Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 13
Guðni Th. Jóhannessonmælist með 50,9 prósentsfylgi í nýrri skoð-
anakönnun Gallups sem birt var í
vikunni og hefur því enn töluvert
forskot á keppinauta sína til emb-
ættis forseta Íslands.
Halla Tómasdóttir er hástökkvari
vikunnar en hún mælist nú í annarri
könnuninni í röð með fylgi í kringum
12,5 prósent og virðist mikill byr
vera með kosningabaráttu hennar.
Davíð Oddsson og Andri Snær halda
sínu fylgi en Davíð mælist nú með
16,4 prósent fylgi og Andri Snær
með 15,5 prósent.
Aðrir frambjóðendur mælast með
miklu minna fylgi í könnunum en í
könnun Gallups er Sturla Jónsson
með 2,7 prósenta fylgi, Elísabet
Jökulsdóttir með 1,1 prósents fylgi,
Ástþór Magnússon með 0,5 pró-
senta fylgi, Guðrún Margrét Páls-
dóttir með 0,3 prósenta fylgi og 0,2
prósent styðja Hildi Þórðardóttur.
Tapað tæpum 20
prósentum
Guðni Th. Jóhannesson hefur mælst
með afgerandi forustu í öllum skoð-
anakönnunum sem birtar hafa verið
sl. mánuð. Fylgi hans hefur þó
minnkað töluvert frá því sem mest
var og munar nú tæpum 20 prósent-
um á fylgi hans eins og það mælist í
könnunum í dag og fylgi hans
snemma í maí. Stefanía Ósk-
arsdóttir, dósent við stjórn-
málafræðideild Háskóla Íslands
segir forskot Guðna á aðra fram-
bjóðendur þó hafa haldist meðan
innbyrðis hlutföllin hafa breyst hjá
hinum þremur. Þá óttast hún að
kjörsókn verði dræm vegna mikilla
yfirburða Guðna í skoðanakönn-
unum.
„Það er alltaf hætta á því þegar
skoðanakannanir sýna mikla yfir-
burði að kjörsóknin verði frekar
dræm,“ sagði Stefanía og bendir á
að ekki skipti þá máli hvort fólk
styðji Guðna eða ekki.
„Það er minni hvati til að mæta ef
frambjóðandinn hefur mikið forskot.
Það verður ekki mikill áróður fyrir
því að hvert atkvæði skipti máli og
ekki jafnmikil smölun.“
Telur fylgið ekki breytast
Stefanía bendir á að fylgi fyrir for-
setakosningar breytist sjaldan mik-
ið síðasta mánuðinn fyrir kosningar
og segist ekki eiga von á miklum
breytingum núna.
„Það hefur sýnt sig að yfirburðir
Guðna hafa lítið breyst. Það er ekki
óvenjulegt að fylgi hreyfist lítið síð-
asta mánuðinn fyrir forsetakosn-
ingar. Í lok apríl 2012 var Þóra með
um 49 prósent fylgi en fylgi Ólafs
var um 35 prósent. Um miðjan maí
fór fylgi Ólafs langt fram úr Þóru og
frá þeim tímapunkti var Ólafur allt-
af yfir í könnunum. Þátttakan í þeim
kosningum varð svo frekar dræm,
eða 69 prósent,“ segir Stefanía.
Eina konan í baráttunni
Halla Tómasdóttir er eina konan
sem virðist eiga raunhæfa mögu-
leika í baráttunni um embætti for-
seta Íslands en framan af var stuðn-
ingur við framboð hennar lítill.
Höllu hefur þó tekist að snúa vörn í
sókn og mældist í fyrsta sinn með
tveggja stafa tölu í þjóðmálakönnun
Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
þar sem 12,3 prósent aðspurðra
sögðust styðja hana. Þá hlaut hún
12,5 prósenta fylgi í nýrri könnun
Gallups.
Áhugavert er að Guðni nýtur
langmests fylgis meðal kvenna eða
60 prósenta samkvæmt könnun Fé-
lagsvísindastofnunar en aðeins 14
prósent kvenna styðja Höllu. Davíð
og Andri Snær fá báðir 11 prósenta
fylgi meðal kvenna. Karlmenn
styðja síður Guðna en Davíð nýtur
meiri stuðnings karlmanna en
kvenna.
Þá vekur athygli að þótt dreifing í
stuðningi sé nokkuð jöfn hjá flestum
frambjóðendum eftir launatekjum
kjósenda sker Andri Snær sig úr.
Hann nýtur mests fylgis meðal ein-
staklinga með minna en 200 þúsund
krónur á mánuði, eða 25 prósenta,
en minnst meðal fólks með meiri
laun en 600 þúsund krónur, eða 8
prósenta fylgis.
Aðferðafræðin sambærileg
Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir,
forstöðumaður Félagsvísindastofn-
unar Háskóla Íslands, segir að-
ferðafræði skoðanakannana svipaða
hjá helstu aðilum s.s. MMR, Gallup
og Félagsvísindastofnun.
„Flestir safna í einhvers konar
panel líkt og við gerum, þ.e. með til-
viljunarúrtaki úr þjóðskrá.“
Spurð um nákvæmni kannana
segir Guðbjörg erfitt að segja ná-
kvæmlega til um slíkt.
„Það er erfitt að segja hvað reyn-
ist best en það hefur almennt reynst
nákvæmast að vera með blandaða
nálgun t.d. bæði panel og símakönn-
un. Hóparnir geta verið aðeins öðru-
vísi eftir því hvort við skoðum panel
í gegnum netið eða hringjum beint í
fólk.“
Eldra fólk líka spurt
um afstöðu
Því hefur verið haldið fram að eldra
fólk taki síður þátt í könnunum og
oft séu einstaklingar eldri en 70 ára
jafnvel ekki spurðir um afstöðu.
Guðbjörg segir þetta ekki alveg rétt
því misjafnt sé milli könnunaraðila
hvar mörkin eru dregin.
„Í okkar panel eru engin aldurs-
takmörk og fólk allt upp í 90 ára að
taka þátt. Ég vil ekki fullyrða
hvernig þetta er annars staðar en
það er ekki óþekkt að mörk séu
dregin við einhvern aldur.“
Spurð að lokum um svarhlutfall
og vikmörk í könnunum segir Guð-
björg eðlilegt að vikmörk séu um
þrjú prósent og svarhlutfallið þurfi
ekki að skipta öllu máli.
„Svarhlutfallið er í kringum 50
prósent í þeim könnunum sem eru
gerðar á stuttum tíma en það hefur
sýnt sig að þó við gefum okkur
lengri tíma og hækkum svarhlut-
fallið er niðurstaðan svipuð. Vand-
inn er að við getum ekki reiknað
skekkjuna út frá minna svarhlut-
falli.“.
Lítil spenna miðað
við kannanir
Búast má við að kosningaþátttakan verði dræm í forsetakosningunum
þann 25. júní nk., að mati stjórnmálafræðings
Íslendingar velja sér nýjan forseta eftir tæpa viku og verður áhugavert að sjá
hvort kannanir í aðdraganda kosninga reynast réttar.
Morgunblaðið/Eggert
19.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Nú gefst þér kostur á að mæta snemma
og hafa tímann fyrir þér því innritun hefst
nú 2 og 1/2 tíma fyrir flug.
Fáðu þér hressingu og kíktu í búðir og
njóttu þess að geta tekið lífinu með ró.
Fjöldi verslana og veitingastaða bíða
þín í betri flugstöð.
1
6
-1
4
4
0
-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1 vika
TIL KOSNINGA