Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016
Þ
að viðrar vel til viðtala því sól skín í
heiði og líka í garðinum í Gunn-
arshúsi í Laugarásnum þar sem
við Kristín komum okkur fyrir
með kaffibolla. Á litla borðinu er
hvítur bróderaður dúkur og tíkin hennar
Kristínar, Lotta, liggur til fóta stillt og prúð,
nema þegar vegfarendur eiga leið fram hjá, þá
heyrist í henni. Kristín, með sitt óstýriláta
rauða hár, er ein af þessum sjarmerandi kon-
um sem hefur mikið og margt að segja. Hún
nýtur þess að segja sögur og byrjaði á því í
fréttamennskunni en fikraði sig svo yfir í
skáldskapinn og hefur verið farsæl á þeim
vettvangi. Barna- eða fjölskyldubækur hennar
hafa skemmt öllum aldurshópum um áraraðir
en hún gegnir einnig formennsku fyrir Rithöf-
undasamband Íslands.
Húslestur á fimmtudagskvöldum
Kristín hóf fullorðinsárin með því að hleypa
heimdraganum og halda til Spánar í spænsk-
unám í Barcelona en þaðan lá leiðin í fjölmiðla-
fræði til Bandaríkjanna og fréttamennsku.
Eftir rúman áratug í þeim geira settist hún
niður við bókaskrif. Ég spyr hvort það hafi
alltaf verið planið að verða rithöfundur. „Sjálf-
sagt hef ég alltaf ætlað það einhvern veginn.
Ég skrifaði alltaf. Og las allt sem ég komst í.
Ég er alin upp við húslestur. Það var oft lesið
upphátt úr góðum bókum og greinum heima. Á
fimmtudagskvöldum átti pabbi það til að negla
okkur systur niður og lesa fyrir okkur uppúr
Íslendingasögunum. Þegar ég var unglingur
fannst mér það ekki heppileg húsregla. Þá
hékk maður á klukkunni og hlustaði með öðru
eyranu á valda kafla upp úr Sturlungu. En
mikið höfðum við systur gott af þessu bók-
menntauppeldi. Þetta var ekki mjög strangt
kerfi en ég man alltaf hvað pabbi varð leiður
þegar hann náði ekki að halda manni dáleidd-
um yfir Örlygsstaðabardaga og ég slapp
kannski út til að fara í Stjörnubíó,“ segir hún
og brosir.
Við nærumst á góðum sögum
Við ræðum mikilvægi þess að börn lesi bækur
og segir Kristín það eitt markmið með starf-
inu, að efla læsi barna. „Það er ekkert annað
sem gleður mann meira. Læsi er algjör grunn-
stoð samfélagsins. Því betur sem börnin okkar
eru læs því þjálfaðari verða þau í samskiptum,
framkomu, og í því að beita tungumálinu.
Þetta er svo stór og sterkur þroskalykill en um
leið verður leiðin að barninu að vera í gegnum
foreldrið. Við nærumst á sögum. Það mun
aldrei úreldast,“ segir hún.
Kristín segir að hún hafi alltaf haft þörf fyrir
að segja sögur. „Þegar ég lærði blaðamennsku
í Bandaríkjunum hafði ég mikinn áhuga á sam-
félagsmálum. Fólk hefur áhuga á fólki. Þess
vegna fór ég í þennan blaðamannabransa. Svo
eftir ellefu ár í starfi fannst mér ég alltaf vera
að moka sömu skurðina fyrir einhverja karla
úti í bæ. Og þegar ég fór að skoða hvað mér
fannst skemmtilegt við starfið var það ekki síst
þessi sagnagerð. Svo var ég með klemmda
taug í rassi þegar ég gekk með þriðja barnið
mitt og þurfti að hanga eitthvað heima á með-
göngunni og gaf mér þá tíma til að fikta við
skrifin. Eitt leiddi af öðru. Ég fann hvað mér
fannst það gaman,“ segir Kristín. „Þetta er
náttúrlega stjórnlaus forvitni og hnýsni um
annarra hagi, lífið og tilfinningaskalann. Það
er atvinnusjúkdómur að skoða fólk og lesa það,
mislesa, oflesa og rannsaka. Þetta er svolítið
eins og blaðamennska, bara önnur hlið á henni.
