Morgunblaðið - 20.04.2016, Side 26

Morgunblaðið - 20.04.2016, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 ✝ Sigurjón Árna-son fæddist í Vopnafirði 12. jan- úar 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 14. apríl 2016. Foreldrar hans eru Elísabet Sig- urðardóttir, f. 1. september 1917 á Hróaldsstöðum í Vopnafirði, og Árni Stefánsson, f. 9. október 1916 á Háreksstöðum í N-Múlasýslu, d. 16. júlí 1992. Sigurjón var elstur sex bræðra en þeir eru: a) Alexand- er Antoníus, f. 1944, kvæntur Ragnhildi Antoníusdóttur, b) Sigurður Ellert, f. 1946, kvænt- ur Svanborgu Sigríði Víglunds- dóttur, c) Stefán Reynir, f. 1947, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur, Sambýlismaður hennar er Karl Ingimarsson. Börn hennar eru Ragna, Axel og Jenný. Elín Sif, f. 2. nóvember 1972. Gift Elíasi Wium Guðmundssyni. Þeirra börn eru Þór Wium, Freyr Wium, Kristlaug Eva Wi- um og Viktor Wium. Fyrir átti Sigurjón Öddu Guðrúnu, f. 26. júní 1962. Hennar dætur eru Silja, Sunna Rut og Dóra Líf. Árið 1968 hóf Sigurjón nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum og starfaði sem rafvirki eftir það. Hann lauk síðan meistaranámi 1981. Frá 1981 starfaði hann sem sjálfstæður rafverktaki allt þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests 1998. Sigurjón starfaði með Kiwanisklúbbnum Öskju á Vopnafirði um árabil og gegndi formennsku Sjálfstæð- isfélagsins á Vopnafirði. Útför Sigurjóns verður gerð frá Glerárkirkju á Akureyri í dag, 20. apríl 2016, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þorsteinn Þór- oddur, f. 1950, kvæntur Katrínu Maríu Valsdóttur, d) Árni, f. 1951, kvæntur Maríu Hrönn Halldórs- dóttur. Sigurjón kvænt- ist Edil Jónínu Jensdóttur frá Við- areiði í Færeyjum 1963. Saman eign- uðust þau fjögur börn: Jens, f. 10. janúar 1964, bú- settur í Kanada. Kvæntur Be- verley Sigurjónsson. Sonur hans er Sigurjón Árni. Elísabet Árdís, f. 7. janúar 1969. Hún er gift Jóni Kristjáni Sigurðssyni. Þeirra börn eru Guðjón, Vilborg Edda og Edil Inga. Hanna, f. 3. október 1970. Elsku pabbi minn. Svo margt sem ég vildi hafa spurt, vildi hafa sagt. Ég kynnt- ist þér fyrst þegar ég var um tvítugt, þegar ég eignaðist fyrstu dóttur mína og eignaðist um leið aðra fjölskyldu. Kynnt- ist systkinum mínum og ykkur Edil. Ég er svo þakklát fyrir það. Ég er þakklát fyrir að vera dóttir þín. Held að ég hafi krækt mér í góð gen frá þér. Til dæmis þrautseigju og að gefast aldrei upp. Held að við eigum það sam- eiginlegt. Þú varst rétt rúmlega fertug- ur þegar nýrun þín ákváðu að hætta að starfa og tveimur árum seinna fékkstu gjafanýra. Það kom ekkert annað til greina en að halda áfram að vinna eftir það en 12 árum síðar fékkstu heilablóðfall, svo annað. Þú lam- aðist að hluta öðru megin og þar á meðal í hendinni. Þú gafst ekki upp en byrjaðir að vélrita á tölv- una til að æfa höndina. Frekar vel af sér vikið fyrir tækniblind- an mann sem gat rétt svo kveikt og slökkt á tölvunni. En þú náð- ir samt að æfa höndina þannig að hún gagnaðist aftur. Svo fékkstu sykursýki, pabbi minn, og með árunum reyndist hún þér mjög erfið. Æðar í fót- um stífluðust og bara var hægt að laga annan fótinn. En mesta áfallið reið yfir í hittiðfyrra þegar þú greindist með krabbamein í vélinda. Þú vildir berjast en hvorki kom til greina lyfjameðferð né skurðað- gerð vegna heilsunnar. Sjö vikna geislameðferð í fyrra hægði þó á meininu og svæfði æxlið. Þann 12. október sl. fóruð þið Edil á Akureyri til