Morgunblaðið - 10.05.2016, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
Við Jón bróðir og fjölskyldur
þökkum langa og gefandi sam-
fylgd árin öll og sendum fjölskyld-
um Laugu og Jóns Gunnars sam-
úðarkveðjur.
Jóhannes Torfason.
Í dag kveðjum við móðurbróð-
ur minn, Jón Gunnar Tómasson,
eða Nóna eins og hann var ávallt
kallaður í fjölskyldunni. Hann var
ásamt tvíburasystur sinni, Maríu
Kristínu, elstur í fimm systkina
hópi þeirra hjóna Tómasar Jóns-
sonar borgarritara og Sigríðar
Thoroddssen húsfreyju.
Þetta er samheldin fjölskylda
og þegar ég ólst upp voru sam-
skiptin tíð, farið í ferðalög saman,
stunduð útivist og fjölmenn fjöl-
skylduboð haldin um hátíðar. Það
var alltaf tilhlökkunarefni að
koma heim til Jóns og Laugu
konu hans. Þau hjónin voru einkar
samrýnd og samstíga og áttu fal-
legt heimili og tóku höfðinglega á
móti fólki. Leikir eru í hávegum
hafðir í fjölskyldunni og í gegnum
tíðina hafa þeir verið stundaðir af
kappi í fjölskylduboðum og þá
takast háir sem lágir á og ekkert
gefið eftir. Og þótt Jón hafi vissu-
lega setið á miklum virðingarstalli
í þessum selskap, var kappið, eða
keppnisskapið, svo sannarlega til
staðar. Má jafnvel segja að þar
hafi verið ríkulega skammtað, en
alltaf þó með góðri blöndu af fjöri
og glettni.
Þegar ég fór sem strákur að
spila golf fékk ég stundum að
fljóta með honum og ógleyman-
legar eru golfkeppnir þar sem
þeir feðgar, Jón Tómasson og
Tómas Jónsson, attu kappi við
okkur frændur, Sigurð Tómasson
og Tómas Sigurðsson. Það var
taugastríð fram á síðasta högg,
kryddað glettnum athugasemd-
um og kímni.
Þegar elsti sonur okkar, Sig-
urður, fór svo að spila golf voru
þau hjónin dugleg að kippa honum
með sér á völlinn og sinntu honum
afskaplega vel. Fyrir það, sem og
allt annað sem hann hefur verið
okkur, erum við afar þakklát.
Eflaust minnast margir Jóns
sem formfasts og virðulegs emb-
ættismanns, sem hann vissulega
var. En hann gaf sér tíma til að
fylgjast með og skiptast á skoð-
unum við okkur sem yngri vorum
og honum kannski ekkert endi-
lega alltaf sammála. Á sínum tíma
þóttu mér áform um byggingu
ráðhúss við Tjörnina mikið órétt-
lætismál. Hann hafði veður af
þessu og bauð mér í heimsókn á
skrifstofuna sína til að sýna mér
teikningar og í leiðinni segja mér
sögur af afa mínum, en Jón var þá
í sömu skrifstofu og hann hafði
haft um árabil, á horni Austur-
strætis og Pósthússtrætis. Eftir
langt og gott spjall hvarf ég af
braut handviss um að ráðhúsið
þyrfti að rísa og nokkrum
skemmtilegum sögum fróðari um
það hvernig flækjumál í borgar-
kerfinu hefðu verið leyst hér áður
fyrr og hvar gagnlegustu leyni-
hólfin væru í gömlu innréttingun-
um á borgarskrifstofunum.
Ég þakka fyrir góðar samveru-
stundir gegnum árin, vináttu,
skemmtilegheit og gagnlegar um-
vandanir sem alltaf voru settar
fram af hlýju og góðum hug. Fjöl-
skyldu Nóna sendum við Ólöf og
krakkarnir okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Tómas Már Sigurðsson.
