Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2017, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 21.01.2017, Qupperneq 20
Inga Dóra Sigfúsdóttir pró-fessor er þekkt fyrir að vera í fremstu röð fræðimanna á Íslandi – og segist frá barns-aldri hafa verið félagsfræð-ingurinn í hópnum, meira að segja sem unglingur – pönkari á Hlemmi. Inga Dóra hefur rann- sakað líðan ungmenna um árabil, en undan farið hefur hún unnið að rannsókn þar sem sést að æ algeng- ara hefur orðið að ungar, íslenskar stúlkur skaði sig sjálfar. Alltaf langað að skilja ,,Ég hef sennilega alltaf verið félags- fræðingurinn í hópnum. Ég hef alltaf leitast við að skilja hegðun og líðan fólks. Frá því að ég var ungl- ingur, pönkari, sem hékk á Hlemmi. Ég var aldrei í neyslu þó margir hafi verið það sem ég umgekkst, en ég hafði mikinn áhuga á öllu fólki. Ég vildi skilja það,“ segir Inga Dóra. „Það sem er svo athyglisvert við starf mitt er hvað heimurinn er breytilegur. Maður leysir aldrei neitt í eitt skipti fyrir öll því það er alltaf eitthvað nýtt að skilja.” Rithöfundurinn Paulo Coelho sagði eitt sinn að þegar hann hélt að hann hefði öll svörin, hefðu spurn- ingarnar breyst. Inga Dóra stendur frammi fyrir svipuðum áskorunum um þessar mundir. Nýjasta rann- sókn hennar og teymisins sem hún leiðir sýnir að aukinn kvíði ungl- ingsstúlkna, sem mikið hefur verið fjallað um, tengist mikilli notkun samfélagsmiðla. Við frekari grein- ingu hefur komið í ljós að stúlkur sem hafa áhyggjur af líkama sínum og útliti eru miklu viðkvæmari fyrir þessum áhrifum samfélagsmiðla. Með öðrum orðum, magni neikvæð líkamsímynd áhrif samfélagsmiðla á kvíða. Stelpur eru að skaða sig „Við vitum að mikill kvíði og mikið þunglyndi hefur aukist meðal ung- menna, sérstaklega stúlkna. Það sem er svo sláandi við nýjustu niður stöðurnar eru að það hefur samhliða þessari þróun orðið algjört stökk í tíðni sjálfsskaða meðal unglingsstúlkna.“ Rannsóknir Rannsókna og grein- inga, sem Inga Dóra fer fyrir, hafa verið grunnur að einstökum árangri Íslendinga í að minnka vímuefna- notkun barna og unglinga síðustu áratugi. Nú vinnur hún að enn viðameira verkefni sem heitir Lifecourse og miðar í stuttu máli að því að skilja betur hvað hefur áhrif á líðan og hegðun ungmenna. Rannsóknin er unnin fyrir 2 milljóna evra styrk frá evrópskum sjóði og Inga Dóra hlakkar til að takast á við nýjar, flóknar og erfiðar áskoranir. „Breytingin sem við erum að sjá núna á undanförnum árum er að þessi vanlíðan, kvíði og þunglyndi, er að magnast hjá þeim hópi sem hafði það verst áður og sá hópur sem er verst settur er að verða tölu- vert stærri. Það er að segja, meðal- talið hefur ekki breyst en sá hópur sem er kvíðnastur og þunglyndastur er orðinn miklu stærri en hann var. Ég vildi að ég gæti sagt bara – hættum á Facebook, það er málið. En þetta er ekki svo einfalt og við erum ennþá að leitast við að skilja þetta alveg.“ Samfélagsmiðlar ýkja viðbrögð Inga Dóra segir að það hafi aldrei almennilega tekist að útskýra hvað veldur því að stelpur séu berskjald- aðri fyrir kvíða og þunglyndi, og með lægra sjálfsmat. „Það sem við sjáum samt er að stelpur eru viðkvæmari fyrir félags- legu tengslunum sínum. Við sjáum að neikvæðir viðburðir eru ekkert endilega meiri eða fleiri í lífi stúlkna en stráka, en hafa öðruvísi áhrif. Stelpur virðast viðkvæmari fyrir því til dæmis að verða viðskila við vin eða vinkonu. Samfélagsmiðlarnir magna þetta, sem hefur sannanlega alltaf verið til staðar, svolítið upp. Við vitum að stelpur, og konur, eru viðkvæmari í þessum efnum, sem ætti engum að koma á óvart því að í gegnum árþúsundin eru það konur sem hafa haldið hlutunum saman þegar kemur að tengslum í fjöl- skyldum og í samfélaginu. Við erum ekkert annað en umhverfið okkar yfir árhundruðin – því genin okkar taka inn umhverfið smám saman. Samfélagsmiðlarnir ýkja þannig hluti sem voru þegar til staðar. Það að kalla eftir og fá viðbrögð er miklu einfaldara og heimurinn er hérna fyrir framan okkur, svo nálægt. Þú þarft ekki að framkalla myndir eða bíða eftir að einhver svari svo dögum skiptir. Lækin koma um leið.