Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 39

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 39
EINN HELSINGI S7 hliðsjónar en i öðrum tilfellum lagt 'þá til grundvallar, en þrjónað svo við eða tekið úr eftir geðþótta. Textarnir við lögin „Hvila vid denna kalla", Bellmanns og Beautiful Dreamer St. Fosters, sem báðir eru meðal sýnishorn- anna hér að framan, eru glögg dæmi um þetta hvort tveggja. Textinn við hið síunga lag Bellmanns á ekkert skylt við þýðingu á frumtexta, og þó er sýnilegt öllum, er til þekkja, að hann hefur verið hafður til hliðsjónar og reynt að ná hliðstæðri stemningu í íslen'zku Umhverfi — gleðinni yfir sól og sumri í fagurri náttúru og ljúffengum veizlukosti undir heiðum himni. En hér er engin Ulla Winblad, engin hljómandi veiðihorn o. s. frv. Aftur á móti er fyrra crindið í textanum við lag Fosters að mestu leyti nákvæm þýðing á upphafserindi frumtextans, en síðara erindið er svo aftur víðs fjarri að efni til framhaldi textans. Oft hef ég látið það ráða mestu um, hvernig hefur spunnizt úr efni og um orðaval við samningu texta, hvaða áherzlur og hvaða sérhljóðar íslenzkr- ar tungu nytu sín bezt með tilheyrandi tóni lagsins og í sambandi við hin ýmsu tilbrigði þess og áherzlur, eftir þvl sem ég hafði vit á, heyrn fyrir og getu til. Fyrir mér hefur vakað fyrst og fremst, að reyna að gera textana þannig úr garði, að hægt væri að bera fram orðin skýrt og eðlilega og með þeim áherzl- um, þeim styrk eða þeirri mýkt, sem þau sjálf og efnið báru með sér, án þess að það raskaði gildi tilsvarandi tóna, samkvæmt forskrift lagsins. En ég geng þess ekki dulinn, að geta min og þekking í þessum efnum er hvergi nærri samsvarandi viljanum. Hitt veit ég líka, að hver sem um þessi efni fjallar, þá hlýtur ávallt ólíkur smekkur, listræn viðhorf o. fl., að valda mjög skiptum skoðunum um allt hér að lútandi. Og enn fremur geta vist flestir orðið sammála um, að svo lítið hafa íslenzk skáld og ljóðasmiðir okkar gert að því að tengja saman ljóð og lag, með tilraunum til að samhæfa áherzlur orða og tóna, að hver ný viðleitni i þá átt ætti frekar að vera til úrbóta en hitt, hversu fátækleg sem hún kann að vera og af miklum van- efnum gerð. Og í þeirri trú hefi ég dútlað við að safna saman og semja efni í ofurlítið söngtextakver, sem ég vildi helzt geta brotizt í að gefa út á eigin spýtur, svo að eg yrði einráður um frágang þess allan og útgáfutilhögun alla. Því gríp ég nú tækifærið, sem gafst við útkomu þessa rits, til að leita fyrir mér um áskriftir meðal lesenda minna, ef svo vel mætti takast, að undirtektir þeirra sýndu, að mér mundi óhætt að ráðast 1 þessa útgáfu án þess að binda mér of þungan bagga. Söngljóðakver þetta verður, samkvæmt áætlun minni, 4—G arkir að stærð, í frekar litlu og handhægu broti, svo auðvelt verði að stinga i brjóstvasa sinn eða yfirhafnarvasa sína, þegar farið er f ferðalög, sem búast má við að gefi tilefni til að „taka lagið". Þessari litlu bók er þá ætlað að flytja 75—100 nýja söngtexta, ásamt 10—20 einrödduðum lögum, sem almenningi eru lítið eða ekki kunnug, þ. á. m. nýútkomin sænsk smálög við vísur N. Ferlins, o. fl. Enn fremur 3—4 lög, sem ekki hafa komið áður fyrir almenningssjónir. Verð bókarinnar er vitanlega ekki hægt að ákveða að svo stöddu, meðan ég veit ekki einu sinni hvort undirtektir ykkar verða slikar, að þær geri mér unnt að leggja út í þessa útgáfutilraun, og þvi siður þá, hvort arkafjöldinn

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.