Morgunblaðið - 20.04.2016, Page 36

Morgunblaðið - 20.04.2016, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að finna tíma fyrir sjálfan þig núna. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta; þær eru öfund. 20. apríl - 20. maí  Naut Oft hljóma annarra kenningar vel en reynast svo miður þegar til kastanna kemur. Sýndu þeim fram á að þau muni uppskera eins og þau sái. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu það, þegar þú átt orðaskipti við aðra, að vera má að viðmælandi þinn sé ekki eins harður af sér og sýnist. Sinntu þín- um áhugamálum og njóttu þess að vera einn með sjálfum þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Orka sem leyst var úr læðingi í gær gæti farið úr böndunum í dag. Varastu flók- inn málatilbúnað því einfaldleikinn er oft áhrifamestur. Láttu lausn vandans ekki hræða þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að sinna viðgerðum og viðhaldi í dag til að koma í veg fyrir skemmdir. Látið ekki óþolinmæði hafa yfirhöndina heldur bíð- ið róleg uns tækifærið gefst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það verða ýmsir til að reyna í þér þol- rifin í dag. En þolinmæði þrautir vinnur allar og það mun sannast á þér í þessu tilviki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert vakinn og sofinn yfir þörfum ann- arra en mátt ekki gleyma þínum eigin. Röng ákvörðun getur verið betri en engin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Spyrðu þig hvort þú ætlir að halda áfram í núverandi starfi eða skipta um starfsvettvang. Fólk kann miklu betur að meta það að þú komir þér beint að efninu og þá er hægt að ræða málin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hinn mikli erill sem einkennir líf þitt gæti komið niður á þér núna. Vertu sann- gjarn. Gefðu þér líka tíma til að taka þátt í smásprelli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver, sem skiptir máli á vinnu- staðnum, tekur eftir þér í dag. Gefðu honum þann tíma sem þú mátt missa en ekkert þar umfram því þá vanrækirðu sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Annaðhvort þú eða vinur þinn verður gagntekinn af ákveðinni hugmynd. Ef þú ákveður að gefa kost á þér verður þú að gæta þess vandlega að sýna tillitssemi og sveigjanleika. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þrátt fyrir að þú eigir meira en nóg af dóti, langar þig í eitthvað nýtt. Enginn er full- kominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að bíða. Ámiðvikudagskvöld var hagyrð-ingakvöld í Hvergerði, sem Sig- urður Blöndal stjórnaði og voru fimm hagyrðingar kvaddir til. Þetta var gott kvöld og menn skemmtu sér vel. Hér er sýnishorn af kveðskapnum. Kristján Runólfsson, Hveragerði, kynnti sig þannig: Þó ég yrki ár og síð og ótal ljóð ég kunni kemur sjaldan klám og níð úr kjaftamaskínunni. Eg á kostum oftast fer enda viðsjálsgripur margir vita að ég er ansi tungulipur. Sigurður var á jákvæðum nótum: „Bros og faðmlag, þétt og hlýtt, gef- ur lífinu gildi. – Hvað segja hagyrð- ingar um það?