Morgunblaðið - 10.05.2016, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
✝ Oddur Guð-mundur Jóns-
son fæddist 2. jan-
úar 1926 á Ytri
Veðrará í Önund-
arfirði. Hann lést
2. maí 2016.
Foreldrar hans
voru Jóna Guðrún
Jónsdóttir ljósmóð-
ir, og Jón
Guðmundur Guð-
mundsson, bóndi.
Vegna veikinda móður sinn-
ar gat Oddur ekki alist upp hjá
henni og það varð úr að æsku-
vinkona og jafnaldra hennar,
Guðrún Þorvaldsdóttir, tók
hann í fóstur, þá aðeins 14 daga
gamlan. Guðrún bjó á Kropps-
stöðum í Önundarfirði á heimili
foreldra sinna, Kristínar Hall-
dórsdóttur og Þorvaldar Þor-
valdssonar, ásamt sex systk-
inum sínum og fór Oddur þang-
að með henni og ólst upp við
mikið ástríki á því heimili eða
þar til hann var 17 ára gamall.
Oddur fór til Reykjavíkur í
janúar 1943 ásamt fóstru sinni
ritari, gift Jóni Mar Þórarins-
syni grunnskólakennara. Dætur
þeirra eru Erna Heiðrún og
Arna Margrét. Maki Ernu er
Guðmundur Freyr Ómarsson.
Þau eiga tvö börn, Pétur Ómar
og Eydísi Jónu. Fyrir átti Jón
börnin Þórönnu og Ingvar Mar.
2) Gunnar Örn Oddsson raf-
virkjameistari, kvæntur Jillian
Janet Bredwood lögfræðingi.
Börn þeirra eru Liam Jared og
Ramla Ísabelle. 3) Elín Jak-
obína Oddsdóttir skurðhjúkrun-
arfræðingur. Elín á fjögur
börn: Gunnhildi Völu, Valgerði
Önnu og Agnesi Nínu Hannes-
ardætur og Odd Krumma
Magnússon. Gunnhildur er í
sambúð með Arnari Jan Jóns-
syni. Þau eiga dótturina Ragn-
heiði Elínu.
Oddur og Erna hófu búskap
á Lindargötu 29 en árið 1958
fluttu þau að Hjarðarhaga 15
og bjuggu þar til 1970 er þau
fluttu í Efstasund 87. Þar
bjuggu þau til 1987 og fluttu þá
á Háaleitisbraut 107. Oddur bjó
á Grund í Reykjavík frá
september 2015.
Útför Odds fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 10. maí
2016, klukkan 13.
og hóf nám í raf-
virkjun hjá Sigurði
Bjarnasyni,
rafvirkjameistara.
Námið tók fjögur
ár en á sama tíma
stundaði Oddur
nám í rafvirkjun í
Iðnskólanum í
Reykjavík og út-
skrifaðist þar á
þremur árum með
I. einkunn. Oddur
fékk sveinspróf 1947 og varð
rafvirkjameistari 1950. Oddur
vann hjá Sigurði samfleytt til
1955 utan tveggja ára sem Odd-
ur vann sem rafvirki á strand-
ferðaskipinu Heklu. Í júní 1955
réð Oddur sig til Rafmagns-
veitu Reykjavíkur sem raf-
magnseftirlitsmaður en árið
1974 varð Oddur yfireftirlits-
maður og síðan deildarstjóri til
starfsloka 1996.
Þann 28. maí 1950 kvæntist
Oddur Ernu Heiðrúnu Jóns-
dóttur en hún lést 13. maí 1989.
Þau eignuðust þrjú börn sem
eru: 1) Jóna Guðrún Oddsdóttir
Oddur tengdafaðir minn er
látinn í hárri elli, sáttur og
saddur lífdaga. Hann fæddist í
Önundarfirði og var settur í
fóstur nýfæddur. Guðrún fóstra
hans sinnti drengnum af hlýju
og kostgæfni og gaf af því sem
hún hafði. Oddur óx úr grasi og
fluttu þau til Reykjavíkur 1943.
Þar stundaði Oddur nám í raf-
virkjun og varð rafvirkjameist-
ari. Guðrúnu fórst uppeldis-
hlutverkið vel úr hendi og naut
hún samvista við fjölskyldu
Odds til æviloka. Oddur kvænt-
ist Ernu Heiðrúnu Jónsdóttur
og bjuggu þau í farsælu hjóna-
bandi þar til Erna féll frá 1989,
langt um aldur fram. Oddur og
Erna eignuðust þrjú börn, Jónu
Guðrúnu, Gunnar og Elínu Jak-
obínu og bera þau vott þess að
hafa alist upp við hlýju, gott at-
læti og traust. Ernu kynntist
ég ekki en af orðum fólksins
hennar er mér ljóst að þar fór
heilsteypt, hjartahlý og alltum-
faðmandi móðir.
