Morgunblaðið - 23.05.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.05.2016, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Augu þín eru mun stærri en banka- reikningurinn þessa dagana. Einhver gefur þér tækifæri til þess að láta ljós þitt skína. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er ekkert sem heitir, þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Settu markið hátt og farðu eftir því. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekki nóg að vita hvað maður sjálfur vill þegar taka verður tillit til annarra. Ljón eða bogmaður hjálpa þér við að muna eftir neistanum sem vakti spennu hjá þér til þess að byrja með. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver öfund gæti komið upp í mannlegum samskiptum svo þú mátt gæta þess að bregðast ekki of harkalega við. Láttu það eftir þér þótt þú hafir í mörgu að snúast. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur reynst þér nauðsynlegt að halda sumu fólki í ákveðinni fjarlægð frá þér. Hafðu það hugfast að ekkert kemur í stað góðrar vináttu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er tíminn runninn upp - tíminn til að gera eitthvað klikkað. Mál munu skýrast og þú standa miklu sterkari eftir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Passaðu þig á að láta ekki fullkomnunaráráttuna þvælast fyrir mik- ilvægum ákvörðunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er tíminn til að hlusta á þína innri rödd og hvert hún vill leiða þig. Ekki missa af tækifærinu! Nú getur þú gert það sem hefur þann eina tilgang að skemmta þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fylgstu vel með fjármálum þín- um. Allir þeir sem hafa yfir öðrum að segja, svo sem kennarar, foreldrar og yfirmenn sjá ekki sólina fyrir þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugsun þín er að sumu leyti snilldarleg, en ofhugsun leiðir hins vegar til sljóleika. Skipuleggðu mannfagnaði svo þú getir látið þig hlakka til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Enginn getur verið léttur og sæt- ur öllum stundum. Hvernig væri að taka frí í vinnunni og lyfta sér upp? Vingastu við náungann og hlæðu dátt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er frábær tími til að tékka á stöðunni: hvað virkar og hvað ekki. Gefðu líka öðrum tíma til þess að melta það sem þú hefur til málanna að leggja. Áföstudaginn birtist bréf á net-inu frá Fíu á Sandi, sem hún gerði þessar athugasemdir við nokkrum mínútum síðar: „Ég skil ekki sjálf þetta bréf mitt, enda not- aði ég orðfæri héðan og þaðan úr fréttum sem ég skildi ekki“! Hér kemur svo bréfið: „Núna eru menn komnir til með auknar áherslur á að byggja göng í stað þess að grafa þau, sem mundi að líkindum lengja leiðina. Svo kem- ur til með að verða aukning eða minnkun á flestu í þessum málum, eftir fjárveitingum, með einhverjum hætti, enda oft þurrð á fjármagni. Það er bygðastefna að byggja göng þó bora sjálfsagt mætti, þó algerlega ansi löng þau yrðu með þeim hætti. Á aðföngum er engin þurrð, ósköp væri gaman að reyna að byggja rokna skurð og reisa flugvöll saman. Erfiðast mun þó að fjármagna flugvelli og heilbrigðisstofnanir al- mennt, sem gæti því dregist úr hömlu vegna stöðugs ágreinings um staðsetningar. Og komi menn ekki til með að koma sér saman um að hefjast handa við að byggja upp og yfir heilbrigðiskerfið er hætt við að framtíðin yrði stöðug aukning á verkefnum við að byggja grafir. Ingólfur Ómar yrkir heilræða- vísu: Bæja skaltu böli og nauð burt úr þínum ranni. Kærleika og andans