Morgunblaðið - 10.05.2016, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Ólafur Ragnar hættur við …
2. „Svo fékk ég ekkert“
3. Guðni Th. með afgerandi forystu
4. Greta færist ofar hjá veðbönkum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarkonurnar Elín Ey, Myrra
Rós og hin írska Rosa Nutty halda
tónleika saman á Café Rosenberg í
kvöld kl. 21. Nutty er ung, írsk vonar-
stjarna á hraðri uppleið og flytur
angurværa tónlist með þjóðlegum
írskum undirtóni. Hún talar gelísku
reiprennandi og bregður því forna
tungumáli gjarnan fyrir sig. Nutty
hefur vakið athygli fyrir færni sína á
gítar, kraftmikinn söng og hugvekj-
andi textagerð.
Ljósmynd/Francesco Taurisano
Elín, Myrra og Nutty
saman á Rosenberg
Tríó píanóleikarans Önnu Grétu
Sigurðardóttur leikur á djasskvöldi
Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Auk
Önnu skipa tríóið Þorgrímur Jónsson
á kontrabassa og Scott McLemore á
trommur. Í seinni hluta dagskrár-
innar bætist svo saxófónleikarinn
Sigurður Flosason í hópinn. Anna og
félagar munu flytja valda djassstand-
arda og að vanda er aðgangur að
tónleikunum ókeypis. Anna stundar
framhaldsnám við Tónlistar-
háskólann í Stokk-
hólmi og hlaut Ís-
lensku tónlist-
arverðlaunin 2015
sem bjartasta
vonin í flokki
djass- og blús-
tónlistar. Kex
hostel er á
Skúlagötu
28.
Tríó Önnu og Sig-
urður á djasskvöldi
Á miðvikudag Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Skýjað og
þurrt að mestu og hiti 3 til 10 stig en yfirleitt léttskýjað sunnan- og
suðaustanlands og hiti 6 til 15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s um landið norðvest-
anvert en annars 5-10 m/s. Heldur hvassara um kvöldið og sums
staðar hvassir vindstrengir við fjöll norðvestanlands.
VEÐUR
Lars Lagerbäck og Heimir
Hallgrímsson komu á óvart
með vali í nokkrar stöður í
gær þegar þeir tilkynntu
endanlegan 23 manna
landsliðshóp Íslands fyrir
lokakeppni Evrópumótsins í
Frakklandi. Þeir völdu Hjört
Hermannsson, Sverri Inga
Ingason og Hörð Björgvin
Magnússon fram yfir reynd-
ari menn og skildu einnig
Gunnleif Gunnleifsson
markvörð eftir. »1
EM-valið kom
ýmsum á óvart
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á
morgun og fram undan er afar áhuga-
vert mót. Morgunblaðið skoðar í dag
fimm liðanna, þar á meðal Val, sem
gerir nú aftur tilkall til Íslands-
meistaratitilsins eftir mestu lægð í
sögu félagsins. Álitsgjafi Morgun-
blaðsins telur líklegt að KR muni
kveðja deildina í sumar en fram
undan sé þriggja liða fallbarátta. »4
Valur aftur í titilbaráttu
– þriggja liða fallstríð?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðs-
prestur í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra, lét áratugagamlan draum
rætast sem saxófónleikari þegar
hann hélt burtfarartónleika í tónlist-
arsal Félags íslenskra hljómlistar-
manna á dögunum.
Prófið á sér langan aðdraganda.
„Þetta hefur verið langt ferli og mikil
vinna en óhemju skemmtilegt,“ segir
hljóðfæraleikarinn, sem er tvöfaldur
doktor í guðfræði og hefur skrifað
mikið um guðfræðileg efni, meðal
annars átta bækur og ótal greinar, þá
nýjustu um íslam í tímaritinu Skírni.
„Útskriftin er stór stund fyrir mig og
má líkja henni við þriðja doktorinn,“
áréttar hann.
