Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Síða 20
S purningin um Evrópu- sambandið er veiga- mesta ákvörðunin, sem lögð hefur verið fyrir breska kjósendur allt frá árinu 1975, þegar þeir sam- þykktu með 67% hluta atkvæða að vera áfram í Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE), sem þá hét. Segja má að atkvæðagreiðslan nú sé raun- ar enn mikilvægari en sú fyrri, því á þessu 41 ári, sem síðan er liðið, hef- ur Evrópusamstarfið stigmagnast með hverjum sáttmálanum á fætur öðrum og Evrópusambandið nú fremur ríkjasamband en það tolla- bandalag, sem fyrri kynslóð sam- þykkti. Hvernig það gerðist, nánast sjálfkrafa, og ávallt án þess að þjóð- in væri höfð með í ráðum, er senni- legast ein helsta undirliggjandi ástæða atkvæðagreiðslunnar, þó að ýmislegt annað kunni að vera mönnum ofar í huga. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið dræmur hjá Bret- um. Helstu stuðningsmenn þess hafa jafnan haft fyrirvara um það, enginn talar um Evrópuhugsjónina í alvöru og menn segja fátt há- stemmdara en að ESB sé skárra en ekkert. Eftir að kosningin um veru Breta í sambandinu komst á dag- skrá á liðnu ári skýrðust línur þó töluvert, aðallega að því leyti að fleiri tóku á sig rögg og játuðu stuðning við það að Bretar yrðu áfram aðildarþjóð ESB. Sú hneigð var þó ekki mjög víðtæk, rétt dugði til þess að þoka fylgjendum aðildar upp í svipað hlutfall og andstæð- ingum. Andstæðingar í sókn Undanfarin misseri hafa fylgjend- urnir oftar verið rétt yfir andstæð- ingunum, sem hugsanlega vakti hjá þeim falskt öryggi. Þar inn í kann einnig að spila að í Lundúnaþorpinu er stuðningurinn við ESB-aðild mjög afgerandi. Annars staðar á landinu er miklu jafnara og á lands- byggðinni er andstaðan víða mjög mikil. Í kosningabaráttunni undan- farnar vikur hefur einnig mátt greina einn höfuðmun á fylgjendum og andstæðingum aðildar. Þrátt fyr- ir að andstæðar fylkingar hafi hvor- ug náð miklu flugi í baráttunni blas- ir við að það er meiri eldmóður í andstæðingum aðildar, fylgjend- urnir hafa verið miklu rólegri, stundum eins og þeir nenni þessu varla. Kannski það segi eitthvað, en andstæðingarnir virðast líka skemmta sér betur í baráttunni. Af hvaða völdum, sem það nú er, þá er það óumdeilanlegt að skoðanakannanir hafa sýnt mikla fylgisaukningu hjá andstæðingum aðildar síðustu daga. Svo mikla að sérfræðingar tala um að það þurfi einhvern meiri háttar viðburð eða áfall til þess að koma í veg fyrir sig- ur þeirra, sem vilja að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, en þeir hafa samkvæmt síðustu könnun 6% for- skot. Kannski. En það er rétt að hafa í huga að skoðanakannanastofurnar bresku hafa ekki staðið sig vel í að spá fyrir undanfarnar kosningar. Bara alls ekki. Og í kosningum af þessu tagi hafa þær engin viðmið. Svo spennan eykst. Kosið þvert á flokka Rétt eins og árið 1975 tekur breska ríkisstjórnin afstöðu til málsins. Stefna ríkisstjórnarinn er eindregið sú að mæla með að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu og hef- ur raunar ýmsum komið á óvart hversu ákaflega David Cameron forsætisráðherra og ríkisstjórnin hafa beitt sér í kosningabaráttunni. Hins vegar hafa þingmenn Íhalds- flokksins og ráðherrar hans frítt spil um afstöðu sína, sem hefur valdið töluverðum núningi innan ríkisstjórnarinnar og þingliðsins, en margir búast við því að þeir reikn- ingar verði jafnaðir með einhverjum hætti, ekki löngu eftir kosningarnar í næstu viku. Verkamannaflokkurinn er í orði kveðnu hlynntur aðild, en hefur ekki beitt sér mikið í kosningabar- áttunni. Flestir telja að í hjarta sínu sé Jeremy Corbyn, hinn róttæki formaður Verkamannaflokksins, andstæður aðild – nóg hefur hann í fyrndinni hallmælt Evrópusam- bandinu – en hann hefur verið afar máttlaus í stuðningi sínum til þessa. Í raun má segja að mun meira hafi borið á einstökum þingmönnum Verkamannaflokksins, sem