Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 47

Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 47
| ATVINNA | LAUGARDAGUR 21. janúar 2017 17 Getum bætt við okkur verkefnum og þjónustusamningum Rafögn sér um lagnir af öllum stærðum og gerðum. Hönnun og smíði á stýringum fyrir ýmsan rafbúnað. Sérhæfing er mest á sviði stýringa. Tökum einnig að okkur bilanagreiningu og lagfæringar á stjórnbúnaði. Fagleg vinnubrögð, nákvæmni og góð þjónusta. rafogn@rafogn.is • Matthías 899-4056 SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreyti- legum verkefnum, sem meðal annars varða skipulags- og umhverfismál, skólamál, málefni félagsþjónustu sveitar- félaga og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga. Gerð er krafa um embættispróf í lögfræði eða meistarapróf í lögum, ásamt góðri þekkingu á stjórnsýslurétti. Reynsla af störfum á þeim málefnasviðum sem að ofan greinir er kostur, ásamt þekkingu og áhuga á málefnum sveitar- félaga. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli og ensku er æskileg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga. Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, netfang: gudjon.bragason@samband.is, eða Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfu- sviðs, netfang: magnus.karel.hannesson@samband.is eða í síma 515-4900. Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnu- staður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna starfslýsingu fyrir starfið og starfsmannastefnu sambandsins. Umsóknir, merktar Umsókn um starf lögfræðings á lögfræði- og velferðarsviði, berist eigi síðar en miðvikudaginn 1. febrúar nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti til samband@samband.is Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook Í stóru sundlauginni í laugardalnum eru um 2.500 tonn af vatni. Hvað ætli margir komist fyrir í lauginni ef hún er troðfyllt? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 1 7- 02 07 Sumarstörf Viltu vinna með okkur í sumar? Við bjóðum störf við: • Garðyrkju • Flokksstjórn garðyrkju • Vinnuflokka raf- og vatnslagna • Innmælingar • Sérverkefni fyrir verk- eða tæknifræðinema Við leitum að jákvæðu og framtakssömu starfsfólki í fjölbreytt sumarstörf. Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 2000 eða fyrr. Veitur reka hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Hjá okkur færðu að vinna með fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi. Við tökum jafnréttið alvarlega Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stelpur sem stráka til að sækja um. Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina. Starfstímabilið er frá júní til ágúst. Umsóknarfrestur er til 1. mars á ráðningarvef okkar starf.or.is/veitur/. Við svörum öllum öllum umsóknum fyrir 1.apríl. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is. Ertu að leita að talent? Við finnum starfsmanninn fyrir þig www.talentradning.is Umsækjendur, skráið ykkur á talent@talentradning.is/bryndis@talentradning.is - Sími: 552-1600 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 3 -6 F 2 C 1 C 0 3 -6 D F 0 1 C 0 3 -6 C B 4 1 C 0 3 -6 B 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.