Það liggja svo mörg lög af frásögnum í sögum
sem við segjum hvert öðru og ekki síst spenn-
andi að hlusta eftir ósögðu sögunni og upplifa
frásagnarmátann. Þetta er galdur sem við bú-
um öll yfir, hvert á sinn hátt,“ segir Kristín.
„Allt er saga. Við búum í flókinni sögu, erum
ýmist aukapersónur eða aðal- og skáldskap-
urinn er samofinn daglegum veruleika.“
Sannleikurinn er lygilegur
Kristín sækir efni í fortíðina og ekki síður í nú-
tímann og fólkið í kringum sig. „Það er af nógu
af taka. Veruleikinn er verkstæði höfundar og
skáldskapurinn er verkfærasett. Svo er það
þessi sannleikur sem er svo lygilegur. Höf-
undur er alltaf að glíma við sannar sögur,
skoða og raða því í sitt samhengi. Þetta er dá-
lítið eins og að vinna mósaíkmynd; allt fellur
loks á sinn stað og verður manns eigið og höf-
undurinn sér úr því eitthvert lógískt samhengi
og heyrir sína rödd og sinn hjartslátt. Í Litlum
byltingum sem kom út um jólin gekk ég
kannski mun meira við hlið sannleikans en ég
hef áður gert. Þar var ég að skrifa um formæð-
ur mínar – þær konur sem standa mér næst,“
segir Kristín en hún telur mikilvægt að gleyma
ekki fortíðinni. „Við erum hlekkur í langri
keðju af fólki sem var á undan okkur og kemur
á eftir okkur. Það eina sem við getum gert,
sem svona bómullarbossar og lúxusgrísir í
núinu, er að kunna að meta það sem var og
skilja hvaðan við komum, reyna svo að vinna
fallega úr því og skoða það í því samhengi að
við séum alltaf að bæta núið og framtíðina. Við
framköllum litlar byltingar alla daga og við
gerum það oftast ómeðvitað. Allt miðar til hins
besta. Sagði ekki Birtingur það?“
Kristín telur að í verkum sínum sé sterkur
jafnréttisundirtónn þótt það sé ekki meðvitað.
„Rithöfundur mætir alltaf verkinu með sinn
farangur og sínar lífsskoðanir. Svo spinnur
hann úr því sitt erindi og heimsmynd. Kannski
er sterkur feminískur undirtónn í því sem ég
skrifa af því að það er mín lífsskoðun og ég
verð þá bara að standa með því.“
Það var búið að frelsa geirvörtuna
„Ég hef oft áhyggjur af jafnréttismálum. Tíð-
arandinn brenglar alltaf myndina. Þegar við
ólumst upp, þú og ég, var Vigdís að verða for-
seti, fyrirmyndirnar okkar voru rauðsokkur,
við upplifðum Kvennafrídaginn og endalausa
umræðu um jafnrétti kynjanna. Það hefur orð-
ið bakslag. Margir sem tjá sig fallega um jafn-
réttismál byrja á því að segja: Ég er nú enginn
brjálaður femínisti. Eins og það sé bannorð og
þar liggi einhver hætta. Í fullkomnum heimi
gætum við kannski sagt svona, en í heimi þar
sem konur hafa þurft að þola kúgun og mis-
rétti á svo mörgum sviðum í svo mörg hundruð
ár þá höfum við ekki efni á að tala þannig. Ég
held að við þurfum að fara að segja að við séum
femínistar og hætta að vera hrædd við orð sem
ná utan um heilbrigða sýn,“ segir Kristín.
Ég bendi á vakninguna sem kom með
freethenipple-herferðinni. „Ég hélt samt að
við værum búin að frelsa þessar geirvörtur
fyrir löngu, þegar hippastelpurnar köstuðu
höldunum og við lágum berbrjósta í sólbaði.
