Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 21
breytast, ESB beri að semja við
Breta um það og fremur ótrúlegt sé
að sambandið leggi nýjar hömlur á
viðskipti þar á milli í ljósi þess að
Bretar kaupi miklu meira frá
meginlandinu en meginlandsbúar af
Bretum.
Andstæðingarnir neita því ekki
að úrsögninni kunni að fylgja ýmis-
legt ómak eins og við allar breyt-
ingar, en fullyrða að ávinningurinn
til lengri tíma verði margfaldur.
Kannanir benda til þess að almenn-
ingur fallist á það, hafi trú á bresku
efnahagslífi, en óttist efnahags-
öngþveiti á meginlandinu og afleið-
ingar þess.
Síðasti sjens
Boris Johnson hefur sagt að úrsögn
úr ESB sé síðasti möguleiki margra
Breta til þess að ná yfirráðum í
málum, sem þeim sé verulega annt
um og nefnir í því samhengi dóm-
stólana, landamærin og lausn undan
afskiptum framandi skriffinna af
daglegu lífi fólks. Eins og dæmin
sanni gefist tækifæri til slíks ekki
oft, en eins og horfi með þróun Evr-
ópusamrunans kunni þetta að vera í
síðasta sinn. Umfram allt snúist
þetta þó um lýðræðið, að kjósendur
fái að velja valdhafana og kjósa þá
af sér þegar þeim býður svo við að
horfa. Þess sé enginn kostur undir
yfirvaldi ESB.
Boris neitar því ekki að markmið
Evrópuhugsjónarinnar séu göfug,
en að einfaldar hugmyndir um frí-
verslun og lýðfrelsi hafi afmyndast í
óskapnað, sem hafi það beinlínis að
markmiði að verða ólýðræðisleg
Bandaríki Evrópu. Þaðan komi um
60% árlegrar löggjafar Breta og
kostnaðurinn vaxi ár frá ári. Sum-
um kynni að þykja það þolandi ef
Evrópusambandið skilaði árangri,
en það væri öðru nær, efnahagur
Miðjarðarhafslandanna væri í rúst
fyrir þess tilverknað og Evrópu-
sambandið sá heimshluti, að Suð-
urskautslandinu undanskildu, þar
sem efnahagslíf væri í mestum
doða. Á sama tíma stæði það í vegi
þess að Bretar gætu náð fríversl-
unarsamningum við lönd eins og
Bandaríkin og Kína, en meira að
segja Ísland hefði náð samningi við
Kína Evrópusambandslaust!
Það hefur enda verið vinsælt við-
kvæði í hópi þeirra, sem vilja ganga
úr ESB, að það sé ekki vegna þess
að þeir vilji einangra sig frá Evr-
ópu, heldur vilji þeir opna sig gagn-
vart umheiminum. Þeir minna á að
Evrópusambandsaðildin hafi orðið
til þess að tengslin við samveldis-
löndin gömlu hafi rofnað með ýms-
um hætti og vinnumarkaðsregl-
urnar hafi í reyndinni mismunað
fólki eftir uppruna, án þess að
markmiðin hafi í nokkru verið
blandin kynþáttafordómum. Í orði
kveðnu, bæta sumir við.
Hræðsluáróður
David Cameron og sveinar hans
virðast hafa ákveðið að sigurvæn-
legast væri að beita sömu aðferð og
naumlega dugði til sigurs í sjálf-
stæðiskosningu Skotlands. Hún
fólst í að hamra á slæmum efna-
hagslegum afleiðingum og óvissu,
sem fylgdi úrgöngu. Að þessu sinni
var gengið enn lengra í hræðslu-
áróðrinum og alls kyns mögulegar
(og ómögulegar) afleiðingar úrsagn-
ar úr ESB taldar upp sem óhjá-
kvæmilegar afleiðingar. Þar virtist
ekkert undanskilið, hvorki vín-
skortur né 3. heimsstyrjöldin.