Jón G. Tómasson var skrif-
stofustjóri borgarstjórnar
Reykjavíkur þegar ég settist þar
á bekk sumarið 1974. Ég var
borgarfulltrúi í 20 ógleymanleg ár
og sótti mjög á fyrstu árunum í
smiðju Jóns.
Jón naut að verðleikum álits í
borgarkerfinu og þeir embættis-
menn voru til sem sýndu honum
óttablandna virðingu. Kjörnir
fulltrúar báru til hans traust,
sama úr hvaða röðum þeir komu.
Síðar varð Jón borgarlögmaður
og nýttust hæfileikar hans þar
einkar vel, lögfræðiþekking af
bestu gerð, öguð vinnubrögð, eft-
irfylgni, nákvæmni og festa.
Reykjavíkurborg varð seint
hlunnfarin færi Jón með mál
hennar.
Það kom í minn hlut að leggja
til að Jón tæki við stöðu borgarrit-
ara, þegar sá góði maður, Gunn-
laugur Pétursson, hætti vegna
aldurs. Borgarritari var æðsti
embættismaður borgarinnar,
næstur á eftir borgarstjóra og var
jafnframt staðgengill hans.
Jón G. Tómasson var hús-
bóndahollur maður, en þó í sér-
stökum skilningi. Hagsmunir
borgarinnar og velferð hennar
skipuðu húsbóndasætið, öllum
öðrum ofar. Það skipti ekki máli
hvaðan erindin bárust, frá borg-
arstjóra, öðrum embættum eða
utan að. Allir skyldu sæta því að fá
útlistað hverjir væru hagsmunir
borgarinnar í málinu og hvað
kynni að liggja utan þeirra marka
sem menn gætu leyft sér að mati
borgarritara. Það var ekki al-
gengt að haldið væri fram með
mál sem Jón hafði gert alvarlegar
athugasemdir við. En í þeim til-
vikum sem bærir aðilar héldu sínu
striki og fylgdu formreglum, eftir
að hafa farið í gegnum athuga-
semdir Jóns, fylgdi hann tillögun-
um eftir það eins og þær væru
hans eigin.
Jón var borginni mjög drjúgur,
bæði orðspori hennar og fjárhags-
legri stöðu. Árið 1994 var Jón
skipaður ríkislögmaður, sem er
þýðingarmikið embætti í ríkis-
rekstrinum, og hefur í raun mjög
sjálfstæða stöðu, þótt embættið
vinni náið með ýmsum ráðuneyt-
um og stofnunum, ekki síst þeim
sem falla undir fjármálaráðherra.
Jón var ekki síður farsæll í hinu
nýja starfi en í hinum fyrri. Hann
reyndist sami happafengur fyrir
ríkið og borgina áður.
Við Ástríður áttum margar
góðar stundir með þeim Jóni og
Sigurlaugu, sem voru samrýnd og
góð hjón sem notalegt var að vera
með utan hins daglega amsturs.
Sigurlaug fór aðeins fyrr og nú
hafa þau bæði horfið úr heimi.
Þeirra er saknað.
Davíð Oddsson.
Það er með hlýhug að ég rita
þessi minningarorð um vin minn
Jón G. Tómasson. Leiðir okkar
lágu saman þegar ég hóf störf á
borgarskrifstofunum fyrir 30 ár-
um. Ég hafði heyrt að Jón væri
einn vandaðasti og besti embætt-
ismaður í íslensku stjórnkerfi.
Það reyndist rétt. Eftir því sem ég
kynntist honum betur komst ég
að raun um að þar var ekkert of-
sögum sagt.
Þegar Jóni sem borgarritara
áskotnaðist einhver vitneskja um
viðkvæm borgarmálefni þá tjáði
hann meirihlutanum að hann
myndi skýra minnihlutanum frá –
ólíkt því sem tíðkast í svokölluðum
opnum og lýðræðislegum stjórn-
kerfum seinni tíma. Jón taldi, sem
rétt er, að allir borgarfulltrúar
ættu jafnan rétt á öllum upplýs-
ingum.
