Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016
Hvað gerir fólk á víkingahátíð?
Það er rosalega misjafnt eftir því hvar áhuginn liggur.
Við veljum okkur ýmislegt sem við sérhæfum okkur í,
það eru bardagamenn og handverksfólk og fleira.
Bardagamenn sýna bardaga og sjá um Víkinga-
skóla barnanna og fleira á meðan ég er meira í
handverki.
Hver var þín fyrsta
reynsla af slíkri hátíð?
Ég fór út í þetta árið 2004 að hitta
pabba minn, sem kom mér inn í
þetta. Ég féll fyrir þessu og end-
aði með því að sauma mín eigin
föt og vera í þessu sjálf.
Hvað er áhugaverðast
við menningu
víkinga?
Það heillaði mig að end-
urgera þessa fortíð sem ís-
lensk menning snýst svo mikið
um og sagan okkar byggist á. Við
sofum í víkingatjöldum og lifum
tímabundið eins og víkingarnir gerðu,
og það heillaði mig að prófa að gera þetta
eins og í gamla daga.
Er ekkert erfitt að
lifa eins og víkingur?
Við förum kannski ekki að veiða dýr úti í
skógi eða neitt þannig, en það kemur al-
veg á óvart hvað það er lítið erfitt. Mað-
ur er samt vanur samskiptum við um-
heiminn og þá getur lítil tækni verið
erfið. Svo er kannski aðallega kaffið sem
er erfitt.
Hvernig er stemningin
á svona hátíðum?
Hún er æði. Við bíðum alltaf spennt eftir hátíð.
Þetta er ekki bara áhugamál heldur lífsstíll fyrir
okkur og við eigum þarna sameiginlegan lífsstíl.
Eru margir sem taka þátt í þessu?
Já. Víkingaheimurinn er mjög stór og það eru margir
að koma hingað til lands, víkingar frá Þýskalandi,
Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum.
Er ekki verið að hylja yfir myrku hliðar
víkingaaldar, þrælahald og mannvíg?
Nei. Það er kominn svolítill Hollywood-bragur á þá
sýn sem fólk hefur á víkinga yfirleitt. Víkingar á Ís-
landi voru til dæmis bændur og konurnar voru í
handverki og búskap. Við erum að reyna að
vekja athygli á að það er svo stór hlið á vík-
ingum sem var góð, þótt allt þetta vonda hafi
auðvitað gerst líka. Við erum ekki að afsaka
það eða hylja neitt.
BERGLIND ÓSK BÖÐVARSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Lífsstíll að vera víkingur
M
or
gu
nb
lað
ið
/Á
rn
i S
æ
be
rg
Hvort er stærra, forsetakosningar eða EM karla í fótbolta? Reyndar,þrátt fyrir öfluga mætingu Íslendinga til Frakklands, þá munu lík-lega talsvert fleiri mæta á kjörstað næstkomandi laugardag. En þó
eru nokkur líkindi með þessum viðburðum. Hvor tveggja er á fjögurra ára
fresti. Hvor tveggja hefur geysileg áhrif á líf þjóðarinnar með ýmsum hætti.
Gengi þátttakenda í hvorum tveggja hefur mikil áhrif á það hvernig Ísland
birtist útávið.
Ónefndur fjölskyldumeðlimur (ég nefni ekki nafn af ótta við að viðkomandi
fái yfir sig bylgju vandlætingar frá vinum og vandamönnum) fór í hjólatúr þeg-
ar Ísland lék við Portúgal. Hjólað var í litlum hópi um borgina þvera og endi-
langa og alla leið upp á Hólmsheiði.
Þar hitti hjólahópurinn fyrir eina
manneskju á hestbaki. Að öðru leyti
var enginn á ferli meðan leikurinn
stóð yfir. Þjóðin var nánast öll (nema
áðurnefndur hjólahópur) að fylgjast
með. Við hrífumst öll með strákunum
okkar.
Og þó ég ætli ekki að gera það að
sérstöku aðalatriði hér þá má samt al-
veg nefna að það er óskandi að
stemningin verði sú sama þegar
stelpurnar okkar komast aftur á EM;
að við náum að finna það hjá okkur að
fylgjast með og hrífast með.
En hvað kemur annars EM í fót-
bolta forsetakosningunum við? Ekki
neitt þannig séð en það að skoða
þetta tvennt í samhengi minnir okkur
á að samskipti við önnur lönd snúast
um annað og meira en bara veislu-
höld og formleg viðhafnarkynni æðstu leiðtoga.
Samskipti okkar við aðrar þjóðir eru einmitt líka fólgin í því að syngja hástöf-
um úr áhorfendastúkunni á EM og sýna stuðningsmönnum annarra liða virð-
ingu í stað þess að hlaupa um blindfull og gólandi með blys í hönd og steyttan
hnefa.
Í forsetakosningum á fjögurra ára fresti má segja að við veljum okkur mann-
eskju sem við viljum hafa með okkur í stúkunni þegar stelpur og strákar fram-
tíðarinnar fara á stórmót. Manneskju sem við treystum til að höndla bæði hin
formlegu og óformlegu samskipti manna og þjóða á milli.
Morgunblaðið/Golli
Hrifning, fótbolti
og forsetinn
Pistill
Eyrún Magn-
úsdóttir
eyrun@mbl.is
’ Samskipti okkar viðaðrar þjóðir eru ein-mitt líka fólgin í því aðsyngja hástöfum úr
áhorfendastúkunni á EM
og sýna stuðnings-
mönnum annarra liða
virðingu í stað þess að
hlaupa um blindfull og
gólandi með blys í hönd
og steyttan hnefa.
Berglind Ósk Böðvarsdóttir verður í fullum skrúða á Víkingahátíð-
inni við Fjörukrána í Hafnarfirði sem fara mun fram 16. til 19. júní.
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ásgeir Örvar Jóhannsson
Hann fer 2-1 fyrir Íslandi. Gylfi og
Kolbeinn skora hvor sitt markið.
SPURNING
DAGSINS
Hvernig fer
leikurinn á
laugardag-
inn?
Helga Arnardóttir
Ég ætla að spá sigri. Það fer 2-1. Ar-
on og Gylfi taka þetta.
Unnar Ingi Sæmundarson
Ég held að Ísland vinni, ekki spurn-
ing. Ég ætla að skjóta á 3-1, vera
bjartsýnn.
Birta Ósk Ómarsdóttir
Ég verð að segja 3-1 fyrir Ísland.
Þeir eru búnir að standa sig eins og
hetjur.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndirnar
tók Golli