Stefán S. Stefánsson, saxófónleik-
ari og tónskáld, Gunnar Hrafnsson
bassaleikari, Ásgeir Hermann Stein-
grímsson trompetleikari, Benóní
Torfi Eggertsson trommuleikari,
Sveinbjörn Jakobsson gítarleikari og
Sigurjón voru saman í hljómsveitinni
Evusonum í menntaskóla, en eftir
það skildi leiðir. „Á meðan Stefán,
Gunnar og Ásgeir héldu áfram á tón-
listarbrautinni gerðist Benóní endur-
skoðandi, Sveinbjörn tannlæknir og
ég prestur,“ rifjar Sigurjón upp. Seg-
ist hafa byrjað að spila á saxófón 13
ára gamall, en vegna þess að hann
hafi stöðugt rekist á vegg hafi hann
farið í saxófóntíma samfara háskóla-
náminu hér heima. „Að loknu dokt-
orsnámi erlendis hitti ég Bjössa Thor
og við tókum upp á því að halda
djassmessur, sem við höfum gert í 25
ár. Ég byrjaði líka að læra tónlist hjá
Ólafi Jónssyni tenórleikara, fyrst í
einkatímum og síðan lét hann mig
fara í Tónlistarskóla FÍH. Hann
hefur ýtt á mig að ljúka náminu
undanfarin sex til sjö ár og allt í einu
er því lokið.“
Námið og kirkjan
Sigurjón segir að tónlistarnámið
nýtist vel í kirkjunni, meðal annars í
safnaðar- og öldrunarstarfinu, þar
sem hann geti spilað fyrir fólkið og
rætt við það á milli laga. Hann spili
líka í bænastundum og hafi hug á að
bjóða upp á djassmessur. „Það þarf
að brjóta niður múra innan guðsþjón-
ustunnar, þar sem tónlistin er einn
hluti, messan eða hið talaða orð annar
og rýmið þriðji hluti, sýna hvernig
þetta tengist allt saman og myndar
eina heild. Að því vil ég vinna,“ segir
hann og bendir á að frásagnir í ritn-
ingunni séu grundvöllur að byggingu
kirkna og í þekktum tónlistarverkum
sé auk þess að finna útleggingu á
ritningartextum sem lagt sé út af í
hverri guðsþjónustu. Um þessa texta
gildi það sama og um standarda í
djassi, misjafnlega sé lagt út af þeim.
„Djúpur guðfræðiáhugi hefur þannig
haldið mér að tónlistinni og djass-
áhugi minn er ekki aðeins við hliðina
á guðfræðinni heldur líka afleiðing
hennar.“
Þó að Sigurjón hafi spilað á saxó-
fón frá fermingaraldri segist hann
eiga langt í land og detta ekki í hug
að bera sig saman við félagana sem
spiluðu með honum á lokatónleik-
unum eða aðra þekkta, íslenska saxó-
fónleikara. „Þessir kappar eru í ann-
arri vídd og ungu krakkarnir í
Tónlistarskóla FÍH eru frábærir.
Námið hefur hjálpað mér að skilja
hvað þetta tónlistarfólk er að gera og
aukið ánægju mína við að hlusta á
tónlist. Það er eins og það hafi opnað
fyrir mér nýjan heim og óneitanlega
aukið lífshamingjuna.“
Aukin hamingja með tónlistinni
Tvöfaldur doktor í guðfræði með burtfarartónleika sem saxófónleikari
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Burtfarartónleikar Sigurjón Árni Eyjólfsson í TFÍH. Gunnar Hrafnsson er á bassa, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Björn Thoroddsen á gítar.
Íris Björk Símonardóttir og stöllur
hennar í Gróttu eru komnar með tvo
vinninga og eru í kjörstöðu í úrslita-
rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn
í handknattleik kvenna eftir 10
marka sigur á Stjörnunni í TM-
höllinni í Garðabæ í gærkvöldi, 28:18.
Gróttuliðið þarf
einn vinning til
viðbótar til þess
að hreppa Ís-
landsbikarinn
annað árið í
röð. Stjarnan
má hins veg-
ar ekki við
fleiri tapleikj-
um ætli liðið sér
Íslandsmeistara-
titilinn. »2
Grótta komin í kjör-
stöðu eftir annan sigur