Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 31

Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 31
EINN HELSINGI 29 Stundum lyftist tilveran á tá, þá trítlar gegnum holdið mikill kraftur, og blikki þig ein indæl auðargná, — sem ætti hvorki að géra til né frá, — þá blikkaðu hana á augabragði aftur. Það eru svo sem ekki neinar smáræðis- tilfinningar þetta, sem lætur alla til- veruna lyftast, — sannarlega er það nokkuð annað en ástar-„fölelsið‘‘ hans Þórbergs hérna á árunum, sem fanst ástin sprikla innan í sér „eins og spen- volg mjólk“; mikið, að það skyldi ekki vera undanrennugutl, sem skvampað- ist þá i innýflum þess mæta manns. — Jú, þessar ástarkendir lýsa sér á marg- víslegan hátt, og skapa hinar fágæt- ustu tilfinningar og hræringar í manns- ins holdi hið ytra og innra. — Hárin mér á höfði rísa, er hugsa ég um kærleik þinn, sagði snillingurinn forðum, og sannar- lega finnst mér það nú eitthvað mennilegra, að finnast eitthvað í eða á sjálfum sér risa eða vaxa við að- streymi slíkra tilfinninga sem ástar- innar, — heldur en að bara sprikla, gutla og skvampast innvortis og eyðast svo kannski þegjandi og hljóðalaust í innyflunum. En þó er svona höfuð- háraris smávægilegt samanborið við að finnast öll tilveran rísa eða lyftast upp eins og Sigurði Z: • En nú fer líklega að líða að slátur- tíð, er þetta rit berst ykkur í hendur, og er því líklega ekki úr vegi að ljúka þessum pistli með erindi úr hrifning- aróði þessa forna félaga míns til þeirra mikilvægu tíða í íslenzku þjóðlífi, sem sláturtíðirnar voru, eru og verða á hausti hverju — og er þess að vænta, að sá óður hans muni geta fengið samstilltar undirtektir og endurhljóma í öllum sláturhúsum og heimablóð- völlum, meðan sá „túr“ stendur yfir: Já, sál mín fyllist af söngvum, sólskini og ástarþrá, því konan mín kalúnar vambir og krakkarnir horfa á.“ Og svo strax eftir að lokið er þessum haustsins höfga „sælurús", yfir heitu slátri og .glóðvolgum nýrum, geta menn farið að horfa fram til annars fagnaðar, láta hugann upptendrast við ljóma þeirra unaðsstunda, sem lýsir íslenzkum sálum ár hvert gegnum skammdegisskugga og skaflagráa til- veru. Og við getum þá strax tekið undir með Sigurði: Bráðum koma jólin í gegnum þunnt og þykkt, 'með hráar lummur og hangikjötslykt. En þó þetta gamanskraf hefði kann- ske ekki þurft neina sérstaka gyllta bólu í endann aðra en þá ofanskráðu, þá er þessum leik mínum að ljóðbrot- um, sem ég vona að eiga eftir að birta fleiri þætti af, ekki ætlað það hlut- verk, að vera fyrst og fremst gaman- gaspur, síður en svo, því það fæsta, sem leiftrar í ljóðasjóði íslenzku þjóð- arinnar er þess eðlis. Hitt er annað mál, að það er gott öllum þeim, sem geta tileinkað sér snillistöku austfirzka skáldsins, sem glettnustu glampana og fíngerðustu kímnibrosin hefir lagt að mörkum f ljóðheimum íslendinga hérna megin hafsins. Og því vildi ég með þeim orð- um hans geta lokið hverjum mínum leik — og lífi, þegar þar að kemur —: Eftir látinn mig ég met mér það helzt að kosti: í mér hægra augað grét ef það vinstra brosti, — sem eg vildi nú fyrir sjálfan mig saml frekar orða þannig: ef að hægra augað grét að það vinstra brosti.

x

Einn Helsingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.