Oddur starfaði mestalla ævi
hjá Rafveitunni og skilaði starfi
sínu af stakri samviskusemi og
natni.
Af samtölum við hann mátti
heyra að hann hefði notið
starfsins. Hann vann einnig
sem rafvirkjameistari á stóru
fraktskipunum og sigldi með
þeim víða um heim. Oddur naut
ferðanna en saknaði fólksins
síns þegar hann var í burtu.
Lífið gekk út á að færa björg
í bú og koma börnunum á legg.
Oddur sinnti uppeldishlutverk-
inu vel og lagði sig fram við að
kenna börnum sínum bæði til
verka og siða.
Fyrir tæpum tveimur vikum
þegar ég og Gunnar sonur hans
vorum að keyra austan úr Mýr-
dal ræddi Gunnar um föður
sinn og hvernig hann hafði
kennt honum til verka varðandi
viðgerðir og viðhald húsa, og
hversu vel það hefði gagnast
honum í lífinu. Einnig ræddi
hann um sumrin þegar hann
var á barnsaldri og minntist
tjaldferðalaga fjölskyldunnar
vítt og breitt um landið. Oddur
kenndi börnum sínum að
þekkja kennileiti og leiðir um
landið, sýndi þeim fegurstu
staðina og kenndi þeim að
veiða.
Eftir fráfall Ernu naut Odd-
ur lífsins ekki á sama hátt og
áður en þau hjón höfðu verið
afar samhent í öllu sem þau
gerðu. Oddur meiddist fyrir
átján árum og hafði af því
þrautir upp frá því. Þetta réð
miklu um til hvers hann treysti
sér og hafði þau áhrif síðustu
árin að hann fór lítið af bæ en
börn hans og barnabörn voru
tíðir gestir á heimili hans.
Hann var sérstaklega góður
heim að sækja. Alltaf var lagt á
borð og gefið með, spurt mikið
og spjallað. Aðaláhugamál
Odds voru börnin og barna-
börnin og hann var óþreytandi
að tala bæði við þau og um.
Oddur hafði brennandi áhuga á
því sem maður var að gera
hverju sinni og fylgdist vel með
bæði börnum sínum, barna-
börnum og tengdabörnum.
Oddur hafði mikinn áhuga á
landsmálunum og má segja að
hann hafi verið fréttafíkill. Þeg-
ar ég missti af fréttum vegna
anna var einfaldast og
skemmtilegast að fara til Odds
eða hringja í hann því þá fékk
maður bæði fréttirnar, skýring-
ar og skraf.
Ég kveð tengdaföður og vin
með trega og hlýju og votta
börnum hans og barnabörnum
mína dýpstu samúð.
Magnús.
Mörg voru þau skipti sem við
trítluðum upp tröppurnar á
Efstasundi 87 og hringdum
dyrabjöllunni. Oddur kom til
dyra, heilsaði hress í bragði og
bauð okkur inn. Þar tók Erna
brosandi á móti okkur. Heimili
Odds og Ernu stóð okkur
krökkunum í vinahóp Gunna og
Ellu ávallt opið. Þar áttum við
margar góðar stundir og í
minningunni finnst okkur við
hafa eytt góðum hluta ung-
lingsáranna í herbergjum Ellu
og Gunna og hlustað á tónlist.
Eftir því sem árin hafa liðið
kann maður æ betur að meta
hve dýrmætt það var að finna
hlýjuna sem ávallt stafaði frá
þeim hjónum og mikilvægi þess
að vera velkomin. Oddur var
mikill fjölskyldumaður og
bjuggu þau Erna börnum sín-
um gott heimili, sem einkennd-
ist af samheldni og stöðugleika.
Kærleiksríkt viðmót þeirra í
okkar garð skipti miklu máli á
unglingsárunum, það styrkti
sjálfsmynd okkar og kenndi
okkur að umgangast börn og
unglinga af virðingu.
Á kveðjustund minnumst við
Odds með þakklæti og sendum
börnum hans, barnabörnum og
öðrum ástvinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Svala, Anna Sigríður,
Páll Heimir og Jón Atli.