Smátt og smátt þróaðist góð
vinátta milli okkar. Þær urðu
margar skíða- og golfferðirnar
sem við hjónin fórum í með Jóni
og Sigurlaugu. Þar kom fljótt í
ljós að Jón var einstaklega mikill
keppnismaður. Sérstaklega er
minnisstæð keppni okkar við þá
Peter Salmon og Ómar Kristjáns-
son, sem eru báðir lág-
forgjafarmenn í golfi. Það gladdi
Jón óskaplega að við fórum með
öruggan sigur af hólmi eftir
þriggja ára keppnistímabil. Svip-
að var í bridsspilamennskunni.
Jón var alltaf einarður og flug-
skarpur og keppnisskapið á rétt-
um stað.
Þótt ekki hafi farið hátt var Jón
helsta driffjöðrin að byggingu
golfvallarins að Korpúlfsstöðum.
Af þeirri framkvæmd var Jón
stoltur og hafði á orði að sennilega
vildi hann helst að sín yrði minnst
fyrir það verk.
Á seinni árum urðu samveru-
stundirnar fleiri og fleiri í Gríms-
nesinu og var alltaf yndislegt að
sækja Laugu og Jón heim í sum-
arbústaðinn. Oft var spilað golf
með Stefáni Hermannsyni og Kol-
beini Péturssyni og svo grill og
gleði að leikslokum. Utan um allt
þetta hélt svo hún Lauga sem
breiddi yfir umhverfið allt ein-
stakan kærleik og hlýju.
Við Kristín sendum Helgu,
Tómasi, Sigríði og aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Jónsson.
Fyrir hartnær níu tugum ára
stendur lítill drengur í varpanum
hjá bárujárnsklæddu húsi vestur
undir sjó á holti sem enn er kennt
við Grímstaði. Pilturinn horfir
fyrst til vesturs – á sjóinn sem
stutt undan fellur að grýttri fjöru
og yfir á nes þar sem honum hafði
verið tjáð að lægju hans rætur.
Eftir að hafa horft um stund á
þessa strönd handan fjarðarins og
svart grjótið í fjörunni beindi
hann sjónum í átt að landinu í
austri og norðri og í norðrinu,
langt á bak við há fjöll, lágu aðrar
rætur og sumar mjög djúpt. Nær í
austri voru mörg lágreist hús –
bær sem var að verða til og dreng-
urinn segir við sjálfan sig: „Þó
þarna séu bara melar og holt og
kannski vatnsmýri þá er þetta
mitt land – þetta er minn bær og
þetta verður mín borg – hér ætla
ég að vera þegar ég verð stór.“
Þessi texti var ritaður árið 2000
í aldarminningu Tómasar Jóns-
sonar föður Jóns Gunnars Tóm-
assonar mágs míns sem hér er
minnst – þeir áttu sömu rætur og
þeirra saga tengdist borginni á
svipaðan hátt og borgin var þeirra
borg beggja.
Og Jón ólst upp í borginni, ung-
ur á Túngötunni og síðar til full-
orðinsára á Víðimelnum þar sem
foreldrar hans byggðu sér bólstað
til framtíðar. Á Víðimelnum var
glaður hópur að alast upp og
nema fræði til að geta unnið landi
sínu gagn á þeim árum sem í hönd
fóru.
Jón Tómasson lauk námi í lög-
ræði við Háskóla Íslands og við-
bótarnámi vestur í Bandaríkjun-
um. Alvörustarfsferill Jóns hefst
sem sveitarstjóri hjá Seltjarnar-
neshrepp. Sagan segir að á fyrstu
árum þar hafi kapp og nákvæmni
Jóns verið svo með eindæmum að
hann hafi hringt í endurskoðenda
Seltjarnarnesbæjar á nýársdag til
að endurskoða reikninga liðins
árs.