Þessar miklu hrakspár virðast
hins vegar ekki hafa virkað sem
skyldi. Þvert á móti hafa þær frem-
ur minnkað trúverðugleika for-
sætisráðherrans mikið. Skoðana-
kannanir gefa ótvírætt til kynna að
kjósendur hafi ekki verulegar
áhyggjur af hinum efnahagslegu af-
leiðingum og leggi ekki mikinn
trúnað við tölfræði Camerons og
Osborne fjármálaráðherra. Síðasta
útspil Osborne, sem var að hóta
refsiskatti ef þjóðin kysi rangt, virð-
ist raunar hafa haft þveröfug áhrif,
almenningur talar um að hann þurfi
að fara og í þinginu kraumar upp-
reisn meðal stjórnarþingmanna fyr-
ir vikið.
Á hinn bóginn eru það enn og aft-
ur innflytjendamálin, sem mest
hreyfa við kjósendum. Þau eru flók-
in og afstaða manna alls ekki á eina
lund hvað þau varðar. Vandi Came-
rons er hins vegar sá að hann hefur
engan trúverðugleika eftir á því
sviði. Meðal kosningaloforða hans
voru mjög eindregnar tillögur og
nákvæmar tölur um innflytjendur,
sem hafa í engu gengið eftir. Öðru
nær, allt bendir til þess að ríkis-
stjórnin hafi enga stjórn á straumi
innflytjenda frá ESB. Og fyrir því
finna menn. Ekki mjög á atvinnulífi
(ef nokkuð), en þeim mun meira á
opinberum innviðum, heilbrigðis-
kerfinu og hinu félagslega, sem víða
hafa ekki annað hinum aukna fjölda.
Cameron úr leik?
Það var einmitt hræðslan við inn-
flytjendamálin og hvernig UKIP
virtist vera að saxa á Íhaldsflokkinn
vegna þeirra, sem gerði það að
verkum að Cameron hét þessum
kosningum upphaflega. Svona í og
með til þess að losna við að taka af-
stöðu til þeirra. Það hefur hins veg-
ar allt snúist í höndum hans. Ekki
endilega þannig að Íhaldsflokkurinn
gjaldi fyrir, þó að hann verði vafa-
laust nokkurn tíma að jafna sig eftir
hörð innanflokksátök, nei, það er
miklu frekar að Cameron sjálfur
hafi lagt svo mikið að veði að hann
muni mest gjalda þegar upp er
staðið. Eiginlega óháð því hvernig
kosningarnar í næstu viku fara.
Cameron forsætisráðherra hefur
áður sagt að hann hyggist ekki
sækjast eftir forystuhlutverki í
stjórnmálum eftir þetta kjörtímabil,
svo ef hann hefur sigur gæti hann
hugsanlega setið það út. En þá
þurfa menn að taka með í reikning-
inn að um 80% félaga í Íhalds-
flokknum eru á móti aðild og senni-
lega meirihluti þingmanna ef á
reynir. Honum gæti því vel verið ýtt
af stalli verði aðildin ofan á. Og ef
þjóðin samþykkir að fara úr ESB er
sjálfhætt, það getur tæplega komið
í hans hlut að semja um útgönguna.
Hvernig sem fer blasir við að
Evrópusambandið verður ekki samt
eftir. Þó að aðildarsinnar fái sigur
hefur svo mikil gagnrýni komið á
ESB í kosningabaráttunni — líka
hjá fylgismönnum aðildar — að
óhugsandi er annað en að þær
kvartanir verði teknar upp á vett-
vangi þess. Ef ekki verður orðið við
þeim frekar en fyrri daginn mun
baráttan fyrir úrsögn vafalaust
hefjast á ný.
En ef það fer á hinn veginn, ef
Bretar ákveða að taka hatt sinn og
regnhlíf … þá verður Evrópusam-
bandið og Evrópa ekki söm eftir.
Ægivald Þjóðverja verður enn aug-
ljósara og lítil von til þess að efna-
hagsvandræðin lagist skjótt. Á hinn
bóginn gæti Brexit orðið öðrum
þjóðum fordæmi, um að það sé
hægt að kjósa um aðildina og jafn-
vel hafna henni, án þess að himinn
og jörð farist.
