Morgunblaðið - 20.04.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.04.2016, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 Svona sjáum við hana ljóslif- andi fyrir okkur, heima á Brá- völlum, sitjandi við hringborðið í borðstofunni með kaffi og sígó, spjallandi um heima, geima og samferðafólk. Eftir að afi Gissur féll frá árið 2007 hélt amma áfram að lifa, eins og gengur og gerist. Síð- ustu árin tók hún upp kynni sín við Stefán, gamlan vin sem reyndist henni einstaklega vel og studdi hana í veikindunum. Ömmu Grétu er sárt saknað. Við erum henni þakklátar fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Þínar Kolbrún Ósk og Edda Ívarsdætur. Amma sagði mér svo oft sög- una af því þegar hún og afi Giss- ur komu til Noregs í heimsókn til okkar fjölskyldunnar þegar við bjuggum þar. Dagar okkar ömmu í Noregi hófust allir á því að ég beið spennt eftir að amma Gréta klæddi sig en því næst rauk ég inn í herbergi til þess að finna eins föt og amma hafði val- ið sér fyrir daginn. Við nöfn- urnar skyldum vera í stíl, sama hvað það kostaði. Það mikilvæg- asta voru svo skórnir, hvort sem það voru sandalar, íþróttaskór eða spariskór, allt réðst af því hvað amma Gréta valdi þennan daginn. Mikið mun ég sakna þess að koma í heimsókn á Brávallagötu þar sem dyrnar stóðu alltaf opn- ar. Á Brávallagötu var hægt að koma í heimsókn hvenær sem var sólarhrings og amma var alltaf til í kaffi og spjall. Heilaga rútínan á Brávallagötu var að fyrst var hellt upp á kaffi, svo var náð í eitthvað sætt með kaffinu og þar næst sest við stofuborðið þar sem amma hlustaði á mann með 100% at- hygli á meðan kaffið rann ljúf- lega niður og nokkrar camel voru reyktar. Ég held að við flest barnabörnin höfum lært að kunna að meta uppáhellt kaffi við stofuborðið á Brávallagötu þar sem alltaf var komið fram við mann sem jafningja. Það er algjörlega ómetanlegt að eiga ömmu sem getur rætt allt milli himins og jarðar. Hún var inni í allri þjóðfélagsumræðu og það sem meira er þá lét hún mig nú alveg heyra það ef henni fannst við stelpurnar í Gróttu ekki vera að spila nógu vel í handboltan- um. Amma var mikil afrekskona í íþróttum á sínum tíma og gamli Íslandsmeistarinn lá ekkert á sinni skoðun enda hafði hún allt- af rétt fyrir sér og kom ávallt með góð ráð sem nýttust vel inni á vellinum. Amma horfði á alla handboltaleiki sem sýndir voru í sjónvarpinu og greindi leikinn líkt og færustu handboltaspek- ingar. Ljóst er að það eru ekki allir sem eru svona heppnir að eiga svona töff ömmu. Ég lærði svo margt af elsku ömmu Grétu. Minning um ynd- islega, hlýja, greinda, sterka og skemmtilega ömmu, sem gerði aldrei mannamun og kom eins fram við alla sem hún hitti á lífs- leiðinni, lifir áfram. Ég mun gera mitt besta við að halda minningu ömmu á lofti, meðal annars með því að hafa alltaf heitt á könnunni fyrir fólkið mitt. Eva Margrét Kristinsdóttir. Gréta mín. Það var gaman að koma til þín, það var svo fallegt heimilið þitt. Það var gaman að koma til Laufeyjar því við vor- um saman í skóla. Gréta var allt- af góð við mig, við töluðum mik- ið saman. Gréta var ofsalega góð kona en nú er Laufey búin að missa þessa góðu konu, mömmu sína. Nú er hún farin blessunin og ég votta öllum ættingjum samúð mína og vona að allt gangi vel. Guð verði með þér í framtíðinni, Laufey mín. Konráð Stefán Konráðsson sendill. ✝ Elí Auðunssonfæddist á Ysta- Skála undir Vest- ur-Eyjafjöllum 11. nóvember 1928. Hann lést 4. apríl 2016. Foreldrar hans voru hjónin Auð- unn Jónsson, f. 11. júlí 1892, d. 15. janúar 1959, og Jórunn Sigurðar- dóttir, f. 10. ágúst 1895, d. 11. janúar 1983. Elí var einn 14 systkina en þau eru: a) Unnur Sigurbjörg, f. 22.8. 