Eftir fá ár á Nesinu venti þó
Jón kvæði í kross og gerðist lög-
reglustjóri og jafnframt sveitar-
stjóri í Bolungarvík. Reyndist
hann afburða traustur í öllum sín-
um verkum í Víkinni og þar að
auki svo mikill landsbyggðarmað-
ur að okkur hinum óbreyttu í
dreifðum sveitum fannst næstum
nóg um. En borgin átti sín tök í
Jóni og einn daginn var ekið á Ós-
hlíð og um firði – alla leið í Austur-
stræti og hafin vinna hjá borginni
sem ól hann – hafði enda ætíð
skynjað að þar yrði hans vett-
vangur til starfa.
Jón fastnaði sér konu um það
bil er hann hafði lokið námi. Hún
var frá Garðskaganum þar sem
landið er flatt en fólkið svipmikið
og meir í ætt við ölduna við
ströndina en landið og þannig var
hún Sigurlaug kona Jóns – komin
af útgerðarmönnum og skörung-
um til orðs og æðis. Þau voru sam-
hent hjón, meir en daglegt er, og
oftast nefnd bæði í einu, Nóni og
Lauga, en svo voru þau kölluð af
þeim er best þekktu. Þau reistu
sér hús í Fossvoginum og þangað
var gott að koma og þar ólust upp
börn þeirra þrjú Helga, Tómas og
Sigríður María.
Að starfstíma loknum áttu þau
Lauga og Nóni marga góða daga í
sumarbústaðnum við Sogið og á
ferðalögum með góðu fólki og við
dvöl þar sem leikið var golf.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín þakka allar góðar
samverustundir á liðnum dögum
og sendum börnum og öðrum ætt-
ingjum og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Jóhannes Sigvaldason.
Látinn er samstarfsmaður okk-
ar og vinur, Jón G. Tómasson. Við
minnumst hans með hlýju og
þakklæti. Jón var skipaður ríkis-
lögmaður 1994 og tók til starfa í
desember það ár. Hann var skarp-
greindur, skipulagður í öllum
vinnubrögðum og afkastamikill.
Það vafðist ekki fyrir Jóni að taka
ákvarðanir. Hann tók alla emb-
ættisfærslu sína alvarlega. Það
var heldur ekki laust við keppn-
isskap á stundum. Hann var okk-
ur ljúfur vinnufélagi. Stundum
hæðinn og hló innilega.
Þegar Jón fékk lausn frá emb-
ætti að ósk sinni samdist honum
svo um að flytja til enda þau
dómsmál sem hann hafði þá til
meðferðar. Við nutum því sam-
vista við hann í drjúgan tíma til
viðbótar og hann heimsótti okkur
oft og einatt eftir að síðasta málið
var í höfn. Hann kom færandi
hendi með randalínu og sitthvað í
gogginn, spjallaði við okkur og sló
á létta strengi. Hann stóð alltaf
upp eftir veikindi og áföll síðustu
árin, enda hraustur að upplagi.
Eitt skiptið kom hann þó niðurlút-
ur og sár, en Sigurlaug eiginkona
hans hafði þá látist. Við sáum að
Jón yrði aldrei samur aftur, svo
ákaflega þungbær var honum
þessi missir.
Við þökkum fyrir samfylgdina
og vinskapinn. Börnum hans og
fjölskyldu sendum við hugheilar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Jóns G. Tómassonar.
Einar Karl, Guðrún Margrét,
Skarphéðinn og Stefanía.
Góður vinur og samstarfsmað-
ur í mörg ár er fallinn frá. Leiðir
okkar Jóns G. Tómassonar lágu
saman á borgarskrifstofunum. Á
borgarstjóraárum mínum var
hann einn minn nánasti sam-
starfsmaður, samviskusamur,
skarpur lögfræðingur og ná-
kvæmur í öllum embættis-
færslum. Það var gott að vinna
með Jóni.
