Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
hafðu það notalegt
Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
FINGERS 70x120 cm
Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
Ryðfrítt stál
Rússneskir hermenn fjölmenntu á her-
sýningu sem haldin var á Rauða torg-
inu í Moskvu í gær, mánudaginn 9. maí,
í tilefni af því að 71 ár er nú liðið frá
sigri sovéska hersins á hersveitum
þýskra nasista í síðari heimsstyrjöld.
Um 10.000 hermenn tóku þátt í sýning-
unni, auk orrustuflugvéla, þyrlna og
skriðdreka.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
flutti ávarp þar sem hann meðal annars
færði landsmönnum hamingjuóskir og
kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið
sameinaðist í baráttunni gegn hryðju-
verkum.
„Við verðum að vinna bug á þessari
illsku og Rússland er reiðubúið til þess
að vinna með öðrum ríkjum að nútíma-
legu og alþjóðlegu öryggiskerfi,“ hefur
fréttaveita AFP eftir Pútín forseta.
Þá héldu einnig rússneskir hermenn
í Sýrlandi minni sigurgöngu í tilefni
dagsins og fór hún fram á Hmeimin-
herstöðinni þar í landi, en hún er
þungamiðja í aðgerðum rússneska
hersins gegn vígasveitum.
Hátíð á
Rauða
torginu
AFP
Herveldi Rússneskir hermenn gengu í fylkingu um Rauða torgið til að minnast sigurs Sovétríkjanna á nasistum.
Werner Faym-
ann, kanslari
Austurríkis,
baðst í gær
lausnar frá emb-
ætti eftir að
hafa misst
stuðning flokks-
félaga sinna í
Jafnaðarmanna-
flokknum (SPOe). Faymann hefur
gegnt embætti kanslara, æðsta yf-
irmanns þingsins, frá árinu 2008.
Hefur hann þurft að sæta gagn-
rýni innan flokks síns frá því að
Norbert Höfer, frambjóðandi
austurríska Frelsisflokksins
(FPOe), sigraði í fyrstu umferð
forsetakosninga í Austurríki í
apríl sl.
Fréttaveita AFP greinir frá því
að Faymann hafi tilkynnt ákvörð-
un sína á blaðamannafundi þar
sem hann sagði meðal annars að
Austurríki þyrfti á kanslara að
halda sem nýtur fulls stuðnings
flokks síns. Mun Faymann einnig
hætta sem formaður Jafnaðar-
mannaflokksins. Sagði hann rík-
isstjórn landsins eiga erfitt verk
fyrir höndum, en minnka þarf þar
atvinnuleysi og finna farsæla
lausn á flóttamannavandanum.
AUSTURRÍKI
Faymann kanslari
segir af sér embætti
Stjórnvöld í
Þýskalandi segj-
ast nú finna fyr-
ir því að mun
færri flótta-
menn og hælis-
leitendur hafi
komið til lands-
ins í seinasta
mánuði en mán-
uðina á undan.
Þannig komu um 16.000 hælisleit-
endur til Þýskalands í apríl sl., en
þeir voru um 20.000 talsins í
mars og 120.000 í desember á
seinasta ári.
Samkvæmt AFP er einkum að
þakka hertu landamæraeftirliti á
Balkanskaga.
FLÓTTAMANNAVANDI EVRÓPU
Færri hælisleitendur
koma til Þýskalands
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Stjórnvöld í Túnis segjast hafa, fyrstu þrjá mánuði
þessa árs, hindrað hátt í 2.000 manns frá því að
ganga til liðs við vígasveitir herskárra íslamista.
Frá því í janúar hafa einnig 33 mögulegir hryðju-
verkahópar verið leystir upp og réttað yfir um
1.400 manns sem grunaðir eru um tengsl við
hryðjuverkahópa eða -samtök.
„Á þessu ári hefur 1.877 Túnisbúum verið mein-
að að fara úr landi í þeim tilgangi að ferðast til
átakasvæða,“ hefur fréttaveita AFP eftir Yasser
Mesbah, talsmanni innanríkisráðuneytisins í Tún-
is, en hann vildi hins vegar ekki nefna þá staði sem
hópurinn hafði í hyggju að ferðast til.
Herskáir íslamistar hafa sótt í sig veðrið í Túnis
frá því að Zine al-Abidine Ben Ali var steypt af
stóli forseta í arabíska vorinu svokallaða árið 2011.
Ríkisstjórn landsins hefur átt í erfiðleikum í
baráttunni við íslamistana, sem hafa styrkst í kjöl-
far átaka í Líbíu og einnig vegna heimkomu Tún-
isbúa sem barist hafa fyrir hin alræmdu vígasam-
tök Ríki íslams í Sýrlandi og Írak.
Ungt fólk mjög áberandi
Að sögn Mesbah, sem vitnar til gagna frá innan-
ríkisráðuneytinu, er ungt fólk fjölmennt í hópi
þeirra tæplega 2.000 Túnisbúa sem ætluðu að
ferðast til átakasvæða erlendis. Eru flestir þeirra
sagðir vera á aldrinum 20 til 23 ára.
Frá því í janúar hafa öryggissveitir landsins
einnig gert alls 1.733 húsleitir á heimilum fólks
sem grunað er um tengsl við hryðjuverkahópa og
eru sumir þeirra sagðir hafa veitt vígamönnum
húsaskjól.
Þá hafa einnig um 140 manns til viðbótar verið
handteknir af lögreglu, en hópur þessi er sagður
hafa ætlað að hjálpa verðandi vígamönnum að
ferðast til átakasvæða utan landamæra Túnis.
Um 2.000 vildu til vígasvæða
Stjórnvöld í Túnis hafa stöðvað mikinn fjölda fólks sem vildi ganga til liðs við
vopnaðar sveitir íslamista Ungt fólk mjög áberandi meðal þeirra sem vildu út
AFP
Varðstöð Löggæslusveitir í Túnis leita reglulega
í bílum fólks við landamærastöðvar.
Leiðtoginn Kim Jong-Un hefur verið
útnefndur formaður norður-kóreska
verkamannaflokksins. Var þetta til-
kynnt á flokksþingi í gær, en þingið
er hið fyrsta sem haldið er í 36 ár.
Mörg þúsund fulltrúar eru nú
saman komnir á flokksþinginu og
mátti sjá þá fagna óstjórnlega þegar
Kim Yong-Nam þingforseti greindi
frá þessum nýja titli leiðtogans.
Kim-ættin hefur ráðið ríkjum í
landinu frá stofnun þess árið 1948.
Fréttaveita AFP greinir frá því að
þessi útnefning Jong-Un, sem gegnt
hefur stöðu leiðtoga Norður-Kóreu
frá því að faðir hans lést árið 2011,
eigi vafalítið eftir að styrkja stöðu
hans og völd enn frekar.
Frá því að Jong-Un tók við hefur
hann meðal annars heimilað tvær af
þeim fjórum kjarnorkutilraunum
sem gerðar hafa verið á Punggye-ri-
svæðinu. En talið er að stutt sé í
framkvæmd næstu tilraunar þar.
AFP
Völd Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu á flokksþingi verkamannaflokksins.
Leiðtoginn fékk nýjan
titil á flokksþingi