Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 30
þjóðhátíðardagurinn gengur í garð,
strax eftir miðnætti.“
Það er ljóst að helstu gönguleiðir
landsins eru að opnast almenningi
og náttúran farin að taka við sér.
Það er þó mikilvægt að hafa allan
vara á, vera vel undirbúin og muna
þá gullnu reglu að betra er að njóta
en að þjóta.
Nú, eins og
skáldið Tóm-
as Guð-
mundsson
orti í ljóð-
inu Fjall-
ganga.
Þegar veturinn hopar fyrirbjörtu og hlýju sumrinu takalandsmenn fram gönguskóna
og -stafina. Gengið er á næsta fjalls-
tind, um dali, kjarrlendi og heiðar.
Leiðirnar eru eins fjölbreyttar og
landið sjálft og þó sumar séu aðeins
fyrir hina vönustu göngugarpa eru
aðrar léttar og skemmtilegar.
Ólafur Örn Haraldsson, þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum og forseti
Ferðafélags Íslands, þekkir landið
vel og segir að þó gönguleiðir í
kringum höfuðborgina og þá sér-
staklega á því einstaka svæði Þing-
völlum séu tilbúnar gæti verið önnur
saga þegar hærra er komið.
„Náttúran tekur fyrst við sér á
láglendinu og gönguleiðir hærra upp
í landi t.d. á svæðum eins og á
Fimmvörðuhálsi og hluta af Lauga-
veginum, þurfa lengri tíma til að
taka við sér.“
Laugavegurinn þolir þetta
Sums staðar hefur því verið kastað
fram að álagið á Laugaveginum sé
orðið svo mikið að leiðin ráði ekki við
þann fjölda sem sækir hann heim á
hverju sumri. Þessu er Ólafur þó
ósammála en sem forseti Ferða-
félags Íslands og náttúruunnandi og
göngugarpur má segja að fáir menn
þekki betur vinsælar gönguleiðir á
borð við Laugaveginn.
„Á hverjum degi leggja eitthvað
um 150 manns af stað í göngu um
Laugaveginn og þó sums staðar hafi
þurft að bæta gönguleiðina er það
ekkert sem við ráðum ekki við.
Laugavegurinn var snjóþungur í
fyrra enda vorið kalt og sumarið
seint á ferðinni.“ Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís-
lands, segir skálaverði vera komna í
alla skála á sjálfum Laugaveginum.
„Enn er töluverður snjór á fyrri
hluta leiðarinnar, þ.e. í nágrenni við
Hrafntinnusker. Eftir það er leiðin
auð og ég get sagt að leiðin er tölu-
vert betri núna í ár en í fyrra. Skál-
inn í Hrafntinnuskeri er t.d. að
mestu kominn upp úr snjó en var á
sama tíma í fyrra á kafi í snjó,“ segir
Páll og segir auk þess að stefnt verði
að opnun á veginum inn í Land-
mannalaugar um helgina.
Fimmvörðuhálsinn
í lok júní
Þórsmörk og Goðalandið er æv-
intýralegt líkt og svo mörg svæði og
margir staðir á Íslandi. Vinsælar
gönguleiðir liggja því að þessu stór-
brotna svæði, bæði Laugavegurinn
frá Landmannalaugum og einnig
Fimmvörðuháls frá Skógum. Útivist
rekur vinsælan skála í Þórsmörk,
þ.e. í Básum, og stendur fyrir fjölda
ferða yfir Fimmvörðuhálsinn á
hverju sumri. Skúli H. Skúlason,
framkvæmdastjóri Útivistar, segir
gönguleiðina yfir hálsinn almennt
ekki færa fyrr en í lok júní á hverju
ári.
„Gengið er nokkuð hátt upp og á
milli tveggja jökla. Við leyfum því
náttúrunni að njóta vafans því þó
gönguleiðir á láglendi séu færar og í
góðu ástandi eru aðstæður uppi á
hálsinum allt aðrar,“ segir Skúli en
Útivist er með sína fyrstu göngu yfir
Fimmvörðuhálsinn á Jónsmessu-
nótt.
Gengið nærri
höfuðborginni
Bæði Ólafur og Skúli benda á að í
nágrenni Reykjavíkur og jafnvel
innan borgarmarkanna séu margar
áhugaverðar gönguleiðir og
skemmtilegar. Meðan náttúran er
enn að ná sér á hálendinu sé því til-
valið að byrja að ganga í sínu nær
umhverfi.
„Esjan, Úlfarsfellið, Heiðmörkin
o.fl. svæði eru stórkostleg á þessum
tíma árs. Gróður er farinn að taka
vel við sér í Heiðmörkinni og fugla-
söngurinn er yndislegur,“ segir
Ólafur en hann segir þessi svæði
ekki síðri en önnur og bendir jafn-
framt á að á Þingvöllum sé búið að
bæta stíga og laga gönguleiðir en á
þetta helga og sögufræga svæði séu
að sjálfsögðu allir velkomnir.
Skúli tekur í sama streng og
bendir á að leiðin yfir Leggjabrjót sé
nú að verða göngufær en fyrsta ferð
Útivistar yfir legginn fræga var far-
in aðfaranótt 17. júní.
„Þetta er gífurlega vinsæl ganga
og skemmtileg en stefnt er að því að
gönguhópurinn sjái sólina renna upp
yfir Þingvöllum þegar sjálfur
Laugaveg-
urinn betri
en í fyrra
Sumarið er komið í öllum sínum skrúða og því
fylgir heilbrigður fjöldi fólks sem sækir á fjöll.
Um þetta leytið eru flestar gönguleiðir að opnast
og eru ferðir yfir Fimmvörðuháls og Laugaveg að
hefjast. Til stendur að opna veginn inn í
Landmannalaugar um helgina.
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
Ferðamenn á göngu upp á Blá-
hnúk í Landmannalaugum.
HEILSA Góður búnaður er lykilatriði á fjöllum. Gönguskór skipta þar kannskimestu máli. Það getur því borgað sig að fá aðstoð sérfræðinga og
spara ekki við sig þegar kemur að gönguskónum.
Veljum vandað og gott
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016
Fjallganga
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður.
Skríða kletta.
Velta niður.
Vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini.
Halda að sárið nái að beini.
Finna hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin;
– Elsku Drottinn!
Núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/Brynjar Gauti