Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 22
Grái liturinn gefur svefn-
herberginu hlýlegt yfirbragð.
Glæsileg uppstilling á
snyrtiborðinu.
Heimilið er hlýlegt og fallega innréttað. Ljósið er frá
Tom Dixon en Sylvía hefur mikinn áhuga á innanhúss-
hönnun og er dugleg að finna hugmyndir á Pinterest.
Morgunblaðið/Eggert
Sylvía Briem, einn af stofnendum bloggsíðunnar femme.is, starfar semDale Carnegie-þjálfari en ásamt því er hún að leggja lokahönd á nám íheilsumarkþjálfun en hún hefur einnig lokið grunnnámi í NLP-
fræðum. Emil er atvinnuflugmaður en vinnur við flugumsjón hjá WOW air.
„Ég er mjög breytileg þegar það kemur
að stíl, ég er fljót að fá leið á hlutum og
breyti því reglulega. Þess vegna kaupi ég
ýmist frekar ódýra hluti sem að mega þá
bara fara í Rauða krossinn eða gjöf til ein-
hvers sem að myndi nýta betur þá hluti,“
útskýrir Sylvía sem er jafnframt dugleg að
fá hugmyndir fyrir heimilið sem hún síðan
framkvæmir á fallegan hátt.
„Það er fyndið að segja frá því að áður
en ég fer að sofa þá innrétta ég íbúðir til að
sofna... Það er mín hugleiðsla. Ég ætti
kannski að fara að íhuga að gera þetta að
atvinnu, mér finnst þetta svo skemmti-
legt.“
Aðspurð hvar parið kaupi helst inn á
heimilið nefnir Sylvía verslanirnar
NORR11 og Söstrene Gröne. „IKEA er
náttúrlega líka í miklu uppáhaldi hjá mér
þrátt fyrir að Emil gæti alveg kleprað þegar ég nefni búðina á nafn.“
Sylvía segir jafnframt grunn íbúðarinnar, eins og málningu, gólfefni og
annað slíkt eitthvað sem að hún velji klassískt og hrátt en þegar það kemur
að hlutum þá kaupir hún ýmislegt sem að henni finnst fallegt þá stundina,
bæði hönnun og ódýrt. „Mér finnst mikilvægt að hugsa, þegar það snýr að
mér, hvort ég muni fá leið á þessu, en eins og áður sagði eru hlutirnir fljótir
að breytast og ég er þessi fluga sem fær virkilega fljótt leið á hlutum og vill
þá oft breyta mikið til,“ útskýrir Sylvía.
Hún segist sækja mestan innblástur til vina og fjölskyldu þegar kemur að
heimilinu.
„Ég verð að viðurkenna að ég er forfallinn Pinterest-fíkill og oft er erfitt
Sylvía Briem hefur búið sér og
fjölskyldu sinni notalegt heimili.
Breyti
heimilinu
reglulega
Sylvía Briem Friðjónsdóttir býr ásamt Emil Þór Jó-
hannssyni, kærasta sínum, og eins árs syni þeirra,
Sæmundi, í fallegri íbúð í Reykjavík. Sylvía hefur
áhuga á innanhússhönnun og er afar dugleg að
finna og framkvæma flottar lausnir á heimilinu.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Skemmtilegt
horn í stofunni.
Falleg hilla sem Sylvía útbjó úr
kryddhillu í barnaherberginu.
HÖNNUN Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslensk ný-orka hafa efnt til samkeppni og leitast eftir hugmyndum um hvernig dragamegi úr umhverfisáhrifum skipaútgerðar. Frekari upplýsingar er að finna á vef-
síðunni www.atvinnuvegaraduneyti.is en frestur rennur út hinn 1. september.
Hugmyndasamkeppni um vistvænt skip
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016