Morgunblaðið - 10.05.2016, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
✝ Friðþjófur
Bragason, Bubbi,
fæddist í Hafnar-
firði 24. október
1954. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 1. maí
2016.
Foreldrar hans
eru Bragi Friðþjófs-
son, f. 31. júlí 1932,
og Svala Jónsdóttir,
f. 9. september
1930. Systkini Friðþjófs eru: a)
Sigurborg, f. 25. október 1950, b)
Dagbjört Jóna, f. 17. september
1952, c) Guðrún, f. 21. apríl 1956,
d. 31. janúar 2015, d) Björk, f. 14.
október 1957, e) Roger, f. 20.
október 1958.
Friðþjófur hóf sambúð með
Ellen Ásthildi Ragnarsdóttur, f.
10. janúar 1957, árið 1975. Þau
giftu sig 6. desember 2015. For-
eldrar Ellenar voru Ragnar Sig-
urður Sigurðsson, f. 2. júlí 1913,
d. 22. október 1985, og Björg Er-
lingsdóttir, f. 9. mars 1930, d. 2.
nóvember 2008. Börn þeirra eru:
1) Bragi, f. 17. ágúst
1978, d. 17. ágúst
2009. 2) Ragnar
Þórður, f. 25. jan-
úar 1982, d. 9. apríl
1982. 3) Róbert, f. 3.
febrúar 1984. 4)
Ragna Björg, f. 18.
október 1990.
Sambýlismaður
Rögnu Bjargar er
Páll Eliasen, f. 24.
janúar 1990.
Friðþjófur var í Öldutúnsskóla
í Hafnarfirði. Hann var lengst
með eigin rekstur sem sendi-
bifreiðastjóri en vann áður við
ýmis störf. Friðþjófur fékk alvar-
leg hjartaáföll hvað eftir annað
fyrir nokkrum árum og gekk
seint að leiða í ljós hvað hrjáði
hann. Það háði honum mjög.
Einnig fékk hann áverka af slys-
um í starfi. Þeir urðu ekki bættir
að fullu. Hann var því öryrki hin
síðari ár sín.
Útför Friðþjófs verður gerð
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 10. maí 2016, klukkan 13.
Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig,
og vakna upp ungur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum sig.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hljótt um barnið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Elsku bróðir minn.
Ég minnist þín best fyrir það
hvað þú varst góður í þér. Það
birtist mér á margan hátt. Við
ólumst ekki upp saman en vor-
um þó oft samvistum og áttum
góðar stundir saman. Þú varst
fjörugur og oft á hlaupum, næst-
um óstöðvandi. Þá gættir þú
ekki alltaf að þér, síst í því hvað
tímanum leið. Þú áttir erfitt með
að einbeita þér að námi, en ég
vissi þó þær stundir að þú gast
sökkt þér niður í það sem þér
þótti forvitnilegt og sá vel að þú
hafðir hæfileika til að læra af
bók. Þú varst mjög handlaginn
og leystir með hugkvæmni úr
mörgu sem aðrir hefðu gefist
upp við. Það kom sér oft vel
þegar þú fórst að vinna fyrir
þér, til dæmis í sambandi við
vélar og tæki, einkum sem
sendibílstjóri.
Þú varst alltaf ákafur safnari
og undanfarin ár, þegar þú gast
ekki lengur stundað akstur
sendibifreiðarinnar vegna veik-
inda og afleiðinga slysa, undir
þú löngum við að raða upp stóru
safni þínu og fægja alla hlutina
af mikilli natni. Mér fannst sér-
staklega vænt um þegar þú
sýndir mér safnið þitt fyrir
stuttu, þá hafðir þú raðað því
öllu upp að nýju. Við nutum
bæði þeirrar stundar.
Við hjónin trúum því að þú
sért nú í friði með þeim ástvin-
um þínum sem horfnir eru af
þessum heimi.
Við biðjum Guð um styrk
ykkur til handa, kæru Ellen, Ró-
bert og Ragna Björg, og öðrum
sem næst þér stóðu.