Fiskimenn og fyrrverandi
fiskimenn við Norðursjó
sigldu upp Thames-á að
breska þinghúsinu til þess
að undirstrika stuðning
sinn við úrgöngu úr ESB,
sem þeir segja hafa eyðilagt
bæði breskan sjávarútveg
og bresk fiskimið.
AFP
19.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
N
ý
b
ý
la
v
e
g
u
r
8
.
-
2
0
0
K
ó
p
a
v
o
g
u
r
-
S
:
5
2
7
1
7
1
7
-
d
o
m
u
sn
o
v
a
@
d
o
m
u
sn
o
v
a
.is
-
w
w
w
.d
o
m
u
sn
o
v
a
.is
Frítt verðmat
Viltu vita hvað þú færð fyrir
fasteignina þína ?
Fasteignasala venjulega fólksins...
Fagljósmyndun
Traust og góð þjónusta alla leið
Svörin við því hvað gerist við Brexit hafa verið harla óljós. Evrópusinn-
arnir vilja skiljanlega lítið ræða það umfram það að segja að við taki
upplausn og illdeilur við meginlandið. Fylgjendur úrsagnar úr ESB eru
aftur á móti hreint ekki á einu máli um framhaldið og hafa því ekki
eytt miklum tíma í að ræða það, svona umfram það að benda á að
langflest ríki heims plumi sig alveg ágætlega utan Evrópusambandsins.
Fyrir Íslendinga er hollt að fylgjast vel með því öllu, tengslin milli land-
anna eru veruleg og viðskiptahagsmunir miklir.
TVÍHLIÐA SAMNINGAR
Margir hafa bent á að fyrir liggi sáttmálar, sem skuldbindi ESB til þess
að semja við Breta í góðu um viðskilnaðinn og að þar á meðal beri
þeim að veita þeim aðgang að innri markaðnum. Það er á hinn bóginn
alls ekki í hendi og í Brussel segja embættismenn að Bretar geti ekki
vænst neinna vettlingataka ef til úrsagnar kemur.
EFTA og EES
Ýmsir fylgismenn úrsagnar hafa minnt á að Noregur og Sviss standi
utan Evrópusambandsins og séu samt með þeim ríkjum heims þar
sem hagsæld og velsæld standi í mestum blóma. Þeir huguðustu hafa
jafnvel minnst á íslenska efnahagsundrið hið nýja! Ljóslega kemur vel
til greina fyrir Breta að ganga í EFTA á nýjan leik og láta á það reyna
hvort EES-samkomulagið rúmi þá einnig, sem yrði því vitaskuld mikil
lyftistöng.
EBE II
Margir fylgismenn úrsagnar taka fram að þeir myndu gjarnan vilja vera
í því Efnahagsbandalagi Evrópu sem þeir gengu í 1975. Það séu seinni
tíma viðbæturnar og hið yfirþjóðlega vald, sem þeir séu á móti. Sumir
þeirra hafa talað fyrir því að endurreisa það, slíkt gæti jafnvel gerst inn-
an vébanda ESB, sem þá yrði „tveggja gíra“. ESB hefur til þessa tekið
slíku fjarri, en eftir Brexit kynni það að komast til umræðu á ný. Ekki er
ósennilegt að ríki eins og Holland og Danmörk yrðu spennt fyrir slíku,
jafnvel Svíþjóð og fleiri er fram í sækir. Það er t.d. eftirtektarvert að
jafnvel í Frakklandi er hreyfing fyrir atkvæðagreiðslu um ESB og sam-
kvæmt skoðanakönnunum nýtur sú hugmynd verulegra vinsælda.
NAFTA EÐA SAMVELDIÐ
Alls kyns hugmyndir aðrar hafa verið nefndar, eins og t.d. aukaaðild að
NAFTA (ekki sennileg að svo stöddu), endurnýjað efnahagssamstarf
við Samveldislöndin (mögulegt en takmarkað og tímafrekt) eða sér-
stakt fríverslunar- og efnahagssamstarf enskumælandi ríkja beggja
vegna Atlantshafs og í Eyjaálfu (ekki óhugsandi en mjög háð pólitísku
andrúmslofti í Bandaríkjunum).
Hvað gerist við Brexit?