Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 41
19.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Framhald hinnar vinsælu teikni-
myndar Leitin að Nemó er komin í
bíó og heitir hún Leitin að Dóru.
Aðdáendur fyrri myndar hljóta að
hafa gaman af þessari og gagnrýni
hefur verið í heildina litið jákvæð.
Íslenska
landsliðið í
knattspyrnu
mætir lands-
liði Ungverja á
EM á laug-
ardaginn kl. 16
og um að gera að
bregða sér á Ing-
ólfstorg, hvetja
Aron Einar og
félaga til dáða og
syngja „Ferðalok“
hástöfum.
Hörður Lárusson, grafískur hönn-
uður, fjallar um og sýnir fánatillögur
Jóhannesar S. Kjarvals fyrir lýð-
veldið Ísland á sunnudag kl. 14 á
Kjarvalsstöðum. Tillögur Kjarvals
o.fl. eru til sýnis í safninu.
Litaland, nýtt bráðskemmtilegt fjöl-
skylduleikrit leikhópsins Lottu,
verður sýnt á morgun, sunnudag,
kl. 11 í Árnesi í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi og kl. 17 á skólalóðinni
á Hellu.
Dorothée Kirch sýningarstjóri
fjallar um gerð sýningarinnar Upp-
brots í Ásmundarsafni á sunnudag
kl. 15 í Ásmundarsafni. Á sýning-
unni eru verk eftir Ásmund Sveins-
son og Elínu Hansdóttur.
Sumartónleikar Hallgríms-kirkju, Alþjóðlegt orgels-umar, hefjast í dag, laug-
ardag, og eru nú haldnir 24. árið í
röð. 29 orgeltónleikar og níu kór-
tónleikar eru á dagskrá sumarsins
og munu organistar frá Bandaríkj-
unum, Svíþjóð, Lettlandi, Hollandi,
Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi
og Íslandi leika á hið volduga Klais-
orgel kirkjunnar, margir hverjir
þekktir og virtir í orgelheimi. Má
þar nefna Leo van Doeselaar, org-
anista við Concertgebouw í Amst-
erdam, Douglas Cleveland frá
Plymouth Church í Seattle og Matti-
as Wager, organista Storkyrkan í
Stokkhólmi.
Tónleikaröðin hefst með leik ungs,
fransks organista, Thomas Ospital,
18. júní kl. 12 og 19. júní kl. 17. Hann
er 27 ára og hefur hlotið fjölda verð-
launa fyrir orgelleik sinn en hann
gegnir stöðu organista við hina virtu
St. Eustache-kirkju í París. Enn
yngri organisti kemur fram á hátíð-
inni 16. og 17. júlí, hin bandaríska
Katelyn Emerson, rísandi stjarna
sem hefur sópað að sér viðurkenn-
ingum og hlaut í fyrra Fulbright-
styrk til að nema hjá hinum heims-
þekkta Olivier Latry í Frakklandi.
Vandað og aðgengilegt
Hörður Áskelsson er listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar og
segir hann fjölda organista sækjast
eftir því að koma til landsins og leika
í Hallgrímskirkju. Hörður segir enn
erfitt að hafa konur og karla til jafns
í röðum flytjenda en hann reyni það
eftir fremsta megni. „Þessi org-
anistastétt er enn mikil karlastétt en
það er að breytast,“ segir hann. Þá
reyni hann að hafa sem mesta
breidd þegar kemur að aldri org-
anistanna, eins og sjá má af því að
tveir þeirra eru undir þrítugu.
Hörður segir mikilvægt að hafa
dagskrána sem fjölbreyttasta, til að
fá unga jafnt sem aldna á tónleika.
Þá vilji hann að dagskráin sé vönd-
uð, að á henni komi fram úrvals-
hljóðfæraleikarar og að efnis-
skrárnar séu aðgengilegar og höfði
til sem flestra. Dæmi um aðgengileg
verk eru umritanir fyrir orgel á
þekktum hljómsveitarverkum og
meðal slíkra er umritun á Lærisveini
galdrameistarans eftir Dukas sem
leikin verður af Leo van Doeselaar.
Verk eftir konur
Af fjölmörgum tónleikum sumarsins
má nefna þá sem Sigrún Magna Þór-
steinsdóttir, organisti Akureyr-
arkirkju, heldur en á þeim mun hún
leika verk eingöngu eftir konur og
einnig eru forvitnilegir tónleikar
Láru Bryndísar Eggertsdóttur og
saxófónleikarans Dorthe Højland
því Lára ætlar að halda efnisskránni
leyndri og segir það nauðsynlegt til
að hún gangi upp. Þá mun Björn
Steinar Sólbergsson frumflytja glæ-
nýtt verk í sumar eftir Hreiðar Inga
og á kórtónleikum sumarsins syngur
hinn tvítugi kammerkór Hallgríms-
kirkju, Schola cantorum. Dagskrá
Alþjóðlegs orgelsumars má finna á
listvinafelag.is. helgisnaer@mbl.is
Thomas Ospital er 27 ára og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir orgelleik sinn.
Hann gegnir stöðu organista við hina virtu St. Eustache-kirkju í París.
Ungstirni