Sigurborg Bragadóttir og
Karl Helgason.
Friðþjófur
Bragason
✝ Árni ÁgústGunnarsson
fæddist 2. mars
1938 á Ísafirði.
Hann lést á heimili
sínu 18. apríl 2016.
Foreldrar Árna
voru hjónin Gunnar
Pálsson skipstjóri, f.
25. september 1914,
d. 19. apríl 1971, og
Salvör Ebeneser-
dóttir húsmóðir, f.
30. janúar 1917, d. 21. janúar
2004. Systkini Árna eru Gunnar
Kristinn, f. 12. ágúst 1939, og
Ebba Halldóra, f. 27. apríl 1944.
Hinn 16. júní 1968 gekk Árni
að eiga Agnesi Egilsdóttur, f. 8.
júlí 1936, kennara frá Siglufirði.
Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 4.
maí 1969, viðskiptafræðingur,
og eitt barnabarn. 4) Sveinbjörg
Sveinbjörnsdóttir, f. 17. mars
1959, kennari, maki Ólafur Þ.
Stefánsson rafmagnstæknifræð-
ingur. Börn þeirra eru Egill Már,
f. 1978, Ólöf Ásta, f. 1989, og þrjú
barnabörn.
Árni ólst upp á Ísafirði til 18
ára aldurs er hann fór í Verzl-
unarskóla Íslands og lauk þaðan
stúdentsprófi 1959. Árni útskrif-
aðist sem viðskiptafræðingur frá
Háskóla Íslands árið 1967. Hann
starfaði hjá Vinnuveitenda-
sambandi Íslands árin 1967-1972.
Árin 1972-1974 var hann fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur. Fasteignasali í
Reykjavik 1975-1976. Fram-
kvæmdastjóri Þorláksvarar hf.
og Stíganda sf. í Þorlákshöfn
1976-1978. Framkvæmdastjóri
Suðurnesjaverktaka hf. frá 1978-
1990 þegar fyrirtækið hætti
rekstri. Sjálfstætt starfandi frá
1990 til dánardags.
Útför Árna fer fram frá
Garðakirkju í dag, 10. maí 2016,
kl. 15.
maki Hlédís Sveins-
dóttir arkitekt.
Börn Gunnars eru
Agnes Eyja, f. 1993,
og Guðmundur, f.
1997. 2) Anna Guð-
rún, f. 30. nóvember
1972, lögmaður.
Dætur Önnu Guð-
rúnar og Valdimars
Sverrissonar ljós-
myndara eru Hildur
Anna, f. 2002 og
Lára Margrét, f. 2011.
Börn Agnesar af fyrra hjóna-
bandi með Sveinbirni Finnssyni,
d. 1959, eru: 3) Finnur Svein-
björnsson f. 31. janúar 1958, hag-
fræðingur, maki Dagný Hall-
dórsdóttir rafmagnsverkfræð-
ingur. Börn þeirra eru Guðrún
Halla, f. 1984, Sveinbjörn f. 1989,
Elsku pabbi minn.
Þú varst minn dyggasti stuðn-
ingsmaður. Alltaf gat ég leitað til
þín, traustur og ráðagóður
varstu.
Þú hlustaðir með ró og yfir-
vegun, bentir mér á nýja fleti, ný
sjónarhorn viðfangsefnisins og
einhvern veginn varð allt viðráð-
anlegra eftir samtal við þig. Síð-
ustu daga hef ég talað til þín og
þú hefur veitt mér styrk og hugg-
un í þeim verkefnum sem ég er að
kljást við. Ég finn sterkt fyrir
nærveru þinni og er ég þakklát
fyrir það.
Ég kveð þig, elsku pabbi minn,
með sömu orðum og þú kvaddir
mig iðulega með: „Þú veist hvað
mér þykir óskaplega vænt um
þig.“ Ég vissi það alla tíð og það
var gagnkvæmt.
