Fréttablaðið - 21.01.2017, Side 60

Fréttablaðið - 21.01.2017, Side 60
| ATVINNA | 21. janúar 2017 LAUGARDAGUR30 kopavogur.is Skipulagslýsing til undirbúnings breytingar á aðalskipulagi Kópavogs. Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing. Vakin er athygli á því að nú stendur yfir í samræmi við 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 kynning á lýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipu- lagsbreytingar á kolli Nónhæðar. Svæðið sem skipulagslýsingin nær til afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og 34 (leikskóli) í vestur. Stærð skipulagssvæðisins er tæplega 31. 000 m2 að flatarmáli þar af um 27.500 m2 lands í einkaeign. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi bæjarins á ofangreindu svæði þar sem landnotkun svæðisins breytist úr samfélagsþjónustu og opnu svæði í íbúðarbyggð með um 140 íbúðum og opnu svæði sem nýtast mun almenningi til leikja og útiveru. Í lýsingunni koma jafnframt fram upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli svo og um kynningu og samráð. Ofangreind verkefnalýsing er til kynningar á skipulags- og byggingardeild Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtuda- ga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00 og á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Verkefnalýsingin verður jafnframt kynnt á kynningarfundi í Smáraskóla fimmtudaginn 9. febrúar 2017 kl. 17:00. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna. Athugasemdir eða ábendingar við hana skulu hafa borist skriflega skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs, Fannborg 6, 200 Kópavogi eða á tölvupóstfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en mánudaginn 20. febrúar 2017 kl. 15:00. Skipulagsstjóri Kópavogs. Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í mars 2017, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið mun hefjast mánudaginn 6. mars 2017. kl. 09:00 – 17.00 og standa dagana 6 - 10. mars og lýkur með prófi laugardaginn 18. mars. Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs. Upplýsingar og umsóknareyðublað fást hjá IÐUNNI- fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík eða vefsetrinu www.idan.is. Umsóknum skal skilað til IÐUNNAR útfylltum ásamt 1) afriti af prófskírteini umsækjanda, 2) vottorði frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis, 3) vottorði/um um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1.mgr. 26.gr. laga um mannvirki, eigi síðar en mánudaginn 20 febrúar 2017. Nánari upplýsingar í síma 590 6434. Mannvirkjastofnun | Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Styrkir úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017 Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmennt- unarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2017-2018. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Gert er ráð fyrir að endurmenntunarverkefnum verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skólaársins 2017-2018. Verði ekki unnt að ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur styrkveiting niður. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum: • leiðsagnarmat - mat og endurgjöf í námi nemenda • hagnýtt læsi og lesskilningur í öllum námsgreinum • þróun í verk- og listgreinakennslu Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is. Umsóknir á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið á móti viðbótar- gögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni. Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um hvers konar endurmenntun umsækjandi hyggst bjóða, m.a. innihald, skipulag og markmið verkefnis/námskeiðs, stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttakenda, fyrirlesara, ábyrgðarmann og annað það sem máli kann að skipta við mat á umsókn. Einnig skal tilgreina áætlaðan kostnað. Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna fram á að endurmenntunarverkefnin mæti þörfum grunnskólans, séu byggð á skólastefnu, aðalnámskrá, fagmennsku og gæðum. Styrkir eru eingöngu greiddir vegna launakostnaðar fyrirlesara. Annar kostnaður er ekki greiddur. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk og fjármögnun styrkja tryggð verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmennt- unarverkefni. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2017. Reglur um Endurmenntunarsjóð grunnskóla er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér þær. Nánari upplýsingar um Endurmenntunarsjóð grunnskóla veitir Klara E. Finnbogadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á klara.e.finnbogadottir@samband.is. Við leitum að starfsmanni með brennandi áhuga á samfélags- miðlum og birtingum. Um er að ræða ráðgjafa sem vinnur náið með viðskiptavinum, viðskiptastjórum og birtingaráðgjöfum á líflegum vinnustað. HELSTU VERKEFNI \ Ráðgjöf og umsjón með birtingum á Facebook, Google Adwords og Instagram \ Eftirfylgni og greining gagna á samfélagsmiðlum og leitarvélum \ Þátttaka í teymisvinnu HÆFNISKRÖFUR \ Háskólamenntun sem nýtist í starfi \ Góð þekking á Google Adwords og Google Analytics \ Góð hæfni í ritun bæði á íslensku og ensku \ Frumkvæði og sjálfstæði \ Reynsla af sölustörfum æskileg Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið rannveig@pipar.is fyrir 1. febrúar nk. Auglýsingastofa \ Guðrúnartúni 8 \ 105 Reykjavík \ pipar-tbwa.is \ 510 9000 SAMFÉLAGSMIÐLA- OG VEFBIRTINGARÁÐGJAFI 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 3 -7 9 0 C 1 C 0 3 -7 7 D 0 1 C 0 3 -7 6 9 4 1 C 0 3 -7 5 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.