Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016 F yrir um einni öld var Jón Þorláksson mikill yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum og raunar landsmálum í víðari skilningi. Hann sinnti mörgum mikilvægum verkefnum fyrir þjóð sína, varð landsverkfræðingur og stóð fyrir miklum verklegum framfaramálum, en hann varð líka þingmaður, fjármálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjóri, auk þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn fyrstu árin frá stofnun árið 1929. Þeir eru ekki margir sem komist hafa yfir jafnmikið og hrint jafnmiklu í framkvæmd og Jón Þorláksson gerði. Eitt af því sem án efa auðveldaði honum að vera jafnmikilvirkur og raun ber vitni er að hann hafði þann eiginleika að láta ekki það níð, sem jafnan fylgir störfum þeirra sem aðsópsmiklir eru á landsmálavettvangi, trufla sig. Þessu lýsti skólabróðir hans þannig í minningargrein: „Hann gat lesið sjóðbullandi níðgreinar um sjálfan sig með ísköldu blóði, fannst víst ekki meira til en þótt akarn hefði fallið í höfuð honum. Andstæðingum hans tókst aldrei að kvelja hann með öðru en órökvísu og heimskulegu hjali.“ Jón vissi hvað hann vildi Þetta var þýðingarmikið og varð til þess að hann lét ekki níðróginn slá sig út af laginu, en sennilega skipti þó sköpum um hve miklu hann kom til leiðar og hve farsæll hann var í verkum sínum, að hann vissi hvað hann vildi. Jón Þorláksson hafði skýra meginstefnu sem hann fylgdi í stjórnmálum og hann var ekki aðeins verkmaður mikill, hann skýrði sjónarmið sín einnig í rituðu og mæltu máli sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur unnið þrekvirki við að taka saman og gera aðgengilegt þeim sem annars vissu lítið um mann sem féll frá fyrir rúmum átta áratugum. Jón fjallaði meðal annars um stjórnmálastefnur; íhaldsstefnu, umrótsstefnu, frjálslyndi og stjórnlyndi. Muninum á íhaldsstefnunni og umrótsstefnunni lýst hann þannig að þegar ráða skyldi fram úr einhverju vandamáli, þá spyrði íhaldsstefnan: „Hvað hefir reynst vel á þessu sviði hingað til? Það, sem vel hefir reynst, viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum varðveita það. Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýj- ungin sé betri. En umrótsstefnan festir augun á göllum hinnar eldri tilhögunar, sem einatt verða auðfundnir í þessum ófullkomna heimi, og segir: Burt með það gamla og gallaða, vér viljum reyna eitthvað nýtt. Sá mismunur á lundarfari, sem hér er lýst, er önnur hin algengasta undirrót flokkaskiptingar í þjóðmálum, þó að slík flokkaskipting geti að vísu risið upp af ýmsum öðrum rótum. Íhaldsmaðurinn er venjulega aðgætnari og þess vegna oft seinlátari til nýjunganna en umróts- maðurinn. En af þessu leiðir líka einatt það, að þegar íhaldsmaðurinn eftir sína nákvæmari athugun er orð- inn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýj- ungar, þá fylgir hann henni fram með meiri festu en umrótsmaðurinn, sem ekki hefir gert eins miklar kröf- ur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni. Þess vegna vill það einatt verða svo, að íhaldsmennirnir verða dug- legri framkvæmdamenn á sviði nýjunganna en umróts- mennirnir, en upptökin að nýjungunum koma oftar frá umrótsmönnunum.“ Að breyta breytinganna vegna Þessi lýsing á íhaldsstefnu og umrótsstefnu á enn vel við. Þeir eru til nú á tímum sem vilja breyta breyting- anna vegna. Undarlegasta dæmið um þetta er sú hug- mynd sem kom upp eftir fall bankanna, að breyta þyrfti stjórnarskránni. Oft er því haldið fram að allt sé með öðrum hætti hérlendis en erlendis og yfirleitt eru þær fullyrðingar byggðar á þekkingarleysi á því sem gerist erlendis í bland við fordóma og jafnvel fyrir- litningu gagnvart því sem innlent er. Í þessu tilviki ætti þessi staðhæfing þó við, því að engum öðrum en nokkrum íslenskum umrótsmönnum datt í hug að ráð- ast ætti í róttækar breytingar á stjórnarskrá þó að bankar hefðu fallið og efnahagur sokkið í djúpa lægð. Þó bregður svo undarlega við að enginn af þeim sem iðulega halda því fram að allt sé með öðrum hætti hér en annars staðar bendir á hve mjög Ísland hefur skorið sig úr að þessu leyti eftir að bankinn Lehman Brothers í Bandaríkjunum féll. Og athygli vekur að þrátt fyrir þetta mesta bankafall Bandaríkjanna