Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016
VETTVANGUR
Í vikunni bárust fréttir af enneinni skipulagðri árásinni áóbreytta borgara á Vestur-
löndum, nú í Orlando í Bandaríkj-
unum. Mannskæðasta skotárás þar í
landi, að því er sagt er. Fréttir af
ódæðinu hafa ekki verið fyrir-
ferðamiklar utan Bandaríkjanna.
Óhætt er að segja að viðbrögð
margra hafi verið með öðrum hætti
en vegna sambærilegra árása í Evr-
ópu upp á síðkastið. Byssueign í
Bandaríkjunum kom strax til um-
ræðu á samfélagsmiðlunum og
stjórnmálamenn í Bandaríkjunum
voru ekki lengi að hoppa á þá vagna
sem þeim hentar. Þá voru margir
sannfærðir um að ódæðinu væri sér-
staklega beint gegn samkyn-
hneigðum.
Þótt íslenskir fjölmiðlar hafi ekki
flutt miklar fréttir af skotárásinni,
mögulega vegna annarra íslenskra
stórfrétta, er full ástæða til þess að
velta fyrir sér fyrstu viðbrögðum við
atburðum sem þessum. Í kjölfar
skotárásar fyrir nokkrum árum
fjallaði bandaríska tímaritið Reason
um nokkur grundvallaratriði sem
gott er að hafa í huga fyrstu dagana
eftir svona hryðjuverk.
Í fyrsta lagi eru allar staðreyndir
máls óljósar í blábyrjun og fyrstu
fréttir því bjagaðar. Það er því
sjaldnast hægt að fullyrða um
ástæður árása sem þessara skömmu
eftir atburðina. Fyrstu fréttir af
hatri Orlando-árásarmannsins á
samkynhneigðum urðu enda undar-
legar við síðari fréttir um að hann
hefði sjálfur verið samkynhneigður.
Í öðru lagi er fráleitt að alhæfa
nokkuð út frá staðreyndum máls, til
dæmis um innflytjendur, trúarbrögð
eða stórnmálastefnur. Hömluleysi
og ofstopi fyrirfinnst hjá fólki sem
„tilheyrir“ alls konar hópum. Hóp-
arnir sem slíkir verða ekki undir
sömu sök seldir.
Í þriðja lagi er ekki hægt að kenna
„umræðunni“ í þjóðfélaginu um
fjöldamorð, eða að hún sé í dag orðin
svo rætin og hörð. Dæmi um þetta
er árásin á teiknarana í París. Teikn-
ingar þeirra áttu að hafa drifið
morðingjana áfram. En hvenær hef-
ur ekki verið tekist hart á í „um-
ræðunni“?
Í fjórða lagi þarf að setja ódæðis-
verkið í samhengi við raunveruleik-
ann. Skotárásir eru ekki faraldur í
Bandaríkjunum eins og margir telja.
Mannfall í skotárásum hefur snar-
minnkað og hefur reyndar ekki verið
minna í 50 ár. Hví er annars fjallað
um skotárásir á hóp manna í Banda-
ríkjunum sem einmitt það, skotárás
á hóp manna, en skotárás á hóp
manna í Evrópu er hins vegar flokk-
uð sem hryðjuverkaárás, eins og það
sé eitthvað allt annað?
Síðast en ekki síst ætti löggjafinn
að sitja á sér á meðan mesta geðs-
hræringin gengur yfir. Vilji menn til
dæmis breyta byssulöggjöf á að gera
það að yfirlögðu ráði en ekki vegna
tiltekinna skorárása. Hvað fæst með
því að banna byssueign almennings?
Myndu glæpamennirnir bara skila
inn sínum byssum?
Viðbrögð við árás
’Vilji menn breytabyssulöggjöf í Banda-ríkjunum á að gera það aðyfirlögðu ráði en ekki
vegna tiltekinna skorárása.
Úr ólíkum
áttum
Sigríður Á. Andersen
sigga@sigridur.is
AFP
Páll Bergþórsson veðurfræð-
ingur skrifar vinsælar veðurlýsingar
á Facebook en lætur sig líka varða
ótal fleiri mál og þar á meðal hvern-
ig lífshættir þjóð-
arinnar eru. Hann
skrifaði á Facebo-
ok í vikunni:
„Má ekki kalla
það ómenningu,
jafnvel skepnuskap, að geta ekki
svarað því nokkuð nákvæmlega
hvað maður lætur mikið í sig? Gildir
það ekki um verulegan hluta Íslend-
inga og veldur því hvað margir tútna
út af spiki, jafnvel ungar og fríðar
stúlkur? Margir reyna að bjarga sér
með því að forðast vissan mat. Það
skiptir máli vegna hollustu. En það
jafnast ekki á við það að skammta
sér þyngd matarins og leiðrétta
hana eftir þörfum.“
Aðstoðarritstjóri Vikunnar,
Guðríður Haraldsdóttir, fylgist,
eins og stór hluti
þjóðarinnar, vel
með EM í knatt-
spyrnu en hún er
alla jafna eldheit
knattspyrnuáhuga-
manneskja. Hún segir á Facebook
frá samstarfsmanni sem lét sér fátt
um finnast um tímamótaleik þriðju-
dagsins en fékk þó stemninguna í
æð: „Samstarfsmaður: „Nei, ég
horfði ekki á leikinn, ég var úti á
leikvelli með dóttur minni. Þegar ég
heyrði tryllt öskur frá húsunum í
kring vissi ég að við hefðum skorað.
Ekki síðri upplifun.““
Selfyssingurinn og landsliðsmað-
urinn Jón Daði Böðvarsson lenti í
þessum sama leik meðal annars í
glímu við Pepe í leik Íslands gegn
Portúgölum á þriðjudaginn. Annar
fyrrverandi íbúi byggðakjarnans á
Selfossi, Einar Bárðarson, skrif-
aði á Twitter eftir þá glímu:
„Pepe!!! Þú meiddir Selfyssing...
vonandi hittirðu ekki mömmur
strákanna í Skítamóral alveg á næst-
unni.“
Aðrir höfðu áhyggjur af þróun-
inni í mannanafnamálum eftir EM en
Baggalúturinn
Bragi Valdimar
Skúlason skrifaði:
„Verði manna-
nafnanefnd lögð
niður í ár, þá verð-
ur allt morandi hérna í börnum sem
heita Áfram Ísland.“
Leikurinn reyndi mikið á marga
og borgarfulltrúinn
Hildur Sverris-
dóttir tísti:
„Gat ekki borð-
að af stressi á
meðan leikurinn
var. Fékk svo loks hamborgara.
Lagði hann á borð. Hundur át hann.
Samt þess virði.“
Og ýmsir reiddust Ronaldo fyrir
ummæli hans um
leik íslenska liðsins
og íslenska stuðn-
ingsmenn. Þó voru
gallharðir Ronaldo-
stuðningsmenn eitt-
hvað að taka upp hanskann fyrir
hann. Þar á meðal Katrín Júlíus-
dóttir þingkona sem skrifaði á Twit-
ter: „Ronaldo er samt bestur í heimi
og smá uppáhald. Keppnisskapið
brýst út með ýmsum hætti.“
AF NETINU