Þín dóttir, (Dúan þín)
Anna Guðrún.
Elsku afi minn.
Síðustu daga hef ég verið að
hugsa mikið til þín og hversu
óraunverulegt það sé að þú sért
ekki lengur hér hjá okkur. Ég
hugsa til allra fjöruferðanna sem
ég fór með ykkur ömmu og þá
sérstaklega til þess þegar þú
skrifaðir nafn mitt með stórum
stöfum í sandinn, en það gerðir
þú alltaf.
Þegar ég var í pössun hjá ykk-
ur ömmu og amma lagði sig, þá
varst þú vanur að setjast hjá mér
og við teiknuðum saman. Amma
var alltaf með skál í ísskápnum
með súkkulaðimolum í og fékk ég
alltaf einn mola eftir hádegismat-
inn.
Það sem amma vissi ekki var
að þú gafst mér alltaf aukamola
og var ég ánægð með það.
Ég man að þegar ég var lítil
settist ég alltaf hjá þér og þú last
fyrir mig Ferdinand í Morgun-
blaðinu og hafði ég alltaf gaman
af því.
Þú kenndir mér að taka betur
eftir fallegum hlutum í nátt-
úrunni eins og til dæmis fjöllun-
um í kring, fuglunum og tunglinu,
er ég afar þakklát fyrir það.
Þú spurðir mig alltaf þegar við
hittumst hvernig ég hefði það og
hvernig mér gengi í skólanum.
Alltaf þegar við kvöddumst þá
lagðir þú hendur þínar á vanga
mína, kysstir mig á ennið, brostir
og sagðir: „Alltaf er jafngaman
að hitta þig.“ Ég vil þakka þér,
elsku afi, fyrir allar þessar góðu
stundir og þú munt ávallt fylgja
mér. Þín,
Hildur Anna.
Árni Ág.
Gunnarsson
✝ Dúfa Kristjáns-dóttir fæddist
11. ágúst 1934 á
Akureyri. Hún lést
10. apríl 2016 á
dvalarheimilinu
Hlíð.
Foreldrar henn-
ar voru Soffía Jó-
hannesdóttir, f. 22.
júlí 1899, d. 3. júní
1962, og Kristján
Jakobsson, f. 12.
október 1901, d. 25. janúar 1963.
Hún var yngst fjögurra systk-
ina. Hún var gift
Óskari Ingimars-
syni og voru þau
lengst búsett í Kot-
árgerði 2 á Ak-
ureyri. Þau áttu
saman þrjú börn,
Óskar Hauk, Krist-
ján og Rósu. Barna-
börn þeirra eru sjö
og barna-
barnabörnin eru
fjögur.
Útförin fór fram 22. apríl
2016.
Nú er Dúfa farin og við sem
heima sitjum yljum okkur við
minninguna. Dúfa var mikill
gleðigjafi og glens og hlátur
fylgdi hlýrri og góðri nærveru
hennar. Hún var dugleg að rækta
tengslin við ættmenni og fjöl-
skylduveislur voru hennar stóru
stundir. Hún undirbjó þær af
kostgæfni og allir á heimilinu
þurftu að taka þátt. Það dugði
sjaldan minna en að þrífa allt í
hólf og gólf, elda eða baka eftir
því sem við átti. Hún var hand-
lagin og lengi saumaði hún eða
prjónaði flestar flíkur sem fjöl-
skyldan gekk í eins flott og það
gat orðið. Hún hafði jafnframt
áhuga á leirkerasmíði, postulíns-
málun, vatnslitamálun og margs-
konar hannyrðum og listum.