læknis vegna dreps í fætinum. Hann var tek- inn af og þú varst bjartsýnn. Varst farinn að æfa þig með gervifótinn þegar krabbameinið vaknaði og ákvað að halda áfram með ætlunarverkið. Þið fóruð aldrei heim aftur. Elsku pabbi, þú hafðir svo margt. Bjartsýni, jákvæðni, húmor, raunsæi, þrautseigju, dugnað. Hörkudugnað, þú varst eitt mesta hörkutól sem ég veit um. Þú þoldir ekki væl og eft- irsjá en vildir bara halda áfram án þess að horfa um öxl. Þess vegna veit ég upp á hár að þú ert þarna hinumegin og reynir að segja okkur að halda áfram með lífið. Ég sé þig eiginlega leggja áherslu á það. Mér þótti mjög vænt um þig, pabbi minn, en ég sagði þér það aldrei. Dáðist að þér en ég sagði þér það aldrei. Þess vegna hef ég sagt það núna nokkuð oft. Af því að ég veit að þú heyrir. Og ég held að þú brosir og segir: „Já, það er nú svo…“ Hvíldu í friði, pabbi minn. Þín dóttir, Adda. Í dag fylgjum við pabba síð- asta spölinn með sorg í hjarta. Þó að sorgin sé mikil gleðjumst við yfir minningum og vitum að nú líður honum vel. Þegar ég hugsa um pabba man ég eftir harðduglegum, réttsýnum, skynsömum, þrjósk- um og góðum manni. Hann kenndi okkur að vera sjálfbjarga og láta ekki smámuni trufla okk- ur. Við fengum að spreyta okkur á ýmsum hlutum, jafnvel þó að það væri ekki alveg það gáfuleg- asta á þeirri stundu. Okkur var kennt að með viljann og skyn- semina að vopni væru okkur all- ir vegir færir. Þetta hef ég tekið með mér út í lífið. Kvart og kvein var ekki ofarlega á vin- sældalista pabba og allra síst þegar kom að honum sjálfum. Pabbi og mamma bjuggu all- an sinn búskap á Vopnafirði, al- veg þar til í febrúar er þau keyptu íbúð á Akureyri og fluttu vegna veikinda pabba. Hann var elstur sex bræðra sem ætíð hjálpuðust að ef eitthvað bjátaði á, samheldni þeirra var mikil og þegar pabbi fór að veikjast fyrir 32 árum og þurfti nýtt nýra var aldrei spurning hjá neinum þeirra um annað en að gefa nýra. Pabbi og mamma höfðu unun af því að ferðast og ég held að það sé ekki neinn staður á Ís- landi sem þau hafa ekki séð. Einnig voru þau dugleg að fara til Færeyja, þaðan sem mamma er. Við fórum í útilegur og ferðalög þegar ég var krakki og síðar fengu barnabörnin að njóta þess. Pabbi var þekktur fyrir ein- stakan baráttuvilja og þraut- seigju, hann lagði aldrei árar í bát í þau 32 ár sem hann glímdi við veikindi. Þegar hann greind- ist með krabbamein í vélinda var það honum mikið áfall því þann sjúkdóm vissi hann að hann myndi ekki vinna, að gefast upp var ekki til í hans huga og barð- ist hann alveg til síðasta dags. Í kjölfar stórrar aðgerðar í októ- ber og aftur í desember tók við ströng sjúkraþjálfun þar sem markmið pabba var að ganga aftur með hækjur og er það merki um baráttuviljann að þeg- ar ég spurði hann af hverju hann legði svona mikla áherslu á að geta gengið með hækjur í stað göngugrindar var svarið stutt og laggott: „Af því að ég er með próf á hækjur.“ Hann náði því markmiði því miður aldrei. Í janúar síðastliðnum fengum við að vita að krabbameinið, sem legið hafði í dvala, hefði tekið sig upp aftur og ekkert annað væri hægt að gera en að njóta þess tíma sem hann ætti eftir. Ég gekk í það sjálfskipaða hlutverk að fylgja pabba og mömmu í læknisheimsóknir, sem voru orðnar ansi tíðar síð- asta árið. Þetta var mér mjög dýrmætt og mér hlýnar um hjartað þegar ég hugsa um þá ást og kærleik sem ríkti á milli foreldra minna, sem kom svo sterkt fram í því hversu óskap- lega vel mamma hugsaði um