Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Veitingastaðir, kaffihús ísbúðir & booztbarir velja Vitamix blandara BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega ellefu hundruðum fleiri er- lendir ríkisborgarar fluttu til lands- ins á fyrsta ársfjórðungi en fluttu þá frá landinu. Þróuninni var öfugt far- ið hjá íslenskum ríkisborgurum. Um 110 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu frá landinu en til þess. Þróunin á fyrsta ársfjórðungi er í takt við spár um að hingað myndu flytja margir erlendir ríkisborgarar í leit að atvinnu, meðal annars í ferðaþjónustu. Með sama áfram- haldi verður þetta fjórtánda árið af sautján frá árinu 2000 þar sem að- fluttir erlendir ríkisborgarar eru fleiri en brottfluttir. Að sama skapi er útlit fyrir að þetta ár verði það fimmtánda af sautján frá aldamótum þar sem fleiri íslenskir ríkisborgarar flytja frá landinu en til þess. Á við íbúafjölda Garðabæjar Fyrir vikið eru brottfluttir ís- lenskir ríkisborgarar umfram að- flutta því tæplega 12 þúsund frá aldamótum og til og með 31. mars á þessu ári. Til samanburðar bjuggu 12.172 einstaklingar í Garðabæ í byrjun þessa árs. Hjá erlendum rík- isborgurum hefur þróunin verið sú að tæplega 27 þúsundum fleiri er- lendir ríkisborgarar fluttu til lands- ins en fluttu frá því á tímabilinu frá aldamótum og til loka fyrsta árs- fjórðungs í ár. Það fer nærri íbúa- fjölda Hafnarfjarðar í byrjun ársins; íbúarnir töldust þá vera 28.184. Þró- unin er sýnd á hægra grafinu hér á síðunni og má þar sjá hver þróunin er ár hvert. Hagstofa Íslands birti í gær tölur yfir íbúafjölda á fyrsta ársfjórðungi. Fjölgað um 1.500 Eins og sést á grafinu hér vinstra megin fjölgaði landsmönnum um rúmlega 1.500 á fyrsta ársfjórðungi. Á vef Hagstofunnar segir að í lok fyrsta ársfjórðungs hafi búið 27.660 erlendir ríkisborgarar á Íslandi, eða sem svarar 8,3% af mannfjöldanum. Samkvæmt talnaefni á vef Hag- stofunnar var hlutfall erlendra ríkis- borgara áður á öldinni hæst árið 2009, eða 7,6%, en 7,4% 2015. Það var til samanburðar 2,6% árið 2000 og 3,6% árið 2005. Virðast þessar tölur benda til að hlutfall erlendra ríkisborgara hafi aldrei verið hærra. Þar skiptir miklu máli að hlutfalls- lega fáir erlendir ríkisborgarar fluttu frá landinu eftir efnahags- hrunið haustið 2008 og var árið 2009 í raun eina árið þegar meira en þús- und fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu frá landinu en til þess. Jafnvægi að nást Efnahagsbatinn og hverfandi at- vinnuleysi hefur hins vegar ekki komið skýrt fram í aðflutningi ís- lenskra ríkisborgara til landsins. Þó ber á það að líta að á fyrsta ársfjórðungi fluttu 460 íslenskir rík- isborgarar til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs en 440 fluttu heim til Ís- lands frá þessum löndum. Jafnvægi er í þessum tölum. Þrátt fyrir að aðflutningur er- lendra ríkisborgara hafi aukist á síð- ustu misserum er hann ekki jafn mikill og á þensluárunum fyrir efna- hagshrunið. Þar kann að hafa áhrif að umsvif í verklegum fram- kvæmdum eru nú minni en þá var. Þúsundir leita hér tækifæra  Straumur erlendra ríkisborgara til Íslands heldur áfram  Aðfluttir 1.110 fleiri en brottfluttir í ár  Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta frá aldamótum jafn margir íbúum í Garðabæ Mannfjöldi á Íslandi á 1. ársfjórðungi 2016 Heimild: Hagstofa Íslands. Karlar Konur Alls Mannfjöldinn í upphafi ársfjórðungs 167.410 165.340 332.750 Mannfjöldinn í lok ársfjórðungs 168.360 165.930 334.300 Breyting 950 590 1.540 Fæddir 500 480 980 Dánir 320 270 590 Aðfluttir umfram brottflutta 700 300 1.000 Aðfluttir 1.330 910 2.240 Brottfluttir 630 610 1.240 Allar tölur eru námundaðar að næsta tug ef mannfjöldinn er meiri en 50 en að næsta hálfa tug ef talan er lægri. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunarinnar. Búferlaflutningar milli landa 2000-2016 Aðfluttir umfram brottflutta *Bráðabirgðatölur fyrir 1. ársfj. Heimild: Hagstofa Íslands. Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.290 3.010 2016 -110 1.110 Samtals -11.899 26.833 2005-2008 -806 16.197 2012-2016* -2.196 7.627 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Atvinnuveganefnd er enn að fjalla um frumvarpið, en ég vonast til að það komi til 2. umræðu í þinginu fljótlega. Það hefur verið góður gangur á vinnunni og samstaða er um að ljúka þessu,“ sagði Þor- steinn Sæmunds- son alþingis- maður um stöðu frumvarps Ragn- heiðar E. Árna- dóttur iðnaðar- ráðherra um breytingar á lög- um um veit- ingastaði, gisti- staði og skemmtanahald. Í frumvarpinu er m.a. að finna ákvæði um að ein- staklingar geti starfrækt heimagist- ingu í 90 daga á ári hafi þeir skráð sig á vefsvæði sýslumanns á viðkomandi stað eða á tiltekinni sameiginlegri vefsíðu. Lögaðilum verður ekki heimilt að skrá sig í flokk heimagist- ingar, einungis einstaklingum. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun heimagistingar sem algeng- ast er að rekin sé undir hatti hinnar alþjóðlegu „Airbnb“-þjónustu. Þorsteinn, sem er framsögumaður nefndarinnar í málinu, staðfesti að meðal þess sem eftir væri að útkljá í vinnu nefndarinnar væri tæknileg útfærsla á hugmyndum sem fram hefðu komið um undanþágu heima- gistingar frá greiðslu virðisauka- skatts („vaski“). Skiptar skoðanir eru um málið meðal sérfræðinga og hafa fjármála- og efnahagsráðu- neytið og embætti ríkisskattstjóra lagt fram ólíkar hugmyndir um það. Í minnisblaði frá ráðuneytinu til nefndarinnar er bent á að heildar- endurskoðun virðisaukaskattkerfis- ins hafi staðið yfir um nokkurt skeið. Í þeirri vinnu sé það haft að leiðar- ljósi að vaskurinn sé einn mikilvæg- asti tekjustofn ríkissjóðs og beri því að gjalda varhug við sértækum breytingum sem hafi áhrif á skatt- stofninn. Ráðuneytið leggur því til að fundin verði almenn leið til að ná markmiðinu um að einfalda rekstur heimagistingar. Verði það annars vegar gert með því að hækka almenn veltumörk vasks úr einni milljón á ári í tvær milljónir. Hins vegar með því að hækka mörk fjárhæða í svo- kölluðum „ársskilum“, sem ráða tíðni uppgjörstímabila skattsins, úr þrem- ur milljónum í fjórar. Þessar breyt- ingar myndu gilda um alla aðila sem falla undir skattskyldusvið vasks, óháð því hvaða starfsemi þeir stunda. Starfsmenn ríkiskattstjóra telja haganlegra að fara þá leið að telja út- leigu á íbúðarhúsnæði, orlofshús- næði og öðru sambærilegu húsnæði aðeins til atvinurekstrar ef heildar- fjárhæð leigutekna fari yfir tvær milljónir króna hjá einstaklingum og fjórar milljónir króna hjá hjónum. Þá yrðu 20% af tekjum af útleigu hús- næðis af þessu tagi, sem ekki væri nýtt sem heimili leigusala, frádrátt- arbærar frá fjármagnstekjuskatti. Segja þeir þessa leið til mikillar ein- földunar, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og skattyfirvöld. Í þeim felst að eignatekjur einstaklinga vegna út- leigu verða upp að ákveðnu marki skilgreindar utan atvinnurekstrar. Þær yrðu þá taldar fram með ein- földum hætti í skattframtali og við- komandi þyrfti ekki að uppfylla skyldu til að skrá sig á launagreið- endaskrá og eftir atvikum virðis- aukaskattsskrá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir þessar tillögur hafa þann kost að með þeim sé sá hópur sem stund- ar rekstur heimagistinga hvað best fangaður þegar að virðisaukaskatti kemur. Tillögurnar séu aftur á móti í ákveðnu ósamræmi við þau markmið sem legið hafi til grundvallar endur- skoðun skattkerfisins, þar sem í þeim felist í raun undanþága frá virðisaukaskatti fyrir tiltekna at- vinnugrein. Óvissa ríkir um vsk. á heimagistingu  Skiptar skoðanir eru meðal embættismanna um málið Morgunblaðið/Eggert Ferðaþjónusta Alþingismenn og embættismenn reyna nú að finna leiðir til að einfalda rekstur heimagistingar með minni álögum og skriffinnsku. Þorsteinn Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.