Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 9
EINN HELSINGI
7
boðendur valdboðstrúarinnar í sín-
um sturlaða hugsanaheimi þykjast
ætla að uppraeta með því að spýta
graftrarsýklum og strá rotnunar-
eitri í hvert slíkt einstakt sár.
Ef mér síðar auðnast að hafa
meira rúm til umráða, mun ég
þessum orðum mínum til sönnun-
ar, draga fram í dagsljósið nokkur
dæmi sem flytja rök sín sjálf,
svo að ekki verður véfengt, —
bera með sér rök sín og sannanir
svo augljósar, að jafnvel hinum
trúblinduðu og múgsefjuðu í þess-
um málum geta tæplega dulizt þær
— já, svo hrópandi og skýr, að
jafnvel þeir verða knúðir til að
hugsa sér þann möguleika, að á
þessu viðfangsefni, sem öllu öðru
á himni og jörðu, séu til fleiri hlið-
ar en. nú, sem þeir einblína á, —
sú eina, sem þeir sjá í sínum trú-
andi óskeikulleik á sína eigin al-
vitneskju — og sinn algjöra skiln-
ing.
Já, því miður er hægt að benda
á mörg slík dæmi hvar þau liggja
við veginn, blasa við meðfram öll-
um mannanna vegum, svo blóðug
og biturleg, að þau rjúfa jafnvel
kafþykkni sefjanaþr^aðra lífsskoð-
ana og almenningsálits, sem yfir
þeim vegum grúfir eins og dauðans
helmyrkur; — og svo raddstyrk í
sínum ægilegu ákærum, að þau
hljóta að heyrast, jafnvel gegnum
þotvindarokur og glamrandi geyp-
an 'þeirra legíóna andlegra ómerk-
inga í ræðu og riti, sem standa fyr-
ir framleiðslu þeirrar gastegundar.
sem þeir nefna: baráttu gegn á-
fengisbölinu
En eins og ég tók fram í for-
spjallinu, er nú síður en svo, að ég
ráði yfir því rúmi er til slíks þyrfti.
Enda mundi ég fyrst og fremst, ef
rúm leyfði, reyna að gera nokkra
grein fyrir þeirri hugmynd minni,
sem persónuleg reynsla og athug-
anir mikinn hluta ævinnar í miðju
öngþveiti þessa viðfangsefnis, —
hefur mótað og þróað, hugmynd,
sem óhjákvæmilega mundi draga
á land eitt og eitt viðamikið rek-
ald, sem ella væri glötuninni ofur-
selt, — ef einhverjir einhvem
tíma gætu komið henni áleiðis.
í uppkasti að langri reglugerð
fyrir væntanlegan „Helsingjasjóð",
sem búið er að liggja þannig í
hraðrissuðu handriti, síðan að ég
sat yfir skriftum opna bréfsins fyr-
ir tveim árum, þar segir:
„Tilgangur sjóðsins er að gefa
illa stöddum hæfileikamönnum, á
sviði lista eða vísinda ný tækifæri
ef unnt er, til að inna eitthvert
verk af hendi á því sviði, stórt eða
smátt, þó ekki væri nema um
stundarsakir."
Forsendurnar, sem fyrir þessu
eru: I fyrsta lagi: Margir ungir
listamenn með langt háskólanám
eða Iistnám að baki, menn með af-
burðahæfileika og mikla þekkingu,
hafa oft og þráfaldlega farið alger-
lega forgörðum og tortýmst af
völdum fjárskorts og óreglu, —
eða grotnað niður í sinnuleysi og
andlegri meðalmennsku í hinum
ýmsu „skrifara“-embættum, bæði
í borginni og úti á landsbyggðinni.
Oft mundi eitt og eitt tækifæri,
gefið á réttan hátt, hafa getað orð-
ið algerra umskipta valdandi í lífi
þeirra, og skapað áframhaldandi