Morgunblaðið - 10.05.2016, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
Hressandi sveifla Þessi unga hnáta sveiflaði sér hress og kát í bragði í aparólu við Austurbæjarskóla í blíðunni.
Eggert
Morgunblaðið birti
þann 18. mars sl. ítar-
lega ádeilu mína á
borgarstjórn fyrir
hrikalegt ástand gatna
borgarinnar, ranga
hönnun samgöngu-
kerfisins og fleira undir
yfirskriftinni „Steinald-
arborgin Reykjavík“.
Fleiri gagnrýndu borg-
ina um svipað leyti fyrir
svipaðar sakir. Hvorug-
ur fyrirsvarsmanna þessara mála,
borgarstjórinn eða formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs, hafa fram
að þessu haft manndóm til að svara
gagnrýni minni. Hins vegar birtist í
blaðinu þann 26. mars sl. grein eftir
Halldór Torfason, framkvæmda-
stjóra Malbikunarstöðvarinnar
Höfða hf., sem virðist hafa verið ætl-
að að svara framkominni gagnrýni.
Borgin átti síðast þegar ég vissi 70% í
þessari malbikunarstöð og Aflvaki
ehf. 30%, en borgin var einnig talin
eiga hlut í Aflvaka ehf. Þriggja
manna stjórn malbikunarstöðvar-
innar var jafnan skipuð borgar-
fulltrúum. Samkeppni verktaka í út-
boðum borgarinnar varðandi
malbikun kann að vera keppinautum
Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.
erfið, ef eignarhaldið er enn svona.
Vegna þessara nánu tengsla svo og
vegna þagnar fyrrnefndra fyrirsvars-
manna borgarinnar tel
ég fullvíst að annar hvor
þeirra hafi falið Halldóri
Torfasyni að rita svar-
grein í sinn stað, svo að
þeir sjálfir þyrftu ekki
opinberlega að óhreinka
pólitíska ásýnd sína og
axla ábyrgð á gjörðum
sínum og athafnaleysi.
Þessi greiðasemi grein-
arhöfundar við borgar-
yfirvöld verður eflaust
endurgoldin síðar, sbr.
máltækið: „Æ sér gjöf
til gjalda.“Höfundur
lýsir því í upphafi greinarinnar, að
gagnrýnendur hafi verið fullyrðinga-
samir og staðhæfingum þeirra hafi
ekki fylgt rökstuðningur. Höfundur
skreytir fyrirtæki sitt með stjórn-
unarstöðlunum ISO 9001 ogISO
14001 og segir jafnframt að fram-
leiðsluvörur fyrirtækis síns séu CE-
vottaðar. Ekkert af þessu sjálfshóli
höfundar kemur í raun grein minni
við, enda hlýtur það fyrst og síðast
vera ákvörðun veghaldarans, Reykja-
víkurborgar, hvaða gæðakröfur eru
settar við gerð og viðhald gatna, ss.
hvernig undirbygging er og hversu
hart steinefni sé notað í blöndun mal-
biks, þ.e. hvort tjaldað skuli til einnar
nætur eða fleiri. Áskilnaður um að
nota bæri grjótmulning úr harðara
bergi en hér á landi finnst yki vita-
skuld á kostnaðinn og tilboð verktaka
yrðu þá eðlilega hærri. Það er því al-
farið á ábyrgð borgarinnar að gatna-
kerfið skuli vera orðið handónýtt. Þá
hef ég spurnir af því, að borgin hafi
um árabil látið í sparnaðarskyni
leggja út mjög þunnt malbik á göt-
urnar, sem vitaskuld bitnar á ending-
unni. Heyrst hefur líka að þunna mal-
bikið skapi vandamál þegar kemur að
heilfræsingu gatna með stórvirkum
vélum leigðum að utan. Nú sjást víða
merkingar á götunum umhverfis hin-
ar fjölmörgu holur. Merkingarnar
sýna að borgin hyggst enn ráðast í
stagbætingu ónýtra gatna fremur en
að leggja yfir þær nýtt malbik.
Vænta má þess að borgin láti enn um
sinn nota við holuviðgerðir löngu úr-
eltar aðferðir sem endast í 1–2 ár í
stað þess að fá til þess verktaka sem
beitir nokkru dýrari aðferðum, t.d.
svokallaðri geislameðferð sem notuð
hefur verið í Bandaríkjunum í ára-
tugi, eða láti þétta samskeytin með
heitum tjörutaumi, eins og víða er
gert á norðlægum slóðum. Fyrir utan
fráleitt gatnaviðhald, hefur borgin
boðað að götur skuli ekki lengur
þvegnar. Með því sparist 3,5 m.kr.