Henni féll sjaldan verk úr hendi
og var stöðugt að reyna nýja
hluti. Dúfa reyndi fyrir sér í at-
vinnurekstri, um tíma rak hún
Sólbaðsstofu Dúfu. Hún var þó
framsýnust þegar hún fékk þá
hugmynd að leigja túristum, á
sumrin, nánast allt húsið sitt en
þá kom það fyrir að fjölskyldan
svaf á eldhúsgólfinu, svo fullt var
á stundum. Við höfum kallað
þetta Airbnb-tímabilið. Lengst af
vann hún þó með börnum og
fannst það gefa sér mikið. Dúfa
hafði gaman af spjalli og gaf sér
því oft tíma heima í stofu að
spjalla við okkur um alla heima
og geima. Þá fann maður vel hvað
maður átti góðan að. Við söknum
hennar og óskum friðar.
Óskar Haukur Óskarsson,
Kristján Óskarsson,
Rósa Óskarsdóttir,
barnabörn og
langömmubörn.
Dúfa Kristjánsdóttir
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR INGIBJARGAR
LÁRUSDÓTTUR,
Diddu á Bakka.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Guð blessi ykkur.
.
Lárus Björgvin Jónsson, Sigrún Zophoníasdóttir,
Bjarni Jónas Jónsson, Olga Jónsdóttir,
Jakob Jóhann Jónsson, Katrín Líndal,
Sveinn Eggert Jónsson, Ólafur Þórir Hansen,
Jón Baldvin Jónsson, Lilja Björg Gísladóttir,
ömmu- og langömmubörn.Áskær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR KRISTINN DANÍELSSON,
Sautjándajúnítorgi 7,
Garðabæ,
andaðist þann 24. apríl á líknardeild
Landspítala. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og
vinarhug.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Karítas og starfsfólks
Líknardeildar, Kópavogi.
.
Pálína Karlsdóttir,
Kristján Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Kristín Sigurðardóttir, Pétur Hugus,
Pálína Harðardóttir,
Ása Dís Kristjánsdóttir, Anton Hilmarsson,
Sigurður Kristjánsson.
Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall og
útför
MEKKÍNAR GUÐNADÓTTUR
frá Sigtúnum,
Eyjafjarðarsveit.
Sérstakt þakklæti sendum við starfsfólki á
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
.
Bjarni Kristjánsson, Elísabet Guðmundsdóttir,
Gunnar Kristjánsson, Oddný Vatnsdal,
Jón Guðni Kristjánsson,
Sigrún Kristjánsdóttir, Haraldur Hauksson,
Helga Sigrún Harðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samhug og stuðning við andlát
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MARGRÉTAR HALLGRÍMSDÓTTUR
frá Dynjanda í Jökulfjörðum,
lengst búsettrar á Þverá í Ólafsfirði,
seinast Efstalandi 12, Reykjavík.
.
Kristín Halla Marinósdóttir, Stefán Marinósson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HELGA SIGURÐARDÓTTIR,
Þorláksgeisla,
Reykjavík,
lést þann 21. apríl. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum
auðsýnda samúð og hlýhug.
.
Gunnar Þór Haraldsson, Svava S. Ragnarsdóttir,
Vormur Þórðarson,
Theodóra S. Theodórsdóttir, Bjarni Þór Ólafsson
og barnabörn.
Systir okkar, mágkona og frænka,
HELGA SIGURLÍNA KARLSDÓTTIR,
Lækjartúni 16,
Akureyri,
lést þann 29. apríl á Dvalarheimilinu Hlíð.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 11. maí klukkan 13.30.
.
Erna T. Karlsdóttir,
Ragnheiður S. Karlsdóttir,
Jón Emil Karlsson,
Svala Karlsdóttir,
Sveinn Karlsson
og fjölskyldur.
Okkar elskulega amma, lang- og
langalangamma,
KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Bláskógum 11,
Hveragerði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
fimmtudaginn 5. maí sl.
.
Kristján H. Lárusson, Hrönn Waltersdóttir,
Lárus H. Kristjánsson, Ragnheiður Magnúsdóttir,
Rúnar K. Kristjánsson, Linda Jóhannsdóttir,
Sonja Ó. Kristjánsdóttir, Örlaugur Á. Magnússon,
Guðjón Ó. Kristjánsson, Karen B. Sigríðardóttir,
Hera Guðmundsdóttir
og barnabarnabörn.