1918, d. 2004, b) Sig- urjón, f. 30.8. 1919, d. 1996, c) Sigurður Þorberg, f. 12.6. 1921, d. 2007, d) Frímann, f. 12.3. 1922, d. 1922, e) Kristinn, f. 16.9. 1923, d. 2008, f) Guð- rún, f. 17.9. 1925, d. 2005, g) Lilja, f. 21.4. 1927, h) Svan- laug, f. 4.3. 1930, d. 1995, i) Sigfús, f. 16.11. 1932, j) Ólafur, f. 13.7. 1934, d. 2007, k) Eyrún, Þórðardóttur, börn þeirra eru Ásdís og Elí. 5) Bryndís Malla Elídóttir, f. 29. janúar 1969, börn hennar eru Magdalena Guðrún og Nikulás Friðrik. 6) Helga Elídóttir, f. 22. júní 1973, gift Fjalari Jörundssyni, börn þeirra eru Fannar Máni, Elí Logi, Sólrún Anna, Bryndís Helga og Bjarki Birnir. Lang- afabörnin eru fjögur. Elí útskrifaðist sem húsa- smiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og lauk síðar meist- araprófi frá sama skóla. Hann starfaði alla tíð sem húsa- smíðameistari og rak byggingarfélagið Borgarstein með Ólafi bróður sínum um áratuga skeið. Eftir að Elí hætti verktakastarfsemi sneri hann sér að tréútskurði og tré- rennismíði og liggja fjölmargir glæsilegir smíðagripir eftir hann. Elí var einstaklega handlaginn og vinnusamur, en naut sín ávallt best í faðmi fjöl- skyldunnar. Elí verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 20. apríl 2016, kl. 13. f. 28.8. 1935, d. 2004, l) Auður Jóna, f. 10.3. 1937, m) Jón, f. 26.5. 1941. Þann 14. nóv- ember 1957 gekk Elí að eiga Guð- rúnu Magdalenu Birnir frá Graf- arholti, f. 7.12. 1934, d. 26.7. 2007. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Elí- dóttir, f. 1. ágúst 1958, gift Herði Kjartanssyni, synir þeirra eru Elí og Kjartan. 2) Jórunn Elídóttir, f. 21. október 1959, dóttir hennar er Alfa Magdalena. 3) Björn Elíson, f. 11. apríl 1962, kvæntur Báru Trausta- dóttur, synir þeirra eru Baldur Hrafn, Eiríkur, Auðunn og Björn Teitur, dóttir Björns er Hjördís Unnur. 4) Auðunn Elíson, f. 11. ágúst 1964, kvæntur Valgerði Pabbi með sín himinbláu augu og vinnulúnu hendur, hrjúfa rödd og hlýtt hjarta. Pabbi sem kenndi mér vinnusemi og vand- virkni, ósérhlífni og hjálpsemi, að bíta á jaxlinn og aldrei gefast upp. Pabbi sem var kletturinn í haf- inu, sama hversu hvössu blés. Styrkur hans fólst í einstakri ró og æðruleysi. Pabbi sem kenndi mér að njóta augnabliksins og vera þakklát fyrir það mikilvæg- asta í lífinu. Afinn sem hafði endalausa þol- inmæði. Afinn sem gekk um gólf með barnabörnin sín, sat með þau í gluggakistunni að horfa á fuglana, hlustaði, umvafði hlýju og kærleika á sinn kyrrláta hátt. Kærleika sem náði út fyrir endi- mörk hugans og lifir áfram í stórum sem smáum. Listasmiðurinn sem gat smíð- að allt milli himins og jarðar, allt frá eggjabikar upp í háhýsi. Ilm- ur af sagi. Trjábútar urðu að ger- semum. Smiðsaugað glögga, handlagni og hugmyndaauðgi voru hans bestu verkfæri. Þegar minningar fölnuðu komu aðrir styrkleikar pabba fram á sem tærastan hátt. Næmi hans á umhverfi og aðstæður og skynjun á líðan þeirra sem stóðu honum næst. Hjálpsemi og um- hyggja voru eiginleikar sem aldr- ei hurfu. Í hans ljúfa hjarta geymdi pabbi ávallt það sem hon- um var kærast. Orð voru óþörf. Fjölskyldan var pabba allt. Ævistarfið var fyrir okkur og við tókum þátt í því. Hann vildi að við héldum hópinn, fyndum ham- ingjuna eins og hann sjálfur fann í okkur börnum, barnabörnum og mömmu sem hefur beðið eftir honum. Kærleikurinn hefur fast- ar rætur og blómstrar áfram um ókomin ár, alveg eins og hann óskaði sér. Helga Elídóttir. Pabbi var einstakur maður, hæglátur, ákveðinn, glettinn, þrjóskur, sterkur, ósérhlífinn, hæfileikaríkur, ótrúlega ratvís. Pabbi var af þeirri kynslóð sem upplifði meiri þjóðfélags- og tæknibreytingar en margar kyn- slóðir fyrr og trúlega síðar, sem sagði að besta nýjungin hefði verið þegar