Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 10

Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 10
8 EINN HELSINGI möguleika til þess að þeir hefðu getað notið sín á því sviði er hæfi- leikar þeirra, sérgáfa og sérmennt- un beindust að. I öðru lagi ætti sjóðnum að minnsta kosti að verða kleyft, öðru hvoru, að skapa slíkum mönnum einn stundarmöguleika, til að láta eftir sig einhver varanleg verð- mæti í sinni listar- eða vísinda- grein, og þar með, í því tilfelli, að fyrirbyggja að þjóðin misti alger- lega hagnýtingu glæsilegra gáfna, víðtækrar þekkingar og hæfileika eins einstaklinga sinna. í reglugerðar-uppkasti mínu er svo allítarlega skýrt frá og sundur- liðað hvernig hugsanlegt sé að vinna í þessum tilgangi, svo að árangur beri; — framkvæmdir og störf í sambandi við það fyrirtæki er hefjast skyldi handa um jafn- skjótt og sjóðurinn hefði náð til- tekinni upphæð. — Og þar vitan- lega gert ráð fyrir því að stjórn þess og sjóðsins sé í höndum nokk- urra víðkunnra ágætismanna, og algerlega óháða öllum flokkum og klikkum í pólitík, og ekki stegldir þrælar einhverrar sértrúar eða lífsskoðana. En sem sagt, hér verður að láta staðar numið að sinni. Enda frek- ari útlistun öll ekki tímabær, með- an svo horfir, að hér er enn að ræða um eins konar hugaróra eins manns. Draumsýn eða hugmynd, sem við fyrstu tilraun sína til að íklæðast veruleika, fékk eigi góm- stóran blett til að festa rætur á meðal mannfélagsins. Aðeins þetta vil ég taka fram, að allt hið hugsaða fyrirkomulag, sem reglugerðar-frumdrögin og forsend- ur þess sýna, er byggt á þeim grundvelli og út frá þeim einu for- sendum, sem til greina geta komið, þeim sem ávallt eru til staðar í þessum sárkvæðu harmleikjum heimskunnar og viðkvæmninnar. En það eru þær forsendur, að or- sök meinsins, áta þess og næring, er fyrst og fremst og raunar sú al- eina: — dauðmyrkvuð mannfyrir- litning með glötun á sjálfsvirð- ingu og lífstrú í kjölfarinu, — mannfyrirlitning á einhverju stigi, sem skapast hefur í sárum von- brigðum, eða djúprættum svikum samfélagsins gagnvart innsta eðli einstaklingsins og fagurdraum- um leitandi barnssálar. Hinn eini grundvöllur, sem lækningatilraunir þessa meins verða byggðar á, er sá, að reyna að skapa aftur sjálfsvirðingu og sjálfs- traust, — reyna að skapa þau skilyrði umhverfis einstaklinginn, er gætu endurkallað smátt og smátt trú hans á mennina og mann- legt umhverfi og þar með lífstrú og trúna á sjálfan sig og í fótspor hennar, — trúna á að mannlegt líf og samfélag sé ekki svo vonlaust að þýðingarlaust sé að láta mögu- leika sína og getu taka virkan þátt í starfi og stríði þess. Skal svo ekki farið fleiri orðum um þetta efni hér. En ef auðna ræður og mér verður kleyft fjár- hagslega eða berst utanaðkomandi liðsauki þar að, mun seinna hefti Eins helsingja koma út á næsta ári eða svo fljótt sem möguleikar leyfa. Og því hefti þá, svo sem fyrr

x

Einn Helsingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.