Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Hjördís Björnsdóttir er frá Úthlíð í Biskupstungum og er ís-lenskufræðingur að mennt. „Ég hef verið svo heppin að fátækifæri til að starfa við nokkur af kraftmestu fyrirtæki landsins og alltaf hef ég fengið starfið vegna þess að ég hef þetta BA- próf í íslensku. Núna síðustu 10 árin hef ég unnið við netviðskipti hjá Íslandsbanka og fengið að taka þátt í mjög mörgum mjög spennandi verkefnum hjá bankanum, tekið þátt í nafnabreytingum, fengið að vera í fjölmörgum deildum og með marga mjög skemmtilega yfir- menn, en ég hef öll þessi ár setið í sama gráa stólnum.“ Eiginmaður Hjördísar til 28 ára er Þorsteinn Sverrisson, tölv- unarfræðingur hjá Advania. Synir þeirra eru Ágúst Flóki, Björn og Unnar Geir. Í frístundum sinni ég fjölskyldufyrirtækinu Ferðaþjónustunni í Út- hlíð sem við hjónin rekum ásamt fjölskyldunni. Við hjónin spilum líka golf með góðum vinum reglulega og svo erum við ótrúlega dugleg að skokka stutt Núna erum við Þorsteinn á ferðalagi með Hrönn Greipsdóttur frænku minni um Kaliforníu og Sigurði Skagfjörð eiginmanni hennar. Á afmælisdaginn verðum við stödd í Carmel-héraði á stað sem kallast Monterey. Við höfum þegar pantað okkur golfhring og svo ætlum við að halda daginn hátíðlegan með fjölbreyttum hætti. Ég verð svo hepp- in að ná því að verða 49 ára 7 klukkustundum lengur en ef ég hefði verið í Úthlíð þennan dag.“ Fjölskyldan Í áttræðisafmæli föður Hjördísar, Björns í Úthlíð. Verður 49 ára sjö tímum lengur Hjördís Björnsdóttir er fimmtug í dag R agnheiður fæddist í Reykjavík 10.5. 1956 og átti heima í Laugar- neshverfinu á bernsku- árunum: „Á sumrin vorum við í bústað móðurforeldra minna við Hólmsá í Mosfellssveit, þar sem sumur bernskunnar liðu í samveru með stórfjölskyldunni og leik frændsystkina.“ Ragnheiður lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1972, stúdentsprófi sem dux scholae frá fornmáladeild MR 1976, lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá lagadeild HÍ 1982 og stundaði framhaldsnám í refsirétti og afbrotafræði við Krim- inalistisk Institut við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla: „Þar kynntist ég norrænni samvinnu á sviði refsiréttar og eignaðist marga af mínum bestu starfsfélögum og vinum.“ Þegar heim kom varð Ragnheiður dómarafulltrúi við sakadóm Reykja- víkur og síðan fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, en hóf jafn- framt kennslu og rannsóknir í refsi- rétti við lagadeild HÍ árið 1984. Hún varð lektor við lagadeildina 1989, dósent 1995 og prófessor í lögum 1.1. 2000, fyrst íslenskra kvenna. Ragnheiður sat í fyrstu stjórn Rannsóknarstofu í kvennafræðum við HÍ 1990-92, í kennslumálanefnd háskólaráðs 2003-2008, námsnefnd lagadeildar 2003-2007, meistara- námsnefnd lagadeildar 2005-2010 og stjórn Lagastofnunar HÍ frá 2005, þar af stjórnarformaður frá 2013. Hún var í prófnefnd verðbréfamiðl- ara 1993-96 og hefur verið formaður náðunarnefndar frá 1993. Ragnheiður er mjög virkur þátt- takandi í norrænu og alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi á fræðasviði sínu. Hún var fulltrúi Íslands í Nor- ræna sakfræðiráðinu (Nordisk Sam- arbejdsråd for kriminologi) 1998- 2012, varaformaður 2007-2009 og formaður 2010-2012. Hún hefur dvalið við rannsóknir í háskólum á Norðurlöndum, Þýskalandi, Eng- landi og Bandaríkjunum. Ragnheiður á að baki langan rit- feril og hefur birt bækur, fjölda bók- arkafla og fræðiritgerða, heima og erlendis. Helstu rannsóknarsvið hennar eru kynferðisbrot, hvort tveggja, löggjöfin og framkvæmd hennar, refsingar og önnur viðurlög vegna afbrota, viðurlagapólitík og umhverfisrefsiréttur. Á bernskuheimili Ragnheiðar var klassísk tónlist í hávegum höfð. Fað- ir hennar spilar á píanó, og þær syst- urnar lærðu á hljóðfæri. Báðar dæt- ur hennar spila á píanó, og sú eldri einnig á selló og sú yngri á fiðlu og Ragnheiður Bragadóttir, lagaprófessor við HÍ – 60 ára Með dætrum og dótturdóttur Frá vinstri: Ragnheiður yngri, Katla, dóttir hennar, afmælisbarnið, Bjarni og Unnur. Þurfum umfjöllun um tengsl siðferðis og laga Matthildur María Jónsdóttir, Alfa Magðalena Frost og Þórhildur Sara Jónas- dóttir, sem eiga heima í Stykkishólmi, söfnuðu 7.579 krónum til að styrkja mannúðarstarf Rauða krossins. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isHAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.