sinn mann og hversu dýrmætt það var pabba að vita að allt yrði í lagi eftir sinn dag. Mamma sat tímunum saman við rúmið hans með prjónana sína því pabba fannst ekkert eins ró- andi. Pabbi var mjög sáttur við þá ákvörðun að flytja til Akureyrar enda hafði það lengi staðið til. Ég veit að það var honum mjög dýrmætt að fá að búa, þó stutt væri, í Lindasíðunni hjá mömmu og var það ósk pabba að hér fengi hann að liggja. Hvíl í friði elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Elín Sif og fjölskylda. Allt hefur sinn tíma undir sól- inni, bæði gleði og sorg. Nú er Diddó faðir minn látinn. Eftir langvarandi baráttu við erfið veikindi varð hann að láta und- an. Ég dáðist að kjarki og krafti pabba í baráttunni í veikindum sínum, hann tókst á við hverja þrautina á fætur annarri af æðruleysi. Aldrei heyrði ég pabba kvarta, sama hversu veikur hann var, og ævinlega þegar ég spurði hann hvernig honum liði svaraði hann alltaf að hann hefði það bara ágætt. Stórt skarð hef- ur verið höggvið í fjölskylduna okkar en missir mömmu er þó allra mestur. Mamma gaf bæði honum og okkur hinum ómæld- an styrk þar sem hún stóð eins og klettur við hlið pabba, róleg og yfirveguð, þar til yfir lauk. Pabbi og mamma voru alla tíð mjög samrýnd og þeim þótti svo ótrúlega vænt um hvort annað. Nú seinni árin eftir að ég fluttist til Kanada hittumst við því mið- ur sjaldan. Ég þakka Guði fyrir að ná að komast til pabba nú fyrir stuttu og eiga með honum örfáar stundir á sjúkrahúsinu og fá að kveðja elskulegan föður. Í ágúst mánuði 2008 komu pabbi og mamma til Nýfundnalands til að vera við giftinguna hjá okkur Beverley. Pabbi lagði á sig langt ferðalag til að geta verið svara- maður minn og lét það ekki eftir sér þrátt fyrir mikið heilsuleysi. Til okkar kom einnig eldri mað- ur frá Winnipeg sem þekkti vel sögu íslenskra vesturfara við Winnipeg-vatn. Urðu pabbi og þessi maður miklir mátar og skröfuðu mikið saman og þá mikið um vesturfarana enda pabbi mikill áhugamaður um sögu vesturfarana. Pabbi skildi ekkert í ensku og vinurinn ekk- ert í íslensku en það virtist ekki skipta neinu máli fyrir þá fé- lagana. Þetta lýsti pabba mjög vel; hann lét ekkert stoppa sig. Minningin um ferðalag pabba og mömmu til okkar mun lifa vel og lengi í hjörtum okkar hér úti. Einnig eru minnisstæð ferðalög sem við Beverley fórum til Ís- lands og þá austur á Vopnafjörð til að hitta pabba, mömmu og Betu ömmu. Þangað var alltaf gaman að koma, mikið spjallað, hlegið, já og auðvitað mikið borðað, enda þau þau hjón ein- staklega gestrisin. Diddó faðir minn var eftirminnilegur maður; aldrei hef ég hitt mann sem var eins ósérhlífinn. Með pabba er genginn einn vinnusamasti mað- ur sem ég hef kynnst um dag- ana og hef ég þekkt þá nokkuð marga. Pabbi var ekki aðeins harðduglegur og samviskusamur í starfi, heldur hafði hann einnig sjálfstæðar og oft afar sterkar skoðanir á hlutum og var óragur að fara á móti straumnum ef svo bar undir. Pabbi var skynsamur maður og athugull og fylgdist vel með þjóðmálum og því sem fram fór í hinni víðru veröld allt til hins síðasta, enda fóru ekki margir fréttatímar útvarps og sjónvarps framhjá honum í gegnum tíðina. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði en ég veit að þér líður vel núna þar sem þú ert laus við alla þá erfiðleika sem á þig herjuðu. En allir dag- ar eiga sér kvöld og allar nætur morgna. Upp rís morgunsólin og minningin um góðan mann lifir. Elsku mamma, Beta amma og aðrir ástvinir. Guð gefi okkur öllum styrk svo við getum öll sent pabba hlýja strauma inn í hans nýju veröld. Megi hann hvíla í Guðs friði. Jens og Beverley. Tengdafaðir minn hefur feng- ið hvíldina en í dag fylgjum við honum síðasta spölinn til hinstu hvílu. Sigurjón, eða Diddó eins hann var alltaf kallaður, hafði barist við mikil veikindi uns hann varð að láta í minni pokann eftir hetjulega baráttu. Aldrei heyrði ég hann kvarta en ótrú- leg jákvæðni sem hann bjó yfir fleytti honum langt í lífinu. Það sem á hann var lagt var með ólíkindum en hann barðist gegn mótvindi af hógværð. Alltaf var stutt í brosið og léttleikann og þessir kostir léttu undir til að komast í gegnum erfiðleikana. Það var aðdáunarvert að sjá eiginkonu hans, Edil, hvernig hún umvafði mann sinn í veik- indum hans. Hún stóð þétt við hlið hans og veitti alla þá hjálp sem í hennar valdi stóð. Hún var stoð og stytta í lífi hans. Samband þeirra var sterkt og byggðist á virðingu hvort til annars. Ég man vel eftir því þegar við hittumst í fyrsta sinn. Handa- bandið var þétt, hann brosti breitt og við settumst niður að spjalli þar sem hann rakti úr mér garnirnar. Þessi stund er mér ógleymanleg og ég sá fljót- lega hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var af gamla skól- anum, þekkti lífsbaráttuna út í ystu æsar. Fjölskylda mín fór í ófáar heimsóknir til Vopnafjarðar, þangað var alltaf gott að koma enda vel tekið á móti okkur. Ég átti mörg samtölin við Diddó sem voru einstaklega notaleg og eiga eftir að sitja í minningunni um þennan sómamann. Diddó var hafsjór af fróðleik, skarp- greindur, vel lesinn og fylgdist einstaklega vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu. Það fór eiginlega ekkert framhjá honum og hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum og lífinu almennt. Hann var raunsær og um fram allt stálheiðarlegur. Ávallt tilbú- inn að rétta fram hjálparhönd, laghentur, útsjónarsamur og gekk í verkin. Diddó átti barnaláni að fagna. Hann átti þá heitustu ósk að fá að sjá börnin sín vaxa úr grasi og koma sér fyrir í lífinu. Barna- börnunum fylgdist hann vel með, vildi hag þeirra sem mest- an og að þau stæðu sig vel í námi. Í dag kveð ég góðan tengda- föður sem ég mun ætíð minnast af hlýhug. Megi góður Guð um- vefja þig og vernda. Ég sendi tengdamóður minni, móður hans, bræðrum, börnum, barna- börnum og öðrum vandamönn- um samúðarkveðjur og megi góður Guð gefa þeim styrk í sorginni. Jón Kristján Sigurðsson. Elsku afi okkar. Takk fyrir allar góðu stund- irnar með þér, við erum svo heppin að hafa kynnst þér og fengið að eyða tíma með þér. Við elskum þig svo mikið og það er sárt að kveðja þig en við vitum að þér líður vel í himnaríki. Það var gaman að fá að hafa þig hér hjá okkur síðustu mánuði, koma til ykkar ömmu í Lindasíðu og fá að vera með ykkur. Þú munt ávallt búa í hjörtum okkar og við vitum að þú veist að við hugsum vel um ömmu. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku afi okkar. Þór Wium, Freyr Wium, Kristlaug Eva Wium og Viktor Wium. Elsku afi minn ofurhetja. Óskaplega er erfitt að kveðja þig. Ég er svo fegin að hafa get- að komið og haldið í höndina þína og verið með í að fylgja þér að lokakaflanum. Fallegur varstu og fallegur fórstu. Það eru margar minningar sem sækja á hugann. Ég man eftir því hvernig maginn þinn hristist þegar þú hlóst. Það var alltaf stutt í spaugið. Þér fannst allt fyndið og ef það var ekki fyndið þá snerirðu því upp í grín. Á fyrstu æviárum mínum