Þegar ég hætti hjá borginni
tókum við okkur saman fjórir
samstarfsmenn og fórum í veiði-
túra með konum okkar. Lengst af
veiddum við í Fróðá á Snæfells-
nesi og áttum þar margar góðar
stundir.
Við kölluðum okkur Fróðár-
klúbbinn. Eitt árið tókum við okk-
ur til og héldum til London og
Egyptalands.Við fórum á knatt-
spyrnuleik í London og upplifðum
síðan þær stórkostlegu minjar
sem Egyptaland hefur upp á að
bjóða og einstaklega fjölbreytt
mannlíf. Þeir dagar gleymast
seint og oft höfum við rifjað þá
upp síðan.
Eitt sumarið fór hópurinn til
Skotlands og ferðaðist um skosku
hálöndin. Þar gistum við í köstul-
um, nutum náttúrufegurðarinnar,
heimsóttum viskíverksmiðjur og
auðvitað höfðu Jón og Lauga golf-
settið með en það var ávallt hluti
af þeirra farangri.
Síðan tókum við okkur til og
ferðuðumst um Ísland og tókum
ákveðinn landshluta fyrir á hverju
sumri, skoðuðum sögustaði og
náttúruminjar og upplifðum fólkið
og landið.
Jafnframt hittumst við á heim-
ilum hvers annars a.m.k. einu
sinni á vetri. Þessi ævintýri okkar
stóðu yfir í næstum 35 ár.
Það skyggði þó á að skörð
komu í hópinn. Fyrstur féll frá
Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgar-
verkfræðing,ur á besta aldri. Því
næst Sigurlaug Aðalsteinsdóttir,
kona Eggerts Jónssonar borgar-
hagfræðings. Hún féll frá í blóma
lífsins. Fyrir um tveimur árum
andaðist svo Sigurlaug Jóhannes-
dóttir (Lauga), kona Jóns G. Tóm-
assonar. Helmingur hópsins er
því fallinn frá.
Andlát Sigurlaugar fékk mjög
á Jón G. Tómasson enda voru þau
einstaklega samhent hjón. Hann
virtist ekki ná sér á strik eftir það.
Síðustu árin voru honum því erfið.
Við Sonja söknum góðs vinar og
sendum okkar bestu samúðar-
kveðjur til hans nánustu ættingja.
Birgir Ísl. Gunnarsson.
Við Jón Gunnar, alltaf nefndur
Nóni í okkar hópi, settumst sam-
an í 1. bekk Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1945, eða fyrir
rúmum 70 árum þá rétt sloppnir
frá æskuárunum og að flestu leyti
óharðnaðir. Hann var algert borg-
arbarn og ég sveitabarn, þótt ég
hefði setið í barnaskóla í borginni.
En eitthvað var það sem tengdi
okkur, þannig að við gengum í
fóstbræðalag og skiptumst á
5-eyringum því til staðfestingar.
Þessa 5-eyringa höfðum við alltaf
með okkur í próf og þeir áttu þátt í
því að við féllum aldrei, hvort sem
var árin í MR eða í HÍ. Þessi vina-
tengsl stóðu alltaf til hinstu stund-
ar, aldrei man ég eftir að við
ræddum þau enda sjálfsagt mál
sem þarfnaðist ekki endurskoðun-
ar. Hver þessi tengsl voru er ekki
alveg ljóst en mig grunar ástæðu
þeirra sem var og er okkar einka-
mál.
Ég kom mikið á Víðimelinn,
húsráðendur, Sigríður og Tómas,
voru mér góð og Tómas bauð mér
oft inn á kontórinn sinn til við-
ræðna sem mér þótti vænt um og
gaf mér sjálfstraust.
Við eignuðumst einstakar eig-
inkonur, Laugu og Önnu Möggu,
og með þeim áttum við okkar góðu
börn.
