Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 37
lendingar enn þá meðal fátækustu þjóða, en efnaaukn-
ingin er talsvert mikil í góðum árum, og skilyrði til vax-
andi velmegunar eru því fyrir hendi. Hins vegar hafa
komið upp í landinu ýmsar skoðanir og kenningar á
þjóðmálasviðinu hin síðari árin, sem eru beinlínis
hættulegar fyrir velmegun þjóðarinnar. Skoðanir þess-
ar eru byggðar jöfnum höndum á vanþekkingu eða
misskilningi um hin ríkjandi lögmál efnahagsstarfsem-
innar og á löngun til þess að „slá sér upp“ með því að
boða eitthvað nýtt, sem auðveldlega fær nokkra fylgis-
menn, meðan reynslan er ófengin og gallarnir því ekki
komnir í ljós.“
Hraðferð upp velferðarlistann
Jón lagði áherslu á mikilvægi þess að bera skynbragð á
„grundvallaratriði þau, sem efnaleg afkoma veltur á,“
sérstaklega eins og á stæði, „meðan þjóðin er á hinni
erfiðu leið úr fátækt í bjargálnir.“ Ísland á að baki
ótrúlegt ferðalag upp efnahagslega velferðarlista þjóða
heims síðastliðna öld eða svo og breytingin í saman-
burði við aðrar þjóðir frá tíma örbirgðarinnar undir lok
átjándu aldar, sem Jón gat um, er slík að tæpast verð-
ur lýst með orðum. Ísland hefur á ótrúlega skömmum
tíma, eftir að baráttan fyrir sjálfstæði landsins hófst og
einkanlega eftir að fullveldi og sjálfstæði urðu að veru-
leika, lyft sér úr örbirgð og nánast í allsnægtir. Fyrri
tíma menn hefðu í það minnsta talið að hér á landi
byggju nú flestallir við allsnægtir og hið sama má
segja um flesta þá sem nú búa annars staðar í veröld-
inni. Jafnvel í samanburði við hinar efnaðri þjóðir ver-
aldar, þær sem við viljum nú bera okkur saman við,
stendur Ísland vel.
Bankafallið sem áður var nefnt breytti þessu ekki.
Þjóðin fékk á sig högg, en skynsamlegar ákvarðanir
sem undirbúnar höfðu verið og teknar voru strax og
áfallið dundi yfir, ásamt því að Ísland bjó við sjálf-
stæðan gjaldmiðil, urðu til þess að höggið varð minna
en ella hefði orðið og batinn gekk hraðar fyrir sig. Og
hvað samanburð við aðrar þjóðir snertir þá urðu þær
einnig fyrir höggi, þó að menn vilji stundum gleyma
því í umræðunni hér heima, og þeim hefur mörgum
gengið mun verr að hrista það af sér, ekki síst þeim
sem á sínum tíma létu selja sér hugmyndina um síauk-
inn samruna Evrópusambandsins, þar með talið evr-
una.
Það sem best hefur gagnast
Þegar þessi orð eru skrifuð, á sjálfan þjóðhátíðardag-
inn, er gott að minnast þess sem best hefur gagnast ís-
lensku þjóðinni og líka þess sem best hefur gagnast
þjóðum heims almennt. Sjálfstæði Íslands og fullveldi
þess eru þær stoðir sem ótrúlega ört vaxandi velmeg-
un þjóðarinnar hefur byggst á. Þjóðin hefur staðið á
rétti sínum gagnvart risavöxnum hagsmunum, svo
sem með aðild að Atlantshafsbandalaginu á viðsjár-
verðum tímum, með margvíslegum viðskiptasamn-
ingum, með hetjulegri baráttu í landhelgisdeilum,
gagnvart óréttmætum kröfum í Icesave-málinu og
gagnvart þrýstingi um að gangast undir yfirþjóðlegt
vald Evrópusambandsins og taka upp vanhugsaða og
ónýta mynt þess. Án viljans til að nýta og halda í full-
veldi og sjálfstæði þjóðarinnar hefði ekkert af þessu
gengið eftir og staða þjóðarinnar í samanburði við aðr-
ar þjóðir væri fullkomlega ósambærileg við það sem
við þekkjum.
Betra að halda í en kollvarpa
Íslandi er þess vegna best að sýna íhaldssemi að því
leyti að halda áfram í þessi grundvallaratriði sem best
hafa reynst þó að þeir umrótsmenn séu til sem vilja
kasta fullveldinu og jafnvel sjálfstæðinu um leið og
þeir kollvarpa stjórnarskránni.
En hugmyndin um frjálslyndi, sem Jón Þorláksson
aðhylltist ástamt íhaldsseminni, hefur einnig reynst
vel, eins og sjá má á reynslu þjóða heimsins af stjórn-
lyndisstefnunni og frjálslyndisstefnunni. Í megin-
atriðum má segja að frjálslyndinu hafi verið gert
hærra undir höfði á Vesturlöndum en annars staðar í
veröldinni og þar hefur efnahagurinn vaxið mest og
hagur alls almennings tekið stórstígustum framförum.
Ísland á mikil tækifæri til langrar framtíðar takist
landsmönnum að tryggja stöðu landsins gagnvart öðr-
um ríkjum í stað þess að gefa hana eftir og gangast
yfirþjóðlegu valdi á hönd. Takist þeim jafnframt í
innanlandsmálum að fylgja eftir íhaldssemi gagnvart
því sem vel hefur reynst og um leið frjálslyndi þegar
lagaleg umgjörð þjóðfélagsins er annars vegar, þá þarf
ekki að efast um að Ísland getur enn frekar treyst
stöðu sína sem eitt mesta velmegunarríki veraldar.
Fyrir þjóð sem ekki fyrir alls löngu glímdi við nístandi
örbirgð er þetta nokkuð sem hún getur verið stolt yfir
að eiga þess kost að keppa að.
Morgunblaðið/Ófeigur
’Stjórnlyndir menn hafa ekki látið af afskiptum af stjórnmálum þó að níutíu ár séu frá því að þessi orð voru rituð. Þeir eru enn að og draga ekki af sér þó að nokkur
hjálp sé í því fyrir hina frjálslyndari að
sú þjóðfélagsskipan sem þeir stjórnlyndustu
aðhylltust hafi fallið kylliflöt undan eigin
þunga fyrir um aldarfjórðungi.
19.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37