auð elska skalt með sanni. Það fór ekki hjá því að upp rifj- aðist fyrir mér gömul vísa eftir karl- inn á Laugaveginum, þegar honum var brigslað um að vera úr Húna- vatnssýslu og þar með af sauðaþjóf- um kominn: Þá menn hafa andans auð, einnig glasi lyfta, þótt þeir taki sauð og sauð sýnist litlu skipta. Philip Vogler Egilsstöðum skrif- aði á miðvikudag og segir: „Ég fór út fyrir húsið seint í gær og sá að fleiri páskaliljur höfðu opn- ast. Þær heilsuðu mér bjart og vin- gjarnlega. Þessi vísa varð nánast strax til enda veita þessi blóm oft ánægju á þessum árstíma: Páskaliljur laða að, lyfta gulum kolli. Ekki er gott að gíska á það hvað gleði þeirra olli. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af skilningi og skilnings- leysi – þörf ábending Í klípu SKRAMBANS, HUGSAÐI LÍSA MEÐ SÉR. LYFIN HENNAR VORU FARIN AÐ BLANDA SAMAN GEÐI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, GLUGGINN ER OPINN. ÉG VONA AÐ ÞÚ SÉRT ÁNÆGÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að útbúa nýja heimilið með lítið á milli handanna. TVÖFALDUR OSTBORGARI MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU… Í STAÐINN FYRIR FRANSKAR Ó, HVE ÉG ÞJÁIST ÉG ÁKVAÐ AÐ SOFA EKKI YFIR MIG BARA TIL ÞESS AÐ GERA MÖMMU ÞÍNA ÁNÆGÐA! HÚN VAR REYNDAR AÐ VONAST TIL ÞESS AÐ ÞÚ MYNDIR SOFA YFIR ÞIG! En hve helmingunartími þinn hlýtur að vera áhugaverður! Þú veist ekki helminginn Róið ykkur, hún er komin aftur! Þegar bregða skal undir sig betrifætinum er maímánuður van- metinn. Á þessum tíma hefur allan snjó tekið upp og birtan í landinu er einkar skær og falleg. Veturinn víkur og vorið tekur við með öllum sínum lífræna krafti. Útlendingum sem eru á ferðinni hefur fjölgað mikið á næst- liðnum árum, en ferðamannatraffíkin á þessum tíma vors er samt ekki orð- in jafn óþægilega mikil og er raunin yfir hásumarið. Víkverji tók sér því frí í síðustu viku, fór víða um landið og naut sín alveg í botn. Fór um Snæ- fellsnesið, og kannaði ýmsar áhuga- verðar slóðir. x x x Ef vel liggur á Víkverja finnst hon-um gaman að renna heim í bæj- arhlöð og taka fólk tali. Sveitafólkið tekur því nánast undantekningalaust vel. Því finnst gaman að heyra sjón- armið og sögu komumanns en hefur líka ánægju af því að greina frá sér og sínu. Skemmtilegast er auðvitað að hitta fólkið í sínum daglegu störf- um, en í sveitum landsins eru margir þessa dagana í sauðburðarstússi. Fylgjast þarf með fénu allan sólar- hringinn og þótt höfð séu vaktaskipti í fjárhúsinu er sveitafólkið á stundum ansi þreytulegt að sjá. Samt bregður fyrir bliki í augum; því auðvitað er það ævintýrið eitt að sjá lífið vakna. Og fá svo í kaupbæti þessa yndislegu sinfóníu; heyra jarmið í lömbunum. Þvílík sinfónía. Óðurinn til gleðinnar, eins og hjá Beethoven forðum. x x x Í sauðburðarheimsókn á bæ vestur íHnappadal hélt Víkverji á brott í strigabullum af bóndanum og skyldi eftir annars ágæta trampara sína. Kominn í náttstað fékk skósveinninn, sem hér skrifar, upphringingu frá bóndanum sem saknaði skónna sinna. Málið fékk farsælan endi og var leiðrétt á heimleiðinni. x x x Á ferðalögum um landið vill Vík-verji alltaf hafa ákveðin föst at- riði. Vera með heimasmurðar sam- lokur og kaldar kótelettur í nesti, mjólk í kókflöskum, taka bensín á N1 og hlusta á Rás 1 á langbylgju með öllu sínu surgi. Alveg yndislegt og bókstaflega lífið sjálft. víkverji@m- bl.is Víkverji Náðugur og miskunnsamur er Drott- inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. (Sálm. 145:8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.