Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 42
Út er komin bókin Tímaskekkjur sem nemar í ritlist og hagnýtri ritstjórn gáfu út sem hluta af námskeiðinu Á þrykk í meistaranámi sínu. Víða er flakkað í bókinni og höfundar, sem eru tíu talsins, eru óhræddir við að taka áhættu. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Bókin Tímaskekkjur sem komút í vikunni kynnir til leikshvorki meira né minna en tíu ólíka höfunda og flakkar víða, ekki bara milli ólíkra viðfangsefna heldur tímabila mannkynssög- unnar – fortíðar, nútíðar og fram- tíðar – og hinna ýmsu bókmennta- greina. Bókin er unnin sem lokaafurð námskeiðsins Á þrykk undir leiðsögn Sigþrúðar Gunn- arsdóttur, þar sem leiddir eru saman meistaranemar úr fögunum hagnýtri ritstjórn og ritlist. Blaða- maður hitti Sigþrúði ásamt tveim- ur aðstandendum bókarinnar og ræddi verkið og ferlið þar að baki. „Verkefnið er ofboðslega blátt áfram. Það er að skrifa, ritstýra og búa bók til prentunar. Farið er í gegnum öll þessi skref í sambandi við bókaútgáfu á nokkrum vikum, sem vanalega taka marga mánuði. Það er lítið heimsmet í bókaútgáfu slegið á hverju ári,“ segir Sig- þrúður kampakát með afrakstur nema sinna, en í ár var námskeiðið kennt í fjórða sinn. Nemendur velja námskeiðið sem hluta af mastersnámi, hvor hóp- urinn í sínu fagi. Aðspurðar segja þær Svanhildur Sif Halldórsdóttir og Þóra Björk Þórðardóttir, nem- endur í kúrsinum, ekki mikið um samstarf milli deilda af þessu tagi en að það hafi sannað sig í kúrs- inum að slíkt geti borið ávöxt. Bókin Tímaskekkjur er fyrir þær báðar ákveðin frumraun, en Svan- hildur var einn af fimm ritstjórum bókarinnar og Þóra Björk meðal höfunda, sem eru tíu talsins. „Ég hafði ekki gert neitt þessu líkt áður,“ segir Svanhildur, en Á þrykk var hennar fyrsta námskeið í námi sínu. „Hópnum er skellt í djúpu laug- ina og fær stórt verkefni sem þarf að leysa. Eins og er í bókaútgáfu almennt þarf hver hópur að finna bestu leiðina við hvert verkefni. Þótt eitt vinnulag gangi við eina bók gengur það ekki endilega við næstu,“ segir Sigþrúður um vinn- una bak við bókina. „Þetta er org- anískt og ólíkt í hvert skipti sem þetta er gert, þannig að allir fá þessa virkilega áþreifanlegu reynslu.“ Fékk nýja bleiu þegar John Lennon var skotinn Við lestur bókarinnar gerir ákveð- inn tónn vart við sig þótt höfundar séu vissulega ólíkir. Þannig er staðhæfingin „tíminn er eins og vatnið“ endanlega afhjúpuð sem lygi strax á kápu bókarinnar og þjóðsöngurinn sömuleiðis sagður ljúga um tímann í bókinni. Þá er hver höfundur og ritstjóri kynntur til leiks með skoplegri skírskotun til tímans, eins og Þóra sem „var sennilega að fá nýja bleiu þegar John Lennon var skotinn“. „Tíminn sameinar alla höfunda Lítið heimsmet í bókaútgáfu 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016 LESBÓK Hin sígilda Saga Borgarættarinnar er aftur komin út í nýrri útgáfu frá Bjarti. Bókin er talin vera það verk sem gerði Gunnar Gunnarsson að stórstjörnu í bók- menntaheiminum þegar hún kom fyrst út hjá Gyld- endal á 1912-14, en í henni er fjallað með líflegum hætti um ástir og örlög í íslensku samfélagi um 1900. Verkið var kvikmyndað árið 1919 og naut gífurlegra vinsælda. Sagan var upphaflega birt á dönsku en kemur hér út í þýðingu höfundar frá 1973. Óðinn Melsted sagnfræðingur tekur saman og fjallar um þá erlendu tónlistarmenn sem fluttust til landsins á árunum 1930-60 í bókinni Með nótur í farteskinu, en árið 1930 er þar talið marka hvörf í íslenskri tónlistarsögu. Í bókinni er rakin saga listamanna á borð við Franz Mixa, Róbert Abra- ham og Victor Urbancic og leitað svara við því hvers vegna þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að skjóta hér rótum. Bókin er gefin út af Sögufélagi með styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Hvörf tónlistarsögunnar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1953-2006 er umfjöllun Bergljótar Líndal, fyrrverandi hjúkr- unarforstjóra, um stofnunina, starfsemi hennar og starfsfólk allt frá upphafi þar til starfsemi í húsinu við Barónsstíg var lögð niður og stöðin seld í nóvember 2006. Talað er um hugmyndir al- mennings um stöðina sem var gjarnan ruglað við sjúkrahús og skýrt frá „hinum hljóðlátu og lítt sýnilegu störfum heilsuverndar“. Skrudda sér um útgáfu bókarinnar með styrk frá Miðstöð ís- lenskra bókmennta. Hljóðlát störf heilsuverndar Fjöllin í Grýtubakkahreppi geymir annars veg- ar ferðasögur Hermanns Gunnars Jónssonar, höfundar bókarinnar sem er sveitastrákur að upplagi og kann útivist vel, og hins vegar ít- arlegar gönguleiðalýsingar um tignarleg fjöll og fjallaskörð í Grýtubakkahreppi við aust- anverðan Eyjafjörð. Yfir 280 ljósmyndir eru í bókinni og 47 kort auk GPS-hnita. Bókaútgáfan Hólar annast útgáfu. Gengið á tinda og í skörð Borgarættin í nýrri útgáfu Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.