Látinn er í hárri elli kær vin-
ur og samstarfsmaður sem gott
er að minnast við ævilok.
Oddur var einstaklega minn-
ugur á liðna atburði sem tengd-
ust starfi hans hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, þar sem
hann starfaði í yfir fjörutíu ár.
Við lok starfa sinna hjá Raf-
magnsveitunni féllst Oddur á
að segja undirrituðum frá ýms-
um þáttum starfsins, sem voru
í mótun hjá fyrirtækinu og er
sú grein varðveitt í starfs-
mannablaði RR.
Það er fróðlegt og mikilvægt
að eiga slíkar heimildir. Í við-
talinu lýsir hann athyglisverð-
um verkefnum, tæknilegum að-
stæðum, vinnumarkaði og
tíðaranda. Þetta viðtal lýsir því
vel hversu sterk bönd bundust
á meðal starfsmanna gömlu
Rafmagnsveitunnar og hversu
vænt þeim þótti um störf sín og
fyrirtækið. Gríðarleg umbylting
hefur orðið í aðstæðum og
tækni á rafmagnssviðinu.
Oddur byrjaði að vinna í inn-
lagnadeild 8. júní 1955, sem þá
var til húsa í Tjarnargötu 11, í
gamla íþróttahúsinu, þar sem
nú er Ráðhús Reykjavíkur.
Skrifstofan var til húsa á
Tjarnargötu 12.
Vinnuvikan var til kl. 12 á
laugardögum og oft eftirvinna
fram á kvöld á laugardögum við
uppsetningu mæla á heimilum.
Vinnan gat verið langvarandi á
hverju heimili, Oddur, ásamt
öðrum, hafði það verk að yf-
irfara allar raflagnir á heim-
ilinu í leiðinni. Mælamaðurinn
var því oft settur inn í heimilis-
aðstæður. Mælamenn nutu
kaffiveitinga og bakaðs með-
lætis og ef heimilismenn þurftu
að fara voru lyklar afhentir
starfsmönnum, eða þeir beðnir
að læsa á eftir sér þegar þeir
færu. Traustið í garð starfs-
manna var svo mikið. Þeir sem
yfirfóru rafmagnsmál heimilis-
ins voru traustsins verðir. Eng-
in skilríki báru starfsmenn fyrr
en um 1980.
Öðru athyglisverðu verkefni
á þessum upphafsárum hans
sinnti Oddur en það tengdist
því að koma þurfti á tengingum
við skipin í höfninni til að þau
þyrftu ekki að keyra dísilvélar
sínar í höfn.
Unnið var við að koma upp
tenglakerfi svo ekki þyrfti á
sérþjónustu Rafmagnsveitunn-
ar að halda í hvert sinn sem
skip lagði að en á meðan þurfti
að sinna hverju skipi. Þessari
vinnu lauk 1983 þegar Höfnin
tók við rekstrinum.
Á þessum árum voru 220
verktakar sem höfðu rétt til að
tilkynna verk til úttektar á
Rafmagnsveitunni.
Oddur nefnir að starfsmenn
hafi verið afar lánsamir því kaf-
að var inn í rafmagnstöflur alla
daga og gæði efnis ekki alltaf
upp á marga fiska á þessum
tíma.
Aldrei upplifði hann stórslys
við þessar hættulegu aðstæður,
þótt margir þekktu til bruna á
fingrum og roða á andliti, eins
og hann lýsir.
Fjölmargt annað áhugavert
fyrir tæknimenn nefnir Oddur í
þessu viðtali í starfsmannablaði
Rafmagnsveitunnar, sem vissu-
lega er vert að skoða. Þar skil-
ur hann eftir sig merka sögu.
Minning um ljúfan dreng er
kær. Ættingjum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðmundur K. Egilsson.
Oddur G. Jónsson
Í sorginni finnur
maður oft styrk
sinn. Fallinn er
frá, allt of
snemma, elskulegur faðir minn.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar með honum, það væri efni
í heila ritgerð að skrifa það allt
saman. Þegar ég var ungur
drengur, í kringum 12 ára ald-
urinn, var pabbi eins og oft áð-
ur að keyra túrista um landið
og bauð mér að koma með.
Þetta var um hásumar og veðr-
ið gott.
Ég fór með honum að sjá all-
ar helstu perlur landsins og sá
allt sem hægt var að sjá. Pabbi
var uppfullur af fróðleik, og
fræddi mig um land og þjóð,
það sem ég veit um landið er
pabba að þakka. Þetta er tími
sem ég mun aldrei gleyma,
tvær vikur á rúntinum með
pabba, bara við tveir og útlend-
ingarnir.
