Fréttablaðið - 21.01.2017, Side 30

Fréttablaðið - 21.01.2017, Side 30
Myndhöggvarar frá öllum heims- hornum koma til Harbin árlega til að taka þátt í hinni árlegu snjó- og íshátíð í Harbin, höfuðborg Heil- ongjiang héraðs í norðurhluta Kína, nærri landamærum Rúss- lands. Hátíðin er fræg fyrir gríðar- stóra upplýsta ísskúlptúra af öllum stærðum og gerðum. Hátíðarsvæð- inu er skipt upp í nokkur svæði sem hvert hefur sitt þema. Aðal- aðdráttarafl hátíðarinnar er Har- bin ís- og snjóveröldin sem nær yfir 750 þúsund fermetra svæði. Í skúlptúrana eru notaðir um 180 þúsund rúmmetrar af ís. Ísinn er allur fenginn úr ánni Songhua sem rennur nærri borginni. Yfir fimmtíu bændur unnu í tuttugu daga við að koma ís úr ánni upp á land fyrir hátíðina. Sýningin var formlega opnuð þann 5. janúar en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 1985. Há- tíðin hefur vaxið og dafnað á þeim 33 árum sem hún hefur verið haldin og er nú ein mesta snjó- hátíð heims og skipar sér þar í flokk með snjóhátíðinni í Sapporo í Japan, vetrar karnivalinu í Que- bec í Kanada og skíðahátíðinni í Holmenkollen í Noregi. Mikil upplifun er að skoða skúlptúrana á hátíðinni en best þykir að heimsækja svæðið að næturlagi þegar ísinn er lýstur upp með LED-ljósum. Þó borgar sig að vera vel búinn enda kuld- inn gríðarlegur, í kringum mínus 13 niður í 24 stig að degi til í janú- ar. Kosturinn við kuldann er hins vegar sá að skúlptúrarnir staldra við í töluverðan tíma. Þannig stendur hátíðin yfirleitt fram til loka febrúarmánaðar. Sýningin var form- lega opnuð 5. janúar en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 1985. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Myndhöggvarar alls staðar að úr heiminum koma árlega til Harbin til að taka þátt í hátíðinni. Ísinn er lýstur upp með LED-ljósum. Upplýst borg úr ís Alþjóðlega snjó- og íshátíðin í Harbin í Kína er nú haldin í 33. sinn og stendur fram í febrúar. Kalt er í borginni sem stendur nærri Rússlandi. Hátíðin er fræg fyrir gríðarstóra upplýsta skúlptúra. Best þykir að heimsækja svæðið að næturlagi. hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -2 E F C 1 C 0 3 -2 D C 0 1 C 0 3 -2 C 8 4 1 C 0 3 -2 B 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.