Við Nóni völdum hvor sína leið í
háskólanum en fylgdumst ávallt
vel hvor með öðrum, í námi og
störfum og fjölskyldumálum,
hvort sem var varðandi lögfræði-
leg efni, heilsufar fjölskyldnanna
eða annað í okkar lífi.
Árið 1986 féll einn bekkjar-
bræðra okkar, Axel Einarsson,
frá og eftir sátu þeir þrír, Nóni,
Matthías Á. Mathiesen og Rúnar
Bjarnason í bridsklúbbi, sem
hafði verið stofnað til á skólaárun-
um. Vegna áskorana þeirra um
þátttöku sem nýr fjórði maður tók
ég boðinu en gallinn var sá að ég
var alveg óreyndur. Var því send-
ur í bridsskóla og þóttist kunna
nokkuð eftir það en það reyndist
allt vitlaust sem ég gerði enda
spiluðu þeir eftir einhverju heima-
löguðu Vínarsagnkerfi ættuðu af
Víðimelnum. Mér fannst Nóni oft
sjá mín spil í gegnum bakhlið
þeirra en hann las og vann úr
sögnunum á sama hátt og hann
gerði í öðrum verkum sínum.
Klúbburinn leið undir lok með
veikindum Matta árið 2010.
Við hjónin sendum systkinum
og börnum Nóna og fjölskyldum
þeirra kærar kveðjur og þakkir
fyrir samstöðu alla tíð.
Jónas Hallgrímsson.
Með Jóni G. Tómassyni hverfur
á braut einstakur samferðamaður
og góður vinur. Ég var með hon-
um og undir hans forystu sem
stjórnarformanns í stjórn Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis í
25 ár. Á svo löngum ferli kynntist
ég Jóni vel og fann hvern mann
hann hafði að geyma.
Jón var formaður í stjórn
SPRON í nær þrjá áratugi. Það
tímabil má með réttu nefna
blómaskeið sjóðsins. Starf stjórn-
arformanns getur verið bæði flók-
ið og vandasamt og kom þar vel í
ljós hve fær lögmaður hann var og
vel metinn, mannvinur og heiðar-
legur í alla staði. Nám hans við
Columbia-háskólann í New York
reyndist honum farsælt vega-
nesti. Það mátti treysta því að öll
mál sem hann lagði fyrir stjórnina
væru vel ígrunduð og undirbúin.
Hann var fastur fyrir en aldrei
ósanngjarn.
Og vel kom sér löng og fjöl-
breytt reynsla hans af störfum
fyrir Reykjavíkurborg og ríki,
sem sveitarstjóri á Seltjarnarnesi
og lögreglustjóri í Bolungarvík.
Ég tel að tíminn í Bolungarvík
hafi verið honum eftirminnilegur
því að oft minntist hann á veru
sína þar. Lengstur var starfsaldur
hans sem borgarlögmaður og
borgarritari. Störf hans sem rík-
islögmaður og lögmaður sem oft
var kallaður til hæstaréttar til að
leggja sitt lóð á vogarskálar sýna
enn fremur hve vel hann var met-
inn í lögmannsstétt.
Við vorum heppnir að kynnast
frábæru fólki sem var í stjórn
SPRON um lengri eða skemmri
tíma. Framkvæmdastjórn sjóðs-
ins var undir styrkri stjórn Bald-
vins Tryggvasonar, og síðar Guð-
mundar Haukssonar. Þetta var
samheldinn hópur sem bar hag
sjóðsins fyrir brjósti. Frá upphafi
var lögð áhersla á að samhugur
ríkti meðal starfsmanna. Enda
hélst sjóðnum vel á góðu starfs-
fólki sem ílengdist í starfi og leiddi
til þess að starfsandinn þróaðist á
löngum tíma og var afar góður og
metnaðarfullur. Auk þessa góða
starfsanda skapaðist hefð fyrir því
að SPRON veitti fjölmörgum
samfélagsmálum víðtækan stuðn-
ing.