berjast gegn aðildinni. Þetta fálæti stjórnarandstöð- unnar snýst þó ekki nema að hluta um afstöðuna í Evrópumálunum, því Verkamannaflokkurinn er í sár- um eftir afhroðið í þingkosning- unum í fyrra og formannskjörinu, sem sigldi í kjölfarið. Þar var Cor- byn kjörinn fyrir tilstilli aðgerðar- sinna og villta vinstrisins í flokkn- um, en þingflokkurinn er mestallur mótsnúinn honum, verkalýðshreyf- ingin er tvístígandi og óþurft Jezza Corbyn er eitt hið fáa, sem forver- arnir Tony Blair og Gordon Brown eru sammála um. Verkamanna- flokkurinn er svo upptekinn af innri meinum sínum, að hann getur lítið aðhafst á hinu stóra sviði stjórnmál- anna. Innanflokksátök íhaldsmanna Margir hafa orðið til þess að kvarta undan því að þessar kosningar séu í raun innanflokksvandamál Íhalds- flokksins, sem fyrir sögulega til- viljun hafi orðið að vanda alls lands- ins. Auðvitað er það ekki svo einfalt, en það er mikið til í því að málið varði íhaldsmenn sérstaklega. Evrópumálin hafa verið fleinn í holdi Íhaldsflokksins um langa hríð og þessi kosning hefur einnig orðið til þess að draga fram klofning í for- ystu flokksins. Þannig er Boris Johnson, hinn litskrúðugi fyrrver- andi borgarstjóri Lundúna, helsti talsmaður þeirra sem vilja fara úr ESB. Sá gamansami náungi hefur ekki aðeins sýnt á sér nýjar og al- varlegri hliðar í kosningabarátt- unni, heldur hefur hann einnig sýnt að hann á erindi í ýmsa landshluta, þar sem enginn utan Verkamanna- flokksins hefur fengið áheyrn í marga mannsaldra. Baráttan hefur einnig dregið í ljós ýmis leiðtogaefni íhaldsmanna önnur, eins og Michael Gove dómsmálaráðherra og Priti Patel atvinnumálaráðherra, sem bæði lögðu höfuð sitt að veði með því að fara gegn vilja Camerons. Cameron fullyrðir að hann sé ekki hrifnari af ESB en áður, en hann segist fullviss um að réttara sé að reyna að breyta sambandinu inn- an frá en yfirgefa það. Hann segir að auk mögulegra efnahagsáfalla, sem geti fylgt úrsögn, steðji ótal aðrar hættur að, sem kalli á nána samvinnu við granna og vini á meginlandinu. Þar nefnir hann hryðjuverkaógnina, flótta- mannavandann, steyting Pútíns og svo framvegis. Gagnvart slíkum vanda þurfi vestrænar lýðræðis- þjóðir Evrópu að standa saman og hann fullyrðir að Bretar séu sterk- ari innan Evrópu en utan. Loks sé hagsæld Bretlands til framtíðar ná- tengd helstu mörkuðum þeirra handan sundsins. Boris og félagar gefa lítið fyrir þessi rök. Þeir segja fullreyndar til- raunir Breta til þess að breyta ESB, þeim sé öllum hafnað (72-0 fyrir Brussel!) og ekki minnsta tillit tekið til breskra hagsmuna. Þeir segja fráleitt að vinir og grannar hætti samstarfi á öryggissviðinu þó að Bretar gangi úr ESB, til þess séu ótal samningar og stofnanir aðrar, ekki þá síst Atlantshafs- bandalagið (NATO). Efnahags- tengslin segja þeir ekki þurfa að Yfirgefa Bretar ESB? Næsta fimmtudag, 23. júní, ganga Bretar að kjör- borðinu til þess að svara spurningunni um hvort þeir vilji yfirgefa Evrópusambandið eða vera áfram innan vébanda þess. Nú á lokasprettinum virðist þeim, sem fara vilja, hafa vaxið ásmegin og víst að næstu dagar verða afar spennandi. Ekki aðeins fyrir Breta, heldur alla Evrópu, Ísland þar með talið. Andrés Magnússon er blaðamaður á Englandi og fjallar hér um þessa hatrömmu og hugsanlega afdrifaríku kosningabaráttu. Á veðreiðunum í Ascot nú í vikunni mátti ekki aðeins veðja á hesta, heldur einnig hvernig færi í kosningunum í næstu viku. Einn veðbókarinn þar fékk þessar þokkadísir til þess að auglýsa kostina, sem í boði væru. AFP 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016 ÚTTEKT INNI  Útflutningsstörf háð aðild  Helstu viðskiptalönd eru í ESB  Auðvelt að vinna og búa erlendis  Samþætting hagsmuna  Öflugri í Evrópu ÚTI  Óþolandi lýðræðishalli  Landamærin treyst  Fullveldismál  Kostnaður  Opnir gagnvart umheim- inum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.