hann fékk gúmmískó og hætti að vera alltaf blautur í fæturna þegar hann hljóp um Eyjafjöllin, upp að jökli, um mela og móa í leit að kindum, pabbi sem unglingsstrákur fór að vinna sem fullvaxinn maður, pabbi sem tók öllum nýjungum með opnum huga, sem vissi að það eru samt litlu hlutirnir sem skipta mestu máli í stóru samhengi alheimsins, sem gat lagað allt, smíðað allt, hús, fallega hluti, gert listaverk með því að púsla bara saman nokkrum spýtum eins og hann sagði, pabbi sem leysti flóknustu jólaseríuflækjur, nappaði hurð eða strompi af piparkökuhúsum af því að þessir bitar litu út eins og afgangar, pabbi sem hafði gaman af bíómyndum og ekki síst ef við krakkarnir horfðum með honum, sem fór með okkur í sveitina, í útilegur og ferðalög og 1. maí göngur, pabbi sem fór út í óveður að negla niður þök og bjarga byggingarkrönum eða hjálpa gömlum frænkum þegar allt var að fjúka, pabbi sem vakn- aði um nætur til að breiða yfir börnin sín og klappa þeim á koll- inn, fór með þau í sund til að kenna að synda, Seljavallalaug undir Eyjafjöllum var uppáhalds og náttúran gerði ferðirnar að ævintýrum, pabbi sem tók marg- an ungan manninn undir sinn verndarvæng í vinnu og trúði alltaf á það góða í fólki, sem aldr- ei talaði illa um nokkurn mann, en hafði samt sínar sterku skoð- anir á mönnum og málefnum, pabbi sem kunni þá list að geta setið í þægilegri þögn og sagt samt allt sem þurfti með umvefj- andi hlýju og skilningi, pabbi sem vissi ekkert betra en vera með mömmu og börnunum sínum og svo barnabörnum, sem sóttust eftir að vera hjá afa í rólegheit- um og kyrrð og hann laumaði að þeim súkkulaði, pabbi sem aldrei kvartaði þó heilsan tæki oft sinn toll í gegnum árin, sem átti tak- markalausa umhyggju gagnvart öðrum sem fjaraði aldrei út, ekki einu sinni þegar Alzheimers- sjúkdómurinn tók yfir, pabbi sem tók öllu af æðruleysi og leit ekki á erfiðleika sem verkefni sem þurfti að leysa heldur hluta af líf- inu, samofið því að vera mann- eskja og vera til, pabbi sem sýndi okkur að þó hugsunin hverfi þá er það hjartað sem man og augun sem tala og þræðir kærleikans slitna aldrei, sem leit alltaf á sig sem óendanlega ríkan og gæfu- saman mann, hann átti mömmu og okkur krakkana og svo alla hina sem bættust við. Ég er og verð endalaust þakk- lát að hafa átt þennan einstak- lega góða mann fyrir föður og dóttir mín afa, sem gaf okkur skilyrðislausa væntumþykju og fallegar bjartar minningar. Pabbi heldur ferð sinni áfram og trúði því að þangað sem hann færi næst þá biði mamma með kaffi á könnunni. Pabbi Víðóma kærleikur með fáum orðum mælt umlykjandi hljómur blárra augna og hjartað á réttum stað. Jórunn. Í dag kveð ég pabba sem ávallt skipaði stóran sess í lífi mínu. Pabbi minn var einstakur maður. Alla tíð vissum við börnin hans að mamma og við vorum það dýr- mætasta sem hann átti. Við pabbi vorum tengd ein- stökum böndum. Þegar eitthvað bjátaði á þá gat ég leitað til hans. Það þurfti ekki alltaf mörg orð, nærveran var nóg. Það var pabba eðlilegt að deila með mér gleði og sorg á sinn gefandi hátt. Höndin hans svo traust og hlý sem ósjaldan veitti styrk og yljaði köldum fingrum. Nú á kveðjustundinni koma myndir fortíðarinnar upp. Pabbi með blik í auga að setja mig inn í verkefni handlangarans. Pabbi sem hlustaði á vangaveltur ung- lingsins. Pabbi sem huggaði og studdi þegar eitthvað bjátaði á. Pabbi með okkur krakkana á bakinu eða í bóndabeygju – Karl- inn undir klöppunum. Pabbi með undirskál þar sem synir mínir fengu kaffisopa hjá afa. Pabbi með litla hönd í stórum lófa – Fagur, fagur fiskur í sjó. Pabbi með spýtur sem breyttust í lista- verk. Pabbi stoltur af börnunum sínum og barnabörnum. Pabbi sem kunni að taka lífinu með