Morgunblaðið - 10.05.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Tvær geitur í jólagjöf eru nú orðnar að tuttugu
og níu geitum í húsi. Bændurnir Guðlaug Elísa-
bet Ólafsdóttir og Sæmundur Jón Jónsson á
Árbæ á Mýrum í Hornafirði bættust í hóp geita-
bænda í síðustu viku þegar
þau tóku við geitum frá bæn-
um Lækjarhúsum í Suður-
sveit.
„Ég var búin að vera að
rella í Sæmundi um að mig
langaði svo í geit, eina til
tvær. Hann tók þá upp á því
að gefa mér tvær geitur í jóla-
gjöf, sem ég var óskaplega
glöð með. Nema hvað, svo fór-
um við í janúar heim til geita-
bóndans til að vitja um þessar
tvær geitur. Þá er hún Laufey í Lækjarhúsum að
hætta með geitabúskapinn og er í stökustu vand-
ræðum með geiturnar, sá bara fram á að þurfa að
senda þær allar í sláturhús nú í vor þegar hún
ætlaði að bregða búi. Ég ákvað þá bara að taka
þær allar,“ segir Guðlaug.
Dásamlegar og frekar
Geiturnar eru 29 talsins, 24 huðnur og 5 hafrar.
„Huðnurnar eru með kiðlingum en bera ekki fyrr
en seint, um miðjan júní, því það var ekki hleypt
til fyrr en ég var búin að lofa að taka þær.“
Guðlaugu langaði upphaflega í geitur því henni
fannst þær svo fallegar og miklar týpur en er hún
enn á sama máli eftir að hafa komist í nánari
kynni við þær? „Mér líst rosalega vel á þær, þær
eru dásamlegar. Þær eru brjálæðislega óþekkar
og frekar en hrikalega skemmtilegar og sætar,“
svarar Guðlaug en; „Geiturnar príla hér upp um
allt. Ég kem af frægri smíðafjölskyldu og hef allt-
af fundist ég flinkur smiður en þær bera enga
virðingu fyrir því, um leið og ég er búin að smíða
stíu eða annað fyrir þær hoppa þær yfir eða fara
undir eða eru búnar að brjóta eitthvað þegar ég
kem daginn eftir. Það tekur tíma að finna út úr
því hvað þarf að gera til að sinna þeim sem best,“
segir Guðlaug.
Ætlar að nýta skepnuna alla
Í Árbæ er kúabúskapur og selja þau heima-
gerðan ís undir nafninu Jöklaís. Guðlaug segir að
það sé aldrei að vita nema þau bjóði upp á geita-
mjólkurís í framtíðinni. „Ég ætla að taka mér eitt
ár í að læra að eiga geitur. Í fyllingu tímans lang-
ar mig til að nota skepnuna alla alveg upp til
agna; kemba af henni fiðuna, súta skinnið og
verka kjötið margvíslega og svo langar mig líka
til að búa til osta.“
Geitur eru þekktar fyrir að fara sínar eigin
leiðir og segir Guðlaug að það sé ekkert hægt að
elta þær uppi né smala þeim eins og kindum.
„Mér var sagt að það þýddi ekki neitt nema að
hafa þær brauðvanar svo það væri hægt að lokka
þær heim, láta þær elta sig. Þá sagði annar að
það þýddi ekkert annað en að hafa þær ramm-
girtar því ef þær gengju lausar kæmu þær ekkert
heim skilst mér, en ég á eftir að komast að
þessu,“ segir þessi bjartsýni geitabóndi að lokum.
Forvitnar Geiturnar þurftu að kanna ný heimkynni í
Árbæ í síðustu viku. Þær þykja forvitnar og frekar.
Brjálæðislega óþekkar geitur
Kúabændurnir á Árbæ á Mýrum hófu nýverið geitabúskap Frúin fékk
geitur í jólagjöf Sætar og skemmtilegar Bera enga virðingu fyrir listasmíði
Guðlaug E.
Ólafsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Auglýst verður á næstunni eftir nýj-
um sóknarpresti til starfa við Laug-
arnessókn í Reykjavík. Sr. Kristín
Þórunn Tómasdóttir, sem þjónað
hefur við Laugarneskirkju síðast-
liðin tvö ár, hefur sagt embættinu
lausu og flytur til Sviss.
„Eiginmaður minn, sr. Árni Svan-
ur Daníelsson, fékk nýlega starf hjá
Lúterska sambandinu sem hefur
höfuðstöðvar í Genf í Sviss og leiðir
upplýsinga- og samskiptasvið þess.
Og auðvitað fylgir fjölskyldan með,“
segir Kristín Þórunn Tómasdóttir.
„Lútherska heimssambandið starfar
á veraldarvísu á sviði hjálparstarfs
og mannréttinda og það verður afar
spennandi að taka þá í því starfi.“
Litrík fjölmenning
Séra Kristín Þórunn segist
kveðja sóknarbörn sín með söknuði.
„Laugarneshverfið er komið á kort-
ið og þykir spennandi kostur þegar
fólk velur sér búsetu. Þetta er nán-
ast úthverfi miðborgarinnar sem
hefur allt til alls, ekki síst mögu-
leika til dægradvalar og útvistar,“
segir Kristín Þórunn og heldur
áfram:
„Hér hefur myndast sterkt
félagslegt tengslanet meðal íbúa og
svo er þetta líka fjölmenningar-
hverfi. Hér býr fólk af ýmsu þjóð-
erni, sem birtist meðal annars í því
að aðeins 55% af 4.500 íbúum í
hverfinu eru í þjóðkirkjunni. Mér
finnst þessi samsetning eigi að síður
hafa gert sóknina einfaldlega litrík-
ari, því hvað sem líður trúarbrögð-
um sameinast fólk í svo mörgu öðru
efni þar sem kirkjan er – þrátt fyrir
allt – ákveðinn miðpunktur.“
Valið samkvæmt nýjum reglum
Kristín Þórunn lætur af embætti í
september næstkomandi. Þá verður
búið að kjósa nýjan sóknarprest í
Laugarnesinu. Það verður gert
samkvæmt nýjum reglum þar sem
aðkoma sóknarbarna að kjöri í emb-
ættið er aukin. Á aðalsafnaðarfundi
innan tíðar verður valið í kjörnefnd.
„Nú er lag fyrir þau sem áhuga hafa
á málefnum kirkjunnar að blanda
sér í leikinn,“ segir sóknarprestur-
inn fráfarandi.
Morgunblaðið/Ómar
Prestur Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir hyggst nú að róa á ný mið.
Fer úr Laugarnesi
og flytur til Sviss
Sr. Kristín Þórunn kveður söfnuð sinn
mbl.is
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VANDINN LIGGUR
OFT HJÁ OKKUR
SJÁLFUM.
SAMÞYKKIR ÞÚ
KYNFERÐISOFBELDI?
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Túnikur
kr. 5.900
Str. s-xxxl
2 litir
Um þrjár milljónir króna söfnuð-
ust í skákmaraþoni Hrafns
Jökulssonar, Skákfélagsins
Hróksins og Skákakademíu
Reykjavíkur til styrktar börnum
frá Sýrlandi. Maraþonið fór fram
í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag
og laugardag og tefldi Hrafn
Jökulsson við gesti og gangandi.
Hann hafði sett markið á 200
skákir en tefldi alls 222 skákir á
tæpum 30 klukkustundum.
Skákmaraþonið var haldið í
samvinnu við Fatimusjóðinn og
UNICEF á Íslandi og fjöldi fólks
gaf vinnuna sína svo það mætti
verða að veru-
leika.
Söfnunarféð
fer í neyðar-
aðgerðir UNI-
CEF í Sýrlandi
og nágranna-
ríkjunum, en
milljónir barna
búa þar við
skelfilega neyð.
Fjöldi fyrirtækja og einstak-
linga hafði í aðdraganda mara-
þonsins heitið á Hrafn. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
UNICEF á Íslandi
Þrjár milljónir söfnuðust fyrir sýrlensk börn
Hrafn Jökulsson