En þetta sýnir okkur að það þarf alltaf að
hreinsa til. Við getum ekkert bara setið á rass-
inum, það safnast alltaf upp skítur, rusl og
uppvask. Þetta er eins og að taka til, þetta með
jafnréttisbaráttuna. Við verðum alltaf að vera
að þrífa,“ segir hún og nefnir að bæði stjórn-
völd og fjölmiðlar séu sofandi í jafnrétt-
ismálum. „RÚV og Hringbraut fylgja eftir
jafnréttisstefnu. Það er fínt, en magnað að það
þurfi árið 2016. En hvað með til dæmis hrút-
varp Bylgjan? Þar er nú aldeilis slagsíða og
hallar á konur. Er virk jafnréttisstefna þar?“
Landverðir í Galapagos norðursins
Kristín hefur verið virk í náttúruverndarbar-
áttunni í gegnum tíðina. „Við erum svo skrítin
þjóðarsál, getum flutt fjöll, borað okkur í
gegnum þau og staðið saman þegar mikið ligg-
ur við. En svo er einhver hamfarastjórnun svo
innprentuð í okkur. Við erum alltaf að slökkva
elda og alltaf aðeins á undan sjálfum okkur og
stundum jafnvel í loftköstum á eftir okkur. Til
dæmis hellast nú yfir okkur tvær milljónir túr-
ista og við erum ekki búin að tengja klósettin
og malbika þjóðveg eitt. Við erum landverðir í
Galapagos norðursins og þurfum að axla þá
ábyrgð, stofna hálendisþjóðgarð og gæta að
okkar fjársjóðum með tilheyrandi vörnum og
uppbyggingu. Náttúra Íslands er fjöreggið
okkar. Hvað varðar náttúruverndarmál og
umhverfismál, svo ekki sé minnst á mannrétt-
indamálin, þá getum við verið svo merkilega
sterk rödd á alþjóða vettvangi og stór fyr-
irmynd. Það er alvarlegur flóttamannavandi
sem ber að dyrum hjá okkur sem og öðrum á
hnettinum. Það eru börn á vergangi eftir hel-
för. Börn á vergangi, en við klórum okkur í
hausnum og sendum fólk úr landi,“ segir
Kristín og er áhyggjufull. „Við, þessi litla þjóð,
gætum svo auðveldlega verið músin sem öskr-
ar. Oft ef að Íslendingar beita sér þá náum við
athygli á alþjóðavettvangi. Miðað við hvað við
erum smá og kríli í veraldarsamhenginu þá
höfum við magnaða rödd ef við viljum. Við
þurfum að nota hana meira. Hún er alvöru
þokulúður á heiminn.“
Hjólaði ein fyrir sálina og líkamann
Kristín er rúmlega fimmtug og gefur ekki mik-
ið fyrir umræðu um aldur. „Aldur er bara
mælistika fyrir þann tíma sem við erum á
þessum hnetti. Ég hef hitt gamalmenni sem
ekki eru orðin tvítug og kornungar níræðar
manneskjur,“ segir Kristín.
Hún er nýkomin aftur inn í þægindaramm-
ann eftir að hafa stigið aðeins út fyrir hann
þegar hún hjólaði ein umhverfis ævintýraeyj-
una, sem hún svo kallar.
Ég spyr hvernig þessi hugmynd hafi kvikn-
að, hvort þetta hafi verið einhvers konar leið til
að finna sjálfa sig. Hún þvertekur fyrir það að
hafa verið týnd og segir þetta ekki hafa verið
Músin getur
öskrað hátt
Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur brennandi áhuga á
fólki og sögunum þeirra. Henni er umhugað um jafnrétt-
ismál, læsi barna, náttúruvernd og bókaþjóðina sem gagn-
rýnir listamannalaun rithöfunda. Kristín hjólaði alein í
kringum ævintýraeyjuna Ísland sem henni er svo annt um
til að styrkja líkama og sál og safna sögum í sarpinn, en
hún sér sögur í hverju horni.
Mynd og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is