Einn Helsingi - 01.03.1946, Síða 18

Einn Helsingi - 01.03.1946, Síða 18
J(5 EINN HELSINGI * Tj1INS og racnn, ef til vill, minnast, hljóða nii fyrirsagnir þessa þáttar nokkuð á annan veg en ráð voru fyrir gerð í upphafi hins „Opna bréfs" míns. Ber margt til að svo er. í fyrsta lagi fór það svo, að þau skrif mín, — bréfið sjálft, — varð mjög miklu Icngra, og frásögn þess öll fyllri og stórum ýtarlegri en mér í upphafi þess og inngangsorðum var ljóst að það yrði, eða þyrfti að vera. — En svo fór, að þar 'í bréfinurftrax voru dreg- in fram öll meginatriði liins sýnilega yfirborðs og staðfestra viðburða — raunar alt, eða flest, sem máli skipti. f öðru lagi hafa nú viðhorf flest og aðstæður tekið svo matgvislegum og mörgum breytingum á þeim tíma, scm runnið hefur út ( sandinn, síðan hin fyrstu skrif mín hér urn lágu fyrir framan mig, og daglega hlóðust niður, á því minnisstæða hausti, að allverulegur hluti þeirra löngu skrifa er nú orðinn ótímabær, eða dæmst úr leik á einn eða annan hátt í svipskiptahraða viðburðá- streymisins. Enn er það, að þetta persónulega viðfangsefni mitt hlaut þá skiljanlega að vera umfangsmikið i huganum, mcðan það knúði þar á kviknakið og sárt. Og þannig hlaut það að verða, meðan engir hnútar þess voru leyst- ir, — þeirra, sem sárast reyrðu að, — meðan engar flækjur greiddust, hvorki fyrir utanaðkomandi tilverkn-" að, eða inni i eigin brjósti. — En jafn- skjótt og hinar sárbeittu eggjar til- finningarökleiðslunnar færu að slæv- ast í köldu heiði hugans og aðflæði tímans bæri að vefjar nýrra vand- kvæða og viðfangsefna, — jafnskjótt og jafnóðum hlaut fyrirferð þess að rýrna, bæði í huga og framsetningu. Og strax fáum vikum eftir að ég hafði sent hið opna bréf mitt út á meðal manna, opnaðisl mér sú lausn, er mest var þörfin fyrir, — sú úrbót váar hugsana og tilfinningalífs, sem þ á, blátt áfram, var lífsskilyrði fyrir mína persónulegu tilverðan. Og jafnskjótt og mér var orðið það nægilega ljóst, duldist mér heldur ekki, að þar með var mínum persón- lega þætti að mestu eða öllu leyti lokið í raun og veruleika, — þessttm einstaka bláþræði, — þessari örsmæð úr óskapavef þeim, sem ofinn er i sívaxandi æði ofstækis, átrúnaðar og ótta, — þessum helvef, sem mannkyn- ið sjálft hefir ofið og vefur urn sig, þéttara og þéttara, svo hann byrgir fyrir allar skynjanir og myrkvar alla útsýn. En þegar svo var komið gagnvart mínum persónulega þætti, að sú lausn var fengin, og sem ég tel mig hafa gert nokkurnveginn fulla grein fyrir á öðrum stöðum í þessu riti og í „Orðsendingu" minni þá strax um haustið, — þá gerði hún samkvæmt eðli sínu allan frekari málaflutning að mestu óþarfan og jafnframt að vissu leyti óhelgann gagnvart aðal- ætlunarverki ákalls míns.

x

Einn Helsingi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.