaði
Hvernig horfir það við
atvinnurekendum þegar
starfsfólk þarf að fara
fyrr heim vegna þess að
leikskólinn getur ekki
sinnt börnum starfs-
manna nema hluta þess tíma sem við-
komandi á að sinna starfi sínu á vinnu-
staðnum? Hverjir greiða atvinnu-
rekandanum það tjón sem hann getur
orðið fyrir vegna fjárhagslegrar hag-
ræðingar á leikskólum barna starfs-
manna? Foreldrarnir verða fyrir
vinnutapi og hugsanlega fá þeir þá
ekki greidd full laun. Fá foreldrarnir
sem lenda í þessu endurgreiddan
hluta leikskólagjalda vegna þess tíma
sem barnið verður af leikskólavistun
af þessum sökum?
Hvað var í matinn í dag?
Unnið er að mikilli hagræðingu í
mötuneytum leikskóla og grunnskóla.
Leikskólastjórar telja sig ekki geta
sparað meira í mat barnanna en á
sama tíma þurfa einstaka leikskólar að
kaupa aðsendan mat vegna þess að
matráður er lengur starfandi við leik-
skólann. Sökum sparnaðar í viðhaldi
tækja á undanförnum árum er einnig
svo komið að víða þarf að gera tals-
verðar og kostnaðarsamar breytingar
í eldhúsum leik- og grunnskóla borg-
arinnar. Ein leið til fjárhagslegrar
hagræðingar er því að samnýta eld-
unaraðstöðu með öðrum skólum þar
sem það þykir henta, auk þess sem
leitað er magntilboða í hráefni. Hér er
þó skýr krafa um að sparnaðurinn má
ekki með nokkrum hætti koma niður á
gæðum og næringargildi matarins.
Leitum lausna
Víða í borgarkerfinu má vafalítið
finna peninga sem betur má nýta.
Hvað skiptir mestu máli? Hvaða fram-
kvæmdum má fresta? Leitum lausna,
þorum að breyta því sem betur má
fara.
Fjárhagsleg hagræðing í leik- og grunnskólum
Eftir Jónu Björgu
Sætran
Jóna Björg Sætran
» Fjárhagsleg hag-
ræðing í leik- og
grunnskólum hefur
gengið svo langt að
vandséð er hvernig
verður unnt að sinna
grunnþjónustu.
Höfundur er borgarfulltrúi Fram-
sóknar og flugvallarvina. Situr í
skóla- og frístundaráði.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
AUDI A6 2.0 TDI
nýskr. 05/2012, ekinn 50 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, eins og nýr.
VERÐ 5.990.000 kr. Raðnr. 254089
M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE
10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel, sjálfskiptur 7 gíra, mjög vel búinn aukahlutum.
TILBOÐ 6.977.000 kr. Raðnr. 254705
KIA SPORTAGE LUXURY 4WD
nýskr. 01/2015, ekinn 51 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður o.fl.
Verð 5.350.000 kr. Skipti á ódýrari. Raðnr. 286865
AUDI A6 2.0 TDI S-LINE
nýskr. 08/2014, ekinn 16 Þ.km, disel, sjálfskiptur, mjög vel búinn og flottur!
OKKAR BESTA VERÐ 7.490.000 kr. Raðnr.254356
BMW 520D XDRIVE M-PACK F10
nýskr. 04/2015, ekinn 5 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ AÐEINS 8.750.000 kr. Raðnr.254416
BMW 520D TOURING F11
03/2011, ekinn 175 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, buffaloleður o.fl.
Verð 4.777.000 kr. Raðnr.254001