jafnaðarró. Pabbi sem ávallt bar umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín. Þessar og ótal aðrar myndir fylgja mér. Með sandkorn í augum hjartað lamað af sorg fyllist hugurinn þakklæti er myndir þess liðna líða hjá. Pabbi var einstakur maður. Líf hans einkenndist af kærleika til okkar. Ég kveð hann nú með miklum söknuði og þakklæti. Minning hans lifir. Þórunn. Hlið við hlið, hokin í baki gengum við í takt. Með hendur fyrir aftan bak röltum við áfram sólarmegin í lífinu, er ég raulaði lítið lag. Samkvæmt skýringu í orðabók merkir orðið minningar- grein grein í blaði í minningu lát- ins manns þar sem lát hans er harmað og aðstandendur hug- hreystir. Elí Auðunsson og Guð- rún Magdalena Birnir voru ein- stök hjón. Þau voru mikið fjölskyldufólk og lifðu lífinu af mikilli nægjusemi og dugnaði. Þau lifðu hamingjusömu lífi og fylltu líf allra í kringum sig af gleði með góðlyndi sínu. Ég fékk þau forréttindi og blessun í vöggugjöf að fá að kalla þau ömmu mína og afa. Eins og fyrr segir er minningargrein grein sem er skrifuð til þess að hug- hreysta aðstandendur. Amma og afi voru trúuð og vissu að þau myndu sameinast að nýju á góð- um stað. Þau trúðu einnig á mátt samstöðunnar og fjölskyldu- tengsla. Þau vissu að sama hvar þau væru þá myndum við, fjöl- skylda þeirra, halda áfram að lifa lífi okkar með bros á vör og leita styrks hvert hjá öðru. Þau kvöddu okkur því ekki í vonleysi eða vanlíðan, heldur í þeirri von og trú að við myndum eignast jafn hamingjusamt líf og þau kvöddu. Lát afa míns harma ég mikið. Betri vinar og göngu- félaga hefði ég ekki getað óskað mér. Hann var minn helsti stuðn- ingsaðili í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hafði óbilandi traust á mér. Fyrir þetta er ég honum óendanlega þakklát. Sorg mín er mikil en þakklætið meira. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessum manni. Ég þakka fyrir allar þær ógleyman- legu stundir sem við áttum sam- an. Ég þakka fyrir að hafa fengið að eyða fyrsta afmælisdegi mín- um með honum og ömmu og öll- um hátíðum með þeim upp frá því. En þakklátust er ég þó fyrir allt það sem hann kenndi mér. Því miður fékk ég ekki að læra allt af honum sem hann hafði sjálfur lært, en hann kenndi mér það mikilvægasta sem nokkur getur beðið um. Hann kenndi mér að staldra við, að horfa á blómin sem eru að brjótast und- an þunga vetrarsnjónum. Afi kenndi mér að með rétta viðhorf- inu og með bros á vör gæti ég allt sem mig langaði til, en minnti mig þó á að stundum þarf maður að breyta um gönguleið til þess að geta gengið sólarmegin. Brestur nú mitt brothætta hjarta er ég besta vin minn kveð Brattgeng sál mín bráregnið þerrir er ég byrgi mína sorg Sorgmædd fer með sálmabæn góða er ég signi mig og bið Óttast ei hinn ókomna tíma er ég ótrauð áfram held Lagræn raula lagstúfinn bjarta er þú lýsir veginn minn. (MGB) Dótturdóttir Elís Auðunsson- ar og Guðrúnar M. Birnir, Magdalena Guðrún Bryndísardóttir. Afi var góður og skemmtilegur afi. Hann var alltaf glaður og hress, áður en Alzheimers-sjúk- dómurinn varð mikill. Ég man eftir honum vera að labba með mér í Laugardalnum þegar ég var lítil. Mér fannst alltaf lifna yfir honum þegar við komum að heimsækja hann. Afi var besti afi sem hægt var að hugsa sér. Alfa Malla. Guð blessi afa og sál hans. Sál hans hefur verið frelsuð. Afi hef- ur lifað sínu lífi en ekki ég, þess vegna held ég áfram með mitt líf. Ég og fjölskylda mín erum í sorg, en við erum líka þakklát að afi getur verið hjá ömmu. Við elsk- uðum afa af öllu okkar hjarta, hug og sál. Afi vill að við sam- gleðjumst honum, en það er allt í lagi að vera sorgmædd. En sorg- in á ekki að láta okkur gera eitt- hvað leiðinlegt. Heldur eigum við að nota gleðina sem þessi fjöl- skylda hefur, til þess að taka skemmtilegar og nýjar ákvarð- anir. Afi minn var trúaður maður og það er ég líka. Ég trúi á góðan og betri stað þar sem afi dvelur núna. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni (Hallgrímur Pétursson) Nikulás. Hann Elí Auðunsson er látinn, hann hvarf okkur vinum sínum að mestu fyrir alllöngu á leið til lands óminnisins og fór þangað alfarinn fyrir nær tveim árum. Það ferðalag hefur mörgum manninum reynst erfitt og um- brotasamt, en meðfætt rólyndi og staðfast æðruleysi Elís varð honum og nánasta fólkinu hans nokkur hugsvölun og að séð varð honum einhver ferðaléttir. Hann ólst upp í stórum systk- inahóp á Skála undir Eyjafjöllum við verulegt efnaleysi og gífur- legt vinnuálag á stundum, en braust til þess sem ungur maður að mennta sig sem trésmiður og vann sem slíkur alla ævi og lengst af sem sjálfstæður at- vinnurekandi við byggingu húsa stórra og smárra. Það voru ekki allir sem vissu að Elí og góður vinur hans höfðu ákveðið að fara og skoða a.m.k. part af heiminum og fara til vest- urstrandar Norður- Ameríku og vinna eitthvað fyrir sér þar. Þá þurftu menn ábyrgðarmann á áfangastað, það átti vinurinn í ættingja og fékk því áritun, en Elí ekki og hlaut því að bíða seinni farar. Hana fórum við mágarnir reyndar ásamt konum okkar alllöngu síðar og gerðum verulega góðan túr í einu lagi bæði austanhafs og vestan, sem endaði á byggingakaupstefnu í París. Enn síðar man ég okkur Elí með tveimur öðrum bygginga- mönnum príla upp og niður há- hýsabyggingar í London við val á tækjum og áhöldum til vinnuhag- ræðingar í byggingariðnaði, en Elí var einn af fyrstu minni byggingaraðilum hérlendis sem sáu nauðsyn tæknivæðingar á starfseminni og lét af henni verða ekki seinna en strax. Þau Guðrún systir mín og Elí giftu sig árið 1957 og bjuggu fyrst í Kópavogi og þar fékk móðuramma mín að ljúka sínum síðustu dögum hjá dótturdóttur sinni eins og hún óskaði, henni reyndist Elí vel sem og tengda- móður sinni, móður minni, sem bjó hjá þeim Guðrúnu síðustu æviár sín. Við þessi tímamót er ástæða til að þakka fyrir hvort tveggja, sem auðvitað var aukaá- lag á barnmörgu og stóru heimili þeirra Guðrúnar. Við Elí áttum ásamt fleiri mönnum samfélag um bygginga- starfsemi í nokkur ár og þá kynntist ég því að Elí var raun- sær og sanngjarn stjórnandi framkvæmda, fastur fyrir, með ákveðnar skoðanir og afburða þrjóskur þegar svo bar til, þótt ég gyldi slíks aldrei. Elí Auðunsson var maður lið- lega vaxinn, rétt tæpur meðal- maður á hæð, næsta fálátur alla jafna, en glaðvær og hress í góðra vina hópi, ódeigur og áræðinn þegar þess þurfti við ella varkár og kunni fótum sínum forráð. Honum var mjög annt um ekki aðeins sína nánustu fjöl- skyldu heldur og stórfjölskyldu sína og konu sinnar, sem eru sannarlega æði mannmargar hvor tveggja. Það er margs að minnast úr nær 60 ára samveru og vináttu, oftast góðra stunda og annríkis við „börn og buru“, en Elí missti mikið þegar Guðrún systir mín dó 2007 en bar harm sinni í hljóði svo sem vænta mátti um yfirveg- un hans og naut umhyggju barna sinna og gladdist yfir barnabörn- um sínum mörgum og mannvæn- legum. Nú við leiðarlok þakka ég Elí tryggð og vináttu við mig og mína fyrr og síðar og við Jóhanna sendum börnum hans og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Einar B. Birnir. Elí Auðunsson HINSTA KVEÐJA Afi var alltaf góður. Hann var mjög duglegur að smíða. Hann var oft hress og hann var alltaf glaður að sjá okkur. Alltaf þegar afi sá mig brosti hann til mín. Þegar ég var lítil gaf hann mér oft súkkulaðirúsínur. Ég geymi afa í hjartanu. Sólrún Anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.