Einn Helsingi - 01.03.1946, Síða 22
20
EINN HELSINGI
í HÁLFKÆRINGI:
Svá es þat...
Þegar ég var barn dundaði ég við það í einrúmi að búa til
svolítil smáhefti úr ýmiss konar óskriiuðum blöðum, sem ég
gat eignast. Bjó svo til á það blaða- eða tímarits-heiti, sem ég
skrifaði með stórum, klurmaleéum o£ barnslegum stöfum efst
á fyrstu síðu. Skipti síðum í dálka og sat svo við að skrifa í
„blaðið", aeiintýri og sögur, um kóngssyni og útilegumenn, —
sögur, sem mér höfðu verið sagðar í rökkrinu á dularfullum,
ymjandalegum vetrarkvöldum. Fyllti svo, hér og þar, upp með
Ijóðbrotum og stökum, sem ég hafði lært, eða var í laumi að
hnoða saman. — Þetta var á fyrstu árunum eftir að ég lærði
að lesa og áður en ég gat talist fullskrifandi. Og áður en ég
þekkti nokkurn hlut, sem var í tengslum við þau störf eða
skyldar starfsgreinar. Aðeins séð einstök íslenzk blöð og tíma-
ritshefti „Eimreið“, ,Jngólf“ o. s. frv. Og án þess að þekkja
einn einasta mann, sem nálægt slíkum störfum hafði komið.
Um fermingu snerust allir mínir draumar og framtíðarloft-
kastalar um þessi störf. Og það var ekki langt liðið frá þeim
áfanga æfinnar, þegar minar fyrstu, getulausu, basltilraunir á
þvi sviði hófust, mínar fyrstu smáspilaborgir, — dæmdar til að
hrynja jafnharðan, áður en þær svo mikið sem risu frá grunni.
— Og allar hafa mínar tilraunir við útgáfu rita og blaða, orðið
árangurslausar, þessar í meira en 25 ár síendurteknu baslara-
tilraunir, — og allar byrjaðar án nokkurs handa á milli, — án
svo mikils, sem loforða um aðstoð við alla hina margvíslegu
byrjunar-örðugleika, sem slíku fylgir, — já, án svo mikils sem
andblæs af trausti nokkurs manns eða trú þeirra á lífvænleik
og framtíð þessarra vanburða og vanmegna útgáfutilrauna
Steindórs Sigurðssonar.-----Nei, ekki svo mikið sem mér
gæfist nokkurn tíma tækifæri eða kostur á fastlaunuðu starfi
við eitt einasta blað eða tímarit hér á landi, þrátt fyrir hina ört
vaxandi útþennslu og umsvif á því sviði þjóðlífsins. — En þrátt
fyrir þennan ótvíræða og einraddaða úrskurð þjóðfélagsins um
hæfni mina og getu til starfa á því sviði, hefur þó æti mín, nær
óslitið frá fermingaraldri, verið hvildarlaus þvættingur, fram
og aftur, um ótal krókastigu og blindgötur þessarra starfsheima,
— utan lands og innan, og árin liðið meira og minna á snöpum