fer enginn forsetaframbjóðendanna þar fram með þá stefnu að breyta verði stjórnarskránni, jafnvel þó að hún sé öllu eldri en sú íslenska. Frjálslyndi og stjórnlyndi Auk íhaldsstefnunnar og umrótsstefnunnar voru frjálslyndi og stjórnlyndi þær átakalínur sem Jón leit sérstaklega til í stjórnmálum. Þessar stefnur skiptu fólki í hópa eftir „mismunandi skoðun á afstöðu fé- lagsheildarinnar eða ríkisvaldsins til einstaklinganna. Önnur stefnan heldur því fram, að hver einstaklingur eigi að vera sem frjálsastur sinna athafna innan þeirra takmarka, sem lögin setja til varnaðar gegn því, að ein- staklingarnir vinni hver öðrum eða félagsheildinni tjón. Hún lítur svo á, að verkefni ríkisvaldsins sé einkanlega það að vernda heildina gegn utanaðkom- andi árásum og einstaklinga hennar gegn yfirgangi lögbrjóta og misendismanna. Þessi stefna hefir mjög oft kennt sig við frjálslyndið, og er það fremur vel valið heiti, því að frjálslyndið, þ.e. vöntun á tilhneigingu til þess að gerast forráðamaður annarra, er sjálfsagt höfuðeinkenni þess lundarfars, sem markar stefnuna. Höfuðröksemd þessarar stefnu fyrir málstað sínum er sú, að þá muni mest ávinnast til almenningsheilla, er hver einstaklingur fær fullt frjálsræði til að nota krafta sína í viðleitninni til sjálfsbjargar öðrum að skaðlausu. Andstæðingar þessarar stefnu eru þeir menn, sem vilja láta félagsheildina eða ríkisvaldið setja sem fyllst- ar reglur um starfsemi einstaklinganna, banna margt, leyfa fátt og skipulagsbinda allt. Þeir festa sjónir á því, að þar sem einstaklingsfrelsið er ríkjandi, þar fara mörg átökin til ónýtis, af því að þeim er klaufalega beitt. Þeir halda sig geta beint átökum einstaklinganna í rétta átt með því að gefa nógu ýtarleg lagaboð og reglur um starfsemi þeirra, en gæta miður að hinu, að um leið og einstaklingurinn er sviptur frelsinu, þá er venjulega þar með kæfð löngun hans til að beita kröft- unum, og frost kyrrstöðunnar færist fyir þjóðlífið. Þeir festa líka stundum sjónir á því, að frelsið skapar mönn- um misjöfn kjör, dugnaðarmaðurinn nær í meira af sól- skini tilverunnar handa sér og sínum en meðalmað- urinn, og vilja þá jafna þetta með því að hengja á dugnaðarmanninn hnyðjur eða hneppa framtakssemi hans í viðjar einhvers skipulags, gleymandi því, að skuggarnir á tilveru meðalmannsins verða að minnsta kosti ekki bjartari fyrir því, þó að sólskinsblettunum sé burtu rýmt úr þjóðfélaginu.“ Þeir stjórnlyndu slá ekki slöku við Stjórnlyndir menn hafa ekki látið af afskiptum af stjórnmálum þó að níutíu ár séu frá því að þessi orð voru rituð. Þeir eru enn að og draga ekki af sér þó að nokkur hjálp sé í því fyrir hina frjálslyndari að sú þjóð- félagsskipan sem þeir stjórnlyndustu aðhylltust hafi fallið kylliflöt undan eigin þunga fyrir um aldarfjórð- ungi. En þó að stjórnlyndir menn utan Norður-Kóreu séu fáir þeirrar gerðar að þeir reyni vísvitandi að hneppa allan almenning í allsherjarfjötra þurfa frjálslyndir menn hvarvetna áfram að gæta að frelsi sínu og ann- arra til orðs og æðis. Tilhneigingin er því miður sú, að hinir stjórnlyndu telja sig gjarnan eiga meira erindi í stjórnmál og opinbera umræðu en aðrir, enda er grundvöllur stefnunnar ekki síst sá að telja sig vita betur en almenningur hvað honum er fyrir bestu. Þetta veldur því að viðhorf stjórnlyndis fá mikið vægi, jafnvel þó að flestir séu væntanlega þeirrar skoðunar að þeir eigi sjálfir að ráða sínum málum fremur en að öðrum beri rétturinn til þess. Milli fátæktar og bjargálna Þó að Jón Þorláksson hefði skýra sýn um grundvallar- atriði stjórnmálanna hafði hann ekki síður skýra sýn um hvaðan Ísland væri að koma og hvert það þyrfti að fara, það er að segja í efnahagslegu tilliti og hvað vel- ferð og velmegun landsmanna snerti. Um þetta fjallaði hann meðal annars í fyrirlestrinum Milli fátæktar og bjargálna og sagði þar að undir lok átjándu aldar hefði svo mikil örbirgð verið ríkjandi á Íslandi að líklega væru þess naumast dæmi að þjóð hefði „sokkið svo djúpt í fátækt og líkamlegan vesaldóm og lifað þó af.“ Nú eru miklar breytingar orðnar á þessu. Þó eru Ís- Saga Íslands er ævintýri líkust: Frá örbirgð og fátækt til bjargálna og allsnægta Reykjavíkurbréf17.06.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.