Samskipti voru góð utan
stjórnarfunda og naut Jón sín vel
og var glaður á góðri stund. Þau
Sigurlaug og Jón voru höfðingjar
heim að sækja og eigum við ynd-
islegar minningar af þeim vina-
fundum.
Þegar ég hugsa til baka til okk-
ar langa samstarfs sem aldrei bar
skugga á er mér söknuður í huga
og eftirsjá. Ég minnist með þakk-
læti vináttu og trausts Jóns G.
Tómassonar. Við Sigríður sendum
innilegar samúðarkveðjur til
barna Jóns, þeirra Helgu Matt-
hildar, Tómasar og Sigríðar Mar-
íu og fjölskyldunnar allrar.
Hjalti Geir Kristjánsson.
Með fráfalli Jóns G. Tómasson-
ar er einstakur heiðursmaður fall-
inn frá.
Þegar Jóns G. Tómassonar er
minnst koma hugtökin virðing og
traust fyrst upp í hugann. Jón var
stjórnarformaður í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis lengur
en nokkur annar, eða í 28 ár. Leið-
ir okkar lágu saman þegar ég var
ráðinn í starf sparisjóðsstjóra, ár-
ið 1996. Samstarf hans við aðra
stjórnarmenn og starfsfólk
SPRON var til mikillar fyrir-
myndar. Hann var traustur og
skipulagði störf sín vel. Jón kynnti
sér mjög vel þau mál sem til um-
ræðu voru á vettvangi stjórnar og
mótaði afstöðu sína til þeirra á
eigin forsendum. Hann sinnti
starfi sínu af áhuga og hafði mik-
inn metnað fyrir starfi sparisjóðs-
ins. Jón bjó að mikilli reynslu úr
störfum sínum fyrir ríki og sveit-
arfélög og bar glöggt skyn á allt
starfsumhverfi sjóðsins. Þegar við
bættust miklir hæfileikar hans á
vettvangi lögfræði og mikil
reynsla á sviði stjórnunar gat
hann miðlað okkur sem með hon-
um störfuðu af víðsýni sinni og
fagmennsku. Jón var kröfuharður
gagnvart þeim sem með honum
unnu. En það samstarf var ljúft
enda gerði hann ævinlega mestar
kröfur til sjálfs sín. Þegar Jón
hafði myndað sér skoðun á málum
og tjáð sig um þau var sem þau
orð væru meitluð í stein. Hann var
orðheldinn og lét ekki undan
þrýstingi á ákvarðanir sínar. Við
rekstur á fjörmiklu fjármálafyrir-
tæki koma óhjákvæmilega þær
stundir að deilur skapist um ein-
hver mál.
En með slíkt bakland sem Jón
mótaði gátu starfsmenn tekist á
við öll verkefni sem þeir stóðu
frammi fyrir.
Jón ræktaði ekki bara starf sitt
í fundarherbergi stjórnar. Hann
gerði sér far um að kynnast
starfsfólki SPRON með heim-
sóknum á vinnustaði þess og átti
spjall við þá starfsmenn sem hann
hitti.
Hann sótti ævinlega árshátíðir
sparisjóðsins með konu sinni, Sig-
urlaugu heitinni, og þar voru þessi
samrýndu, fallegu og vinsamlegu
hjón ævinlega hrókar alls fagnað-
ar.
Því miður verðum við hjónin
erlendis þegar jarðaför Jóns fer
fram og náum við ekki að kveðja
hann þar en það er með mikilli
virðingu og væntumþykju sem við
minnumst Jóns G. Tómassonar.
Blessuð sé minning þeirra hjóna,
Sigurlaugar og Jóns.
Guðmundur Hauksson og
Áslaug Björg Viggósdóttir.