Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016 LESBÓK „Grunaður“ til að mynda verið skoð- að rúmlega 118 þúsund sinnum á vefsíðunni YouTube. Hann kveður jafnframt uppganginn í rappsenunni aðeins vera að byrja og að nóg sé til af ungum og efnilegum röppurum sem margir hverjir eru einmitt að fara að troða upp ásamt Aroni á Sec- ret Solstice-hátíðinni sem stendur yfir í Laugardalnum um helgina. Það er geðveikt að koma inn íþetta á þessum tímapunkti.Það er svo mikið í gangi í rappsenunni hérna heima,“ segir Grafarvogsbúinn Aron Can sem hef- ur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna síðustu mán- uði. Plata hans Þekkir stráginn hef- ur notið mikilla vinsælda og mynd- band við lögin „Enginn Mórall“ og Ekkert nema ást Aron Can er aðeins sextán ára gam- all og því kímið að leiða hugann að því að það séu fjögur ár þar til hann verður sjálfur löglegur inni á skemmtistöðunum þar sem hann treður gjarnan upp. Tónlistin hefur þó lengi verið uppi á pallborðinu hjá rapparanum en hann kveðst hafa byrjað að semja lög þegar hann var tíu ára. „Síðan tók ég þátt í Samfés og Rímnaflæði og þessum pakka. Það voru fyrstu skiptin sem ég rappaði fyrir framan fólk. Síðan hefur maður verið að fara í stúdíó og alltaf tekið þetta lengra og lengra,“ segir hann en greinilegt er að Aron ber mikla ást í brjósti til hverfisins síns, Graf- arvogsins. „Gaur, þetta er bara sjittið. Graf- arvogurinn er fyrir þig ef þú ert í fótbolta og hann er líka fyrir þig ef þú ert rappari. Ég hangi mikið þar þó maður sé farinn að spila úti um allan bæ. Ég er ekki mikið að tsjilla með öðrum röppurum, ég er bara mest með mínum hómís í hverfinu. Það eru samt allir fokking næs sem maður hefur hitt, ekkert nema ást í þessu,“ segir Aron um rappsenuna í heild sinni. Hann segir vinsæld- irnar hafa haft nokkur áhrif á líf sitt. „Ég er að spila nánast hverja ein- ustu helgi og fá borgað fyrir að gera það sem ég elska að gera. Þetta er samt alveg ennþá svolítið bara við strákarnir að taka upp og leika okk- ur,“ segir hann en þess má geta að nýju plötuna má nálgast á Spotify, YouTube og heimasíðunni aronc- an.com. Nýtt myndband á döfinni Eins og áður segir hefur verið mikill uppgangur í íslenska rappinu upp á síðkastið en Aron segir það enga til- viljun. „Það liggur við að það eina sem mín kynslóð hlusti á sé hip-hop. Síð- an hafa upp á síðkastið verið að koma fram á sjónarsviðið margir ný- ir íslenskir rapparar og þá hlustar maður auðvitað á þá. Það er svo ógeðslega mikið að gerast á Íslandi. Það er alltaf verið að gefa út eitthvað nýtt og ferskt,“ segir hann og gefur jafnframt rapparanum Gísla Pálma svolítið kredit fyrir þá rappbylgju sem hefur riðið yfir Ísland. Aron Can er þó ekki einn á báti í sínum lagasmíðum en þeir Aron Rafn Giss- urarson og Jón Bjarni Þórðarson hafa verið að semja taktana fyrir rapparann og er dagskráin fram- undan þétt hjá tríóinu. „Við erum að vinna í nýju lagi núna sem við munum gefa út í sumar ásamt myndbandi. Við erum að leggja áherslu á að búa til nýtt og ferskt efni,“ segir hann en Aron leik- stýrði einmitt sjálfur myndbandinu við lögin „Enginn Mórall“ og „Grun- aður“. Beint í 112 að hátíð lokinni Þá segir hann það mjög misjafnt hvað hann rappi um og að andagiftin sé að mestu fengin úr eigin reynslu- heimi. „Stíllinn minn er ekki þekktur sem eitthvað dópistatal. Ég held allavega ekki. Maður minnist að sjálfsögðu á slíkt af og til en þá bara í ákveðnu samhengi. Ég rappa bara um minn eigin raunveruleika,“ segir Mest með sínum hómís í hverfinu Mikið hefur borið á hinum sextán ára Aroni Can upp á síðkastið en rapparinn gaf nýverið út plöt- una Þekkir stráginn auk þess sem hann kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina. Hann segir að vinsældirnar hafi haft nokkur áhrif á líf sitt en hjartað sé þó alltaf í Grafarvoginum. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Taylor Swift hefur fundið sér nýjan elskhuga. Eyðir Taylor Swift af Instagram Skoski plötusnúðurinn Calvin Harr- is hefur eytt öllum myndum af sér og fyrrverandi kærustunni Taylor Swift af Instagram. Nú notar hann samfélagsmiðilinn aftur á móti til að koma tónlistarmyndbandi með Rihanna á framfærið í stað krútt- legra paramynda. People Magazine greinir frá þessu. Taylor Swift er sögð hafa jafnað sig á skilnaðinum en sést hefur til hennar og Tom Hiddleston í hlýhug, en Hiddleston er ein af stjörnunum í myndinni Avengers og leikur þar Loka, per- sónu byggða á hinu þjóðþekkta nor- ræna goði. Talað er um kynni Tay- lor Swift og Tom Hiddleston sem „óvæntan rómans“ á vef People Ma- gazine. Sjónvarp Orange Is the New Black-þáttaserían heldur ótrauð áfram en fyrsti þáttur fjórðu seríu þáttanna var frumsýndur þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. Nýja þáttaserían mun kafa af mun meiri dýpt í heiminn fyrir utan fangelsið sem sagan gerist í, samkvæmt umfjöll- un The Washington Post, og fjalla með gagnrýnum augum um mál- efni á borð við stöðu kynþáttanna og borgaralegra réttinda í Banda- ríkjunum. Föngum í Litchfield-fangelsinu, þar sem persónur þáttanna lifa og hrærast, fjölgar töluvert strax í fyrsta þætti seríunnar. Fangelsið er selt úr ríkiseigu sem er meðal þess sem persónur þáttanna eiga skoðanaskipti um í nýrri seríu. Orange Is the New Black hóf göngu sína árið 2013 og varð strax á fyrsta ári vinsælasta þáttaröðin framleidd af Netflix-fyrirtækinu, og sló þar með met hinna vinsælu House of Cards-þátta. Fjórða sería tæklar samfélagsmálin Taylor Schilling leikur Piper Chapman í þátt- unum. AFPAFP Taryn Manning leikkona í Paley Center í Beverly Hills.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.