Pabbi var ekki sá besti í
enskunni þannig að ég var
nokkurskonar túlkur í þessari
ferð.
En pabbi gat samt alltaf
reddað sér með enskuna, hann
bætti bara nokkrum íslenskum
Guðbrandur Ingi
Hermannsson
✝ GuðbrandurIngi Her-
mannsson fæddist
12. júní 1947. Hann
lést 11. apríl 2016.
Útför Guðbrands
fór fram 19. apríl
2016.
orðum við og
handabendingum
og allir skildu
hann, ekki vanda-
málið.
Þetta er ein
besta æskuminning
sem ég á, en þær
eru samt svo
margar og góðar
með pabba.
Minningarnar
um hann lifa í
gegnum ástvini hans um ókom-
in ár.
Hann átti marga að, öllum
líkaði vel við hann enda mikill
snillingur og fagmaður.
Alla tíð í gegnum súrt og
sætt hefur hann viljað gera allt
fyrir mig, hann hjálpaði mér
svo mikið, veit ekki hvar ég
væri án hans hjálpar, sakna
hans rosalega mikið. Hefði ég
vitað að hann ætti svona stutt
eftir hefði ég eytt öllum mínum
tíma með honum, en maður
getur ekki vitað svona hluti fyr-
irfram og ég ætla að einbeita
mér að öllum góðu stundunum.
Elsku pabbi, þú fjallmynd-
arlegi maður, fólk segir að ég
sé nánast alveg eins og þú í út-
liti og það er sannur heiður að
vera líkt við þig, þú munt lifa í
mér það sem eftir er.
Takk fyrir allt, hvíldu í friði,
þín verður alltaf sárt saknað og
ég hef örugglega ekki sagt
þetta oft. Ég elska þig ávalt,
pabbi minn.
Hermann Ingi.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SNÆBJÖRN AÐALSTEINSSON,
fyrrverandi lögreglumaður,
Barðastöðum 7, Reykjavík,
lést að morgni 29. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 11. maí klukkan 15.
.
Kristín Lárusdóttir,
Steinunn Snæbjörnsdóttir, Magnús Þórarinsson,
Aðalsteinn Snæbjörnsson, Elsa S. Bergmundsdóttir,
Lára G. Snæbjörnsdóttir, Magnús Þ. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, dóttir, systir,
tengdamóðir, amma og frænka,
JÓHANNA HÁKONARDÓTTIR,
Hólabraut 10,
Hafnarfirði,
lést á Líknardeildinni í Kópavogi þann 3.
maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. maí
klukkan 13.
.
Sigurlaug Helga Teitsdóttir, Tómas Joensen,
Sigurlaug Helga Leifsdóttir,
Leifur Hákonarson,
ömmustrákar og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN K. ÞÓRÐARSON,
múrarameistari,
Boðaþingi 12, Kópavogi,
lést að morgni miðvikudags 4. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. maí klukkan
15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellow-stúku Þorfinns
Karlsefnis.
.
Úndína Gísladóttir,
Gyða Jónsdóttir, Þorgrímur Hallgrímsson,
Guðbjörg Jóna Jónsdóttir, Eiríkur Bragason,
Sigrún Ísabella Jónsdóttir, Gísli Hjálmtýsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
KÁRI EIRÍKSSON
listmálari
lést 1. maí síðastliðinn. Útför fer fram frá
Laugarneskirkju í Reykjavík miðvikudaginn
11. maí klukkan 11.
.
Kári Kárason,
Inga Kjartansdóttir, Harpa Káradóttir,
Dagur Kári Kárason.
Ástkær sambýliskona, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
NANNA GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR,
Hlíðatúni 7,
Höfn, Hornafirði,
lést á heimili sínu 3. maí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju 14. maí klukkan 14.
.
Sigurþór Sigurðsson,
Ingólfur Bragi Valdimarsson,
Guðleif Kristbjörg Bragadóttir, Kristjón Elvarsson,
Hilmar Bragason, Dagnija Karabesko,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, og afi,
KRISTÓFER MAGNÚSSON,
tæknifræðingur,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 26. apríl sl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
.
Magnús Jón Kristófersson, Hrafnhildur Jóna Þórisd.,
Laufey Ósk Kristófersdóttir, Júlíus Finnsson,
afabörn og langafabörn.