Einnig hefur heyrst af sparnaðar-
úrræðum borgarinnnar gagnvart
börnum á skyldunámsaldri sem
nauðsynlega þurfa aukinn stuðning í
námi. Þessi ömurlegu sparnaðarúr-
ræði leiða væntanlega með öðru til
þess að borgin getur staðið undir
kostnaði við fráleit áform sín um
þrengingu Grensásvegar, sem kosta
munu um 170 m,kr. eða meira. Á
meðfylgjandi ljósmynd tekinni 4. maí
2016 á Réttarholtsvegi má sjá tvo
málaða hringi og er hringurinn fjær
utan um örlitla holu á löngum ónýt-
um samskeytum sem eru orðin gal-
opin. Þarna er u.þ.b. 1–2ja ára gömul
malbiksbót orðin gjörónýt, þar sem
ekki hefur verið gengið rétt frá
henni.
Eftir Björn Ólaf
Hallgrímsson » Þurfa borgaryfirvöldað leita til malbik-
unarverktaka um að
svara gagnrýni á borg-
ina fyrir viðhald gatna?
Björn Ólafur
Hallgrímsson
Höfundur er lögfræðingur
og býr í Reykjavík.
Enn um steinaldarborgina Reykjavík
Ónýtt Malbiksbót sem ekki hefur verið gengið rétt frá í upphafi.
Árleg Álfasala SÁÁ hefst
í dag og stendur næstu
daga. Álfasalan er stærsta
fjáröflunarverkefni SÁÁ ár
hvert en hún fer nú fram í
27. skipti.
Líkt og undanfarin ár er
slagorð Álfasölunnar í ár:
„Álfurinn fyrir unga fólkið“.
Þannig er undirstrikuð
áhersla á meðferðarúrræði
samtakanna fyrir ungt fólk
og einnig fyrir börn og aðra
aðstandendur þeirra sem
eiga við áfengis- og vímu-
efnavanda að stríða. Frá
árinu 2000 hefur SÁÁ rekið
unglingadeild á sjúkrahús-
inu Vogi en frá því að
sjúkrahúsið var byggt hafa
yfir 8.000 einstaklingar
yngri en 25 ára lagst þar
inn.
SÁÁ veitir einnig sálfræðiþjónustu fyrir börn alkó-
hólista. Um 1.100 börn hafa nýtt þá þjónustu sem er
kostuð með tekjum af Álfinum og öðrum styrkjum.
Tekjur af Álfasölu standa líka undir þjónustu SÁÁ við
aðra aðstandendur en allir aðstandendur fólks í áfengis-
og vímuefnavanda getur fengið viðtöl, ráðgjöf og setið á
fyrirlestrum og fengið námskeið í fjölskyldumeðferð
hjá SÁÁ.
Hundruð manna um land allt starfa við Álfasöluna,
bæði einstaklingar en einnig fjölmargir hópar sem nýta
sölulaun til að kosta starfsemi á vegum íþróttafélaga og
ýmissa samtaka, hver í sinni heimabyggð.
Frá 1990 hefur Álfurinn skilað um 600 milljónum
króna sem hafa að öllu leyti runnið inn í heilbrigðisþjón-
ustu SÁÁ við áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þótt
stjórnvöld hafa stutt vel við starf samtakanna í gegnum
árin er það beinn stuðningur almennings sem hefur
gert gæfumuninn. Þjóðin hefur stutt við bakið á SÁÁ og
tryggt að samtökin geti veiti vímuefna- og áfengis-
sjúklingum og fjölskyldum þeirra eins góða þjónustu og
kostur er.
Ef ekki væri vegna stuðnings almennings þyrfti að
draga umtalsvert úr öllu starfi SÁÁ. Við sem störfum
fyrir SÁÁ erum þakklát og finnum til auðmýktar vegna
alls þess velvilja sem SÁÁ hefur notið og biðjum ís-
lensku þjóðina nú um að standa enn sem fyrr þétt við
bak samtakanna. Styðjum SÁÁ – Kaupum Álfinn!
Kaupum
Álfinn fyrir
unga fólkið
Eftir Arnþór Jónsson
Arnþór Jónsson
»Ef ekki væri
vegna stuðn-
ings almennings
þyrfti að draga
umtalsvert úr
öllu starfi SÁÁ.
Höfundur er formaður SÁÁ.