“ Þurfum öll að taka okkur í gegn Inga Dóra segir heiminn skemmti- legri fyrir vikið, þ.e.a.s. að hann breytist í sífellu. „En svo eru ákveðin grunn atriði sem eru alltaf þau sömu. Við þurf- um að ala upp börnin okkar, gefa þeim tíma og þurfum að tengja við þau – helst áður en þau komast á unglingsaldur, þó það sé aldrei of seint að mynda tengingar. Fyrstu árin er það sá sem annast þig sem hefur mestu áhrifin á þig. Eftir því sem barnið eldist og verður ungl- ingur, því meiri áhrif fer jafningja- hópurinn og samfélagið að hafa á þig. Og við þurfum sjálfsagt öll að taka okkur í gegn þarna. Allir þurfa nefnilega stuðning, traust og að hafa tilgang. Þannig líður mannfólkinu best.” En hverskonar samfélag er það þar sem stór hluti ungs fólks hefur allavega hugsað um, eða hreinlega ákveðið, að skaða sjálft sig? „Það er spurning sem við erum að takast á við núna. Það að skaða sjálfan sig er að slökkva innri van- líðan með líkamlegri þjáningu. Það er margt sem gæti spilað inn í. Það er til dæmis miklu auðveldara en áður að sækja sér hreinlega leið- beiningar um sjálfsskaða – en það breytir því ekki að það er eitthvert tómarúm sem þú ert að fylla ef þú situr fyrir framan netið og ert að leita þær upplýsingar uppi. Þarna komum við enn og aftur að mikil- vægi skipulags, til dæmis íþrótta- og tómstundastarfs, því við þurfum öll að hafa eitthvað við að vera og finna hlutverk. Einhver þarf að vera til staðar sem þykir vænt um mann og manni finnst maður geta leitað til. Svo er það líka þannig að ung- menni eru ekkert alltaf að leggja á ráðin um að gera eitthvað. Hlutirnir gerast bara stundum. En ef eitthvað kemur upp á, ef einhverjum líður illa, er svo mikilvægt að vita hvern- ig maður á að bregðast við og hvert maður getur leitað,“ útskýrir Inga Dóra. Snúum þessu við „Nú er mitt meginviðfangsefni, og það sem við erum að vinna í, að finna út hvernig við getum dregið úr eða minnkað líkur á þessari van- líðan ungmenna og hvernig við getum snúið þessari þróun hjá ungu stelpunum við. Nýja Lifecourse- rannsóknin miðar að því að skoða betur hvernig líffræðilegu þættirnir og umhverfið tvinnast saman til að útskýra þessa hegðun og líðan.“ Hvað geta foreldrar gert til að gera börnunum sínum lífið auðveldara? „Ég er frekar lítil reglukona. Við vitum úr rannsóknum okkar að það eru ákveðnir grunnþættir sem skipta verulegu máli í fjölskyldum; það er stuðningurinn, magn þess tíma sem foreldrar og börn verja saman og jákvætt eftirlit. Það er ekki það sama og reglur. Jákvætt eftirlit er fólgið í því að þekkja vini barna þinna, vita hvar þau eru á kvöldin, hvað þau eru að gera. Svo gildir það sama og í öllum öðrum samskiptum – allt byggist á trausti og stuðningi. Ef þú setur börnunum reglur þá geta þær virkað öfugt. Þetta á ekki síst við um íslenska krakka, því það er Prófessor Spútnik Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakar um þessar mundir sálarlíf ungmenna á Íslandi og setur í samhengi við samfélagsmiðla. Hún og eiginmaðurinn tóku í fóstur flóttadreng frá Kúrdistan, en Ísland var níunda landið sem hann kom til. Hann er loksins kominn heim. Inga Dóra gegnir stöðu rannsóknarprófessors við Háskólann í Reykjavík, Columbia-háskóla í New York og nýjustu stöðuna fékk hún rétt fyrir jól, við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. FRéttAblAðIð/SteFáN Svo er það líka þannIg að ungmennI eru ekkert alltaf að leggja á ráðIn um að gera eItthvað. hlutIrnIr geraSt bara StunDum. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r20 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -3 3 E C 1 C 0 3 -3 2 B 0 1 C 0 3 -3 1 7 4 1 C 0 3 -3 0 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.