Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 38

Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 38
| ATVINNA | 21. janúar 2017 LAUGARDAGUR8 Ráðgjafar á sviði skipulagsmála Ráðgjafarfyrirtækið Alta leitar að góðum liðsmönnum Við leitum að starfsfólki sem hefur víða sýn, þekkingu og metnað til að ná frábærum árangri. Bakgrunnur á sviði skipulagsfræði, landfræði, ferðamálafræði, arkitektúrs, landslagsarkitektúrs, verkfræði eða stefnumótunar. Nánari upplýsingar eru veittar á starf@alta.is Hæfniskröfur » Háskólamenntun með framhaldsgráðu sem tengist gerð skipulagsáætlana, stefnumótun, arkitektúr, ferðamálum eða byggðaþróun » Forvitni, áhugi og frumkvæði » Virðing fyrir fjölbreyttum sjónarmiðum » Geta til að setja hlutina í margvíslegt samhengi » Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð » Góð ritfærni » Starfsreynsla á ofangreindum sviðum er æskileg Alta er framsækið ráðgjafarfyrirtæki. Viðfangsefnin eru einkum á sviði skipulagsmála, byggðaþróunar, ferðaþjónustu, verkefnastjórnunar og stefnumótunar. Verkefnin eru fjölbreytt, þverfagleg, krefjandi og skemmtileg. Frjótt andrúmsloft, samhent starfsfólk og gott vinnuumhverfi gerir Alta að eftirsóttum vinnustað. Alta er með starfsstöðvar í Reykjavík og Grundarfirði. Ef þú hefur áhuga á að vera með okkur í liði, þá sendu umsókn til starf@alta.is Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar næstkomandi. Sjá nánar um okkur á www.alta.is Hæfnis- og menntunarkröfur » Háskólamenntun á sviði við- skipta, hagfræði eða verkfræði » Próf í verðbréfaviðskiptum er skilyrði » Haldgóð reynsla af verðbréfamarkaði » Mjög góð enskukunnátta » Nákvæmni og framúrskarandi samskiptahæfni » Haldgóð þekking á erlendu jafnt sem íslensku efnahagsumhverfi Nánari upplýsingar veita Árni Maríasson, forstöðumaður Markaðsviðskipta, í síma 410 7335 eða arni.mariasson@landsbankinn.is og Bergþóra Sigurðardóttir, starfsþróunarstjóri, í síma 410 7907 eða bergsig@landsbankinn.is. Umsókn merkt Verðbréfamiðlun fyllist út á vef bankans, landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar nk. Landsbankinn leitar að öflugum verðbréfamiðlara í hóp reynslumikilla starfsmanna Markaðsviðskipta bankans. Markaðsviðskipti tilheyra sviðinu Markaðir þar sem helstu verkefni eru sala og miðlun verðbréfa, gjaldeyrismiðlun, fyrirtækjaráðgjöf, eignastýring og einkabankaþjónusta. Bankinn hefur á undanförnum árum veitt þjónustu á erlendum verðbréfamörkuðum og hyggst nýta þau tækifæri sem losun hafta færir til að efla þá þjónustu enn frekar. Bankinn er leiðandi sem stærsti markaðsaðili Kauphallar Íslands og leggur í starfsemi sinni mikla áherslu á fagmennsku starfsmanna, framúrskarandi árangur og drifkraft. Verðbréfamiðlun Helstu verkefni » Miðlun erlendra verðbréfa » Samskipti við viðskiptavini » Greining á markaðsaðstæðum » Úttekt og greining á markaðstækifærum 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -7 4 1 C 1 C 0 3 -7 2 E 0 1 C 0 3 -7 1 A 4 1 C 0 3 -7 0 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.