varstu sá eini sem ég þekkti sem pissaði standandi. Ég reyndi það nokkrum sinnum til að gera eins og afi en það tókst ekki vel. Þú gast allt. Þú varst mín of- urhetja. Þú bauðst mér í mína fyrstu flugferð. Það var hátt upp í loft í Hamrahlíðinni. Hún var sú fyrsta af mörgum. Ég sé fyrir mér brosandi andlit þitt þegar ég flaug upp í loftið. Kitlið í magann og hlæjandi augnaráðið þitt og alltaf greipstu mig aftur. Fréttatíminn var heilagur. Ég lærði fljótt að tala ekki meðan þú hlustaðir á útvarpsfréttirnar. Það var erfitt fyrst að mega ekki tala en með tímanum þótti mér þessar stundir notalegar. Kyrrðin sem fylgdi þögninni. Bara fréttir og þú, afi, í stólnum þínum. Og stofuklukkan. Ég hugsa um þessar stundir og finn enn kyrrðina í hjartanu. Það eru forréttindi að fá að þekkja afa sinn í 34 ár. Að eiga svo margar minningar sem fylla hjartað af kærleik. Og þó augun tæmist af tárum og söknuðurinn sé sár, þá eru minningarnar endalausar og búa í hjörtum okkar áfram. Það verður vel hugsað um ömmu, ekki hafa áhyggjur af því. Og ég veit að þú fylgist með. Elsku afi, Guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Þín stóra afastelpa, Silja. Jæja gamli minn, þetta hlaut að enda svona. Sigurjón, eða Diddó eins og hann var alltaf kallaður, var elstur okkar sex bræðra. Á upp- vaxtarárum hans þótti vinnu- framlag barna og unglinga sjálf- sagt og varð hann fljótt þekktur fyrir vinnusemi og dugnað. Ungur að árum stofnaði hann fjölskyldu og byggði sér ein- býlishús á fallegum stað hér í þorpinu. Á þrítugsaldri fór hann í rafvirkjanám og starfaði eftir það lengst af sem rafverktaki með sjálfstæðan rekstur. Fjöl- skyldan stækkaði og atvinnu- reksturinn kallaði á meira hús- rými, íbúðarhúsið var selt og nýtt og stærra hús byggt hinum megin götunnar. Reynsla hans af fjölbreyttum vinnumarkaði gerði það að verk- um að hann kunni ágætlega öll verk varðandi húsbyggingar og byggði eigið hús að mestu með eigin vinnuframlagi og kom meira og minna að húsbyggingu allra bræðra sinna. Mætti bara á svæðið. Um miðjan níunda áratuginn reið fyrsta heilsufarsáfallið yfir þegar í ljós kom að nýrnastarf- semi hans var að fjara út. Eftir nýrnaígræðslu á Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn fyrir rétt um þrjátíu árum var sá sjúk- dómur að mestu úr sögunni en fljótlega fóru að koma fram heilsubrestir vegna ýmissa aukaverkana lyfja, verst var þó þróun á illvígri sykursýki. Vinnuþrekið hvarf smám saman og hálfsextugur varð hann að hætta störfum. Það kom á óvart með svona ákafan mann hversu vel hann tók öllum þessum áföllum, hann einfaldlega kunni að vera veikur og leit á hvert áfall sem verkefni sem þurfti að leysa. Síðustu misseri fór heilsa hans hratt nið- ur og síðastliðið haust varð að fjarlægja annan fótlegg hans, en verra var að árið áður hafði enn einn vágestur bankað upp á, krabbameinið. Ljóst var á nýju ári hvert stefndi; hann hafði öll þessi veik- indaár verið óbugaður en undir lokin hafði hann orð á því að hann væri orðinn ansi þreyttur. Barnstrúin gerir ráð fyrir mikilli birtu og ljósadýrð hinum megin, þar hlýtur að vera þörf fyrir góðan rafvirkja. Far vel kæri bróðir. Þér ég sendi hlýjar kveðjur og ljósið bjarta. Sorgina sefi, von þér veiti og vittu til, það kemur vor. (Hulda Ólafsdóttir) Eiginkonu og afkomendum hans, svo og aldraðri móður okkar, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ellert og fjölskylda. Sigurjón Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.