“ Séra Hjálmar Jóns- son svaraði: Gleðibrosi miðla má mun það fæstum byrði. Og ef það kemur innan frá er það mikils virði. Hjörtur Benediktsson, Hveragerði, sagði um kirkjukaffi og klinkkaffi: Kaffisopinn indæll er, yljar á köldum vetri. – Með vodkabragði virðist mér hann vera miklu betri. Sigurður sagði skemmtilegt ef hagyrðingar vorir gætu sett fram kokteila í vísuformi. Sigrún Haralds- dóttir svaraði með „áfengis- afhendingum“: Gerist heimur geysilega grár og riský þá er gott að þamba wiský. Mjög ef verður mæðan þung og mikið bölið líðan flestra lagar ölið. Fáir þú á fimmtudegi fúlan ekka rauðvín skaltu reyna að drekka. Hafi annars háttalag þér harma vakið kætir geðið koníakið. Farir þú að skjögra og skjálfa skríkja og tafsa áttu að drekka átta snafsa. Fallir þú í forarvilpu á fjárans trýnið best þá huggar brennivínið. Sigurður spurði hvað hagyrð- ingar gætu gert úr þessum tveim orðum, fegurð og ljótleika. Sigurjón V. Jónsson frá Skollagróf svaraði: Sumir fara villir vega, vaða reyk í alls kyns prjáli; útlitið er alla vega en innihaldið skiptir máli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af hagyrðingakvöldi í Hveragerði Í klípu „AFSAKIÐ, ÉG ER FARINN AÐ PREDIKA AFTUR. AF HVERJU GERUM VIÐ EKKI HLÉ Í SMÁSTUND Á MEÐAN ÉG LÆT SÖFNUNARDISKINN GANGA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ VAKNAÐIR FYRR MYNDIRÐU HAFA MEIRI TÍMA TIL ÞESS AÐ RAKA ÞIG!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar stórviðburðir eru ekki eins án þín. ÞÚ ÆTLAR AÐ NOTA ÞENNAN BRJÓSTUMKENNANLEGA HVOLPA- SVIP TIL ÞESS AÐ BETLA MAT? HVERNIG ER ÞETTA? ER ÞETTA RÉTT? HVERNIG GENGUR AUKA- VINNAN ÞÍN… …AÐ SKRIFA BRANDARA FYRIR HIRÐFÍFLIÐ? MJÖG ILLA… KONUNGNUM VAR EKKI SKEMMT! ÞANNIG AÐ ÞÚ MUNT EKKI SKRIFA MEIRA FYRIR HIRÐFÍFLIÐ! EKKI BEINT – ÉG ER AÐ SKRIFA MINNINGAR- GREININA HANS NÚNA! Síðasti vetrardagur er í dag. Þaðvar því við hæfi að það skyldi vera hvít jörð í Reykjavík þegar borgin rumskaði, þótt snjórinn væri fljótur að hverfa. Á forsíðu Morgun- blaðsins á mánudag mátti sjá að allt var á kafi í snjó á Ísafirði. Hellisheið- inni var lokað vegna snjóþyngsla um helgina og strandaglópar létu fyrir- berast í Staðarskála meðan þeir biðu þess að komast suður. x x x Á Íslandi er sumardagurinn fyrstihaldinn hátíðlegur fyrsta fimmtudaginn eftir 18. apríl. Gildir þá einu þótt varla sé komið vor og harla vetrarlegt geti verið um að lit- ast. Þessi tímasetning virðist ekki gera ráð fyrir því að árstíðirnar séu fjórar. Vorinu er í raun sleppt með því að halda sumardaginn fyrsta svona snemma. x x x Bandarískur vinur Víkverja ersannfærður um að sumardagur- inn fyrsti beri íslensku skopskyni vitni. Hægt sé að beita góðum vilja, teygja ímyndunaraflið og toga og slökkva á öllum viðvörunarbjöllum efans og samt sé engin leið að trúa því að sumardagurinn fyrsti sé fyrsti dagur sumars á Íslandi. x x x Engu að síður láti Íslendingar einsog fullkomlega eðlilegt sé að halda upp þennan dag, fari í skrúð- göngur og kaupi sér blöðrur og sykurfrauð, þeir hörðustu klæddir stuttbuxum þótt leggirnir séu bláir af kulda. x x x Þegar Víkverji var lítill var hannviss um að á suðlægari slóðum norðurhvels jarðar hlyti sumardag- urinn fyrsti að vera í febrúar, fyrst hann væri í apríl á Íslandi, ef ekki fyrr. Síðar komst hann að því að svo er ekki. Bandaríkjamenn líta ekki svo á að sumarið sé komið fyrr en komin eru sumarsólhvörf. x x x Þar byrjar sumarið sem sagt 21.júní þetta árið. Þá munum við á Íslandi hafa notið sumars í heila tvo mánuði. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálm 34:19) Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 Nánari upplýsingar á hedinn.is Á vefsíðu Héðins er fljótlegt að fylla út helstu upplýsingar til að fá tilboð í iðnaðarhurðir og bílskúrshurðir. Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Fáðu tilboð í hurðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.