Einn Helsingi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Einn Helsingi - 01.03.1946, Qupperneq 29

Einn Helsingi - 01.03.1946, Qupperneq 29
EINN HELSINGI 27 ljóðahilluna eftir fvrstu bókinn, — og má þá segja, að tilviljunin hafi ekki viljað að maður byrjaði á verri end- anum, því hér opnast nú „Ferskeytl- ur" Jóns heitins Bergmanns, og vSí mér blasir ein sú stakan, sem hefur verið mér einn sá fylgjunautur á förnum leiðum, er ærið oft hefur lát- ið ymja í strengjum míns eigin hug- ar, — beiskt og kalsabiturt. Væri bjart, — þó blési kalt, bættist hjartans styrkur. Það er hart að eygja um allt andlegt svartamyrkur. Þennan ömurlega dóm yfir sam- félagi sínu og samtíð hefur hinn næm- geðja snillingur vafalítið kvéðið upp, hugsár, á einhverri þeirri stundu, þeg- ar honum brunnu í brjósti kviklogar skaps og tilfinninga, svo mjög að heiði liugans hefur orðið rauðrökkvað og reiðiskýjað upp frá þeiin eldum. Og að svo hafi orðið á stundum, dylur hann ekki í annari vísu, sem er að finna á síðustu blaðsíðu þessa litla kvers, — staka, sem er ein af hinum mörgu ógleymanlegu listaverkum hans í öllu sínu látleysi og innileik. Mér var oft um hjartað heitt, heldur meira en skildi. Þess vegna er ég ekki neitt af því, sem ég vildi. Annars var nú svartamyrkrið ekki alltaf svo rnikið fyrir augum þessa gáfaða gleðimanns, í það minnsta segir hann sjálfur, að „alla mundi undra að sjá, — eftir skilyrðonum, — hvaða fjölda að ég á enn af björtum vonum". Þetta er annars vísa, og sem flest ykkar ihunu kannast við, — en ein af þessum sjálfrímuðu stökum tungunn- ar, — eða, sem mér finnst að hægt sé að segja um, að myndist þannig, að málið ljóði sig sjálft. Og ekki er mér grunlaust, að þessi stakan túlki öllu betur hið jafnaðar- lcga viðhorf Bérgmanns til lífsins, en sú fyrsta af þessum þremur stökum hans. — Og sem betur fer, munu þeir víst fleiri íslenzku hagyrðingarnir og skáldin, — þrátt fyrir öll angurljóð og bölvabragi, — sem mundu geta til- einkað sér hinar svipbjörtu og höíð- inglegu ljóðlínur Bjarna Gíslasonar, skagfirzka hestamannsins og hagyrð- ingsins, Ljósblik innst í eigin sál eru mitt hinzta vígi. En því er nú einu sinni svo farið, að það er eins og menn vilji þá helzt knýja hörpuna í heyranda hljóði, þeg- ar syrtir í lofti og svarrar í næðingum umhverfis þá, — þvi getur jafnvel ein slík staka, sem þessi: Ulfgrátt haust og himininn hrannast óravegi. Brenndur í sál mér svipur þinn svíður á hverjum degi, — verið raulað einn góðan veðurdag að vorlagi út í glaðasólskin og sunnan- vind. Og þannig var það um þessa stöku, sem er eftir höfund, sem ég hefi mjög náin kynni af, en hirði ekki að nefna. — En 'nú er víst kominn tími til að „skifta", eins og Hanncs á Horninu orðaði það i Útvarpstíðipdunum i fyrra. Og bíðum við, — í stað sæfarans og síferðamannsins Jóns Bergmanns, sem í „samfleytt 17 ár sofnaði næturgest- ur“, að því er hann sjálfur segir, — þá blasa nú við mér bókarsíður, sem nærri því anga af ungum gróðri, sól- heitri sáðmoldu og blóðrunninni byggðaást heimhugans, fjallasveinsins og daladrengsins, sem sjálfur kynnir sig, sína trú, vonir og' vilja, bezt í fyrsta kvæði þessarar bókar: Ég er maður, sem gekk út að sá. — Tíu krónur og trúin á landið er allt, sem eg á.

x

Einn Helsingi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.