Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 40
Stúlknakórinn er búinn að vera að brill-era hérna á Ítalíu og hvernig væri aðþið mynduð fjalla smá um það, nóg er
fjallað um það þegar unglingar brjóta rúðu,
reykja hass eða gera eitthvað af sér, en þetta
er búin að vera stórkostleg frammistaða hjá
þessum ungu hæfileikaríku stúlkum hérna á
Ítalíu,“ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri
margra kóra.
Frá því í síðustu viku er hún búin að vera á
ferð um Ítalíu með Stúlknakór Reykjavíkur
en í fyrradag fékk hún til liðs við sig fjóra
kvennakóra og er nú skemmtilegt ferðalag
rétt að hefjast hjá henni og yfir hundrað öðr-
um kvenmönnum.
Fjögurra kóra för
106 konur frá fermingaraldri og upp úr héldu
þann 14. júní í tónleikaferð til Rómar á Ítalíu í
minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur, víðförl-
ustu konu landnámsaldar og að sögn fyrstu
evrópsku móðurinnar í Norður-Ameríku.
Konurnar eru söngsystur úr fjórum kórum,
Vox feminae, Hrynjanda, Cantabile og Au-
rora, undir stjórn Margrétar. Munu kórarnir
halda þrenna tónleika í Róm á Ítalíu á tíma-
bilinu 14.-21. júní: Í Péturskirkjunni, Pant-
heon-hofinu og kirkju heilags Ignazios.
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins nær tali
af Margréti þá er hún í rútu með stúlknakórn-
um og á eftir að taka á móti hinum fjóru kór-
um sem eru þá nýkomnir til Ítalíu.
„Þetta er búið að vera ofsalega vel heppnuð
ferð með stúlknakórnum og nú mun ég
ferðast með þessum fjóru flottu kórum um
helgustu svæði Ítalíu og kaþólskunnar,“ segir
Margrét. „Ég var með stúlknakórinn í dóm-
kirkjunni í Massa og þar hefur Guðríður Þor-
bjarnardóttir gengið framhjá fyrir þúsund ár-
um.
Þessi hópur sem ég er með núna eru stúlk-
ur á aldrinum frá 10-16 ára. Ég myndi vilja
benda á að þessi stúlknakór söng með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og það var gefinn út
diskur af þeim hljómleikum og sá var til-
nefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. Í
kórnum eru 45 stúlkur með leiðbeinendum,
um 150 manns í heildina. Leiðbeinendurnir
eru allir þjálfaðir og vel menntaðir í tónlist.“
En að þessum kórum sem þú ert núna að
fara að túra með, hvað er það sem sameinar
þá?
„Það er kannski bara það að ég stýri þeim.
Ég er skólastjóri söngskólans Domus Vox og
stýri nokk mörgum kórum.“
Þetta er svolítið stórt verkefni og þú kemur
væntanlega ekki ein að þessu?
„Nei, þetta væri ekki hægt nema vegna
samhæfðra og reyndra einstaklinga. Bæði
þessi ferð með stúlknakórinn og núna þessi
fjögurra kóra ferð. Með mér eru Hildigunnur
Einarsdóttir, mezzó sópran. Guðrún Árný
Guðmundsdóttir, sópranó, og Hanna Björg
Guðjónsdóttir, Helga Laufey Finnbogadóttir,
píanisti, Guðný Einarsdóttir, organisti, Vic-
toria Tarevskaya, sellóleikari, Eric Muller,
flautuleikari, og Maríus Sverrisson og það er
bara mjög mikið af hágæða fólki sem er að
leggja sitt af mörkum.
Nú eruð þið að fara að syngja í Pantheon-
hofinu, hinu forna rómverska hofi sem er svo
fallegt, og síðan sjálfri Péturskirkjunni í Róm;
er þetta ekki svolítið mikið mál að fá svona
tækifæri?
„Jú, þetta er mikið mál. Fyrst þegar ég fór
árið 1996 þá þurfti ég að senda diska og með-
mæli frá kaþólska biskupnum á Íslandi og for-
seta og bara flestum fyrirmönnum landsins
auk allskonar gæðaprófa. En það breyttist allt
eftir að ég vann söngkeppni árið 2000 á Ítalíu.
Þá fór þetta allt að ganga mun auðveldar fyrir
sig. Nafni mínu fylgir bara kvalitet hvert sem
ég fer, svo það er eins gott fyrir konurnar
mínar að standa sig,“ segir hún hlæjandi og
augljóslega meira í gríni til þeirra sem eru að
hlusta á hana tala í rútunni en til blaðamanns-
ins.
Nú ertu komin með mikla reynslu af tón-
leikum á Ítalíu, hvernig er dagskráin og
hverju finnst þér að Ítalarnir heillist mest af?
Já, það er komin reynsla á þetta hjá okkur
mörgum hérna. Við notum veturinn og myrkr-
ið á Íslandi til að æfa okkur og svo komum við
hingað á sumrin til að syngja. Það er ynd-
islegt. Mikil menning hérna, 2000 ára kristin
menning. Gaman að því að syngja hér við heil-
agar messur í bland við venjulega tónleika.
En Ísland er í tísku. Maður finnur fyrir
meðbyr. Það er magnað að tæplega þúsund
ára ljóð Kolbeins Tumasonar, Heyr himna-
smiður, slær alltaf í gegn.“
En þess má geta að Kolbeinn var ætt-
arhöfðingi Ásbirninga á Sturlungaöld og féll í
Víðinesbardaga árið 1208, skömmu eftir að
hann samdi þetta fallega ljóð. Tónskáldið Þor-
kell Sigurbjörnsson, sem er nýlátinn, samdi
fallegt lag við ljóðið.
„En svo eru líka nýleg lög að slá í gegn hjá
Ítölum,“ segir Margrét. „Lög eins og Angel
eftir KK. Íslensk tónlist, allt frá Sturlungaöld
og til KK. Við spilum íslensku þjóðlögin og
líka lög sem samin hafa verið við ljóð Davíðs
Stefánssonar eins og Snert hörpu mína. Svo
sýnum við líka að við ráðum við lögin þeirra
og höfum einhver þekkt ítölsk lög á dag-
skránni.“
Stúlknakór Reykjavíkur
söng í borginni Massa í
Tuscany í vikunni.
Sungið í heiðnu og heilögu hofi
Íslenskir kórar syngja í Pantheon og Péturskirkjunni í Róm. Kórstjórinn Margrét Pálmadóttir leiðir á annað hundrað kvenna til
helgidómsins í Róm. Íslensk lög, allt frá Sturlungaöld til samtímans, heilla ítölsku þjóðina. Aðeins konur í kórunum.
Börkur Gunnarssson borkur@mbl.is
’Gaman að því að syngja hérvið heilagar messur í blandvið venjulega tónleika.En Ísland er í tísku. Maður finn-
ur fyrir meðbyr. Það er magnað
að tæplega þúsund ára ljóð Kol-
beins Tumasonar, Heyr himna-
smiður, slær alltaf í gegn.“
LESBÓK Lokatónleikar hátíðarinnar Midsummer Music, Der Wanderer, farafram á sunnudag, 19. júní, kl. 20 í Hörpu. Á þeim verða flutt verk
eftir Schubert, Beethoven, Áskel Másson, Ravel og Dvorák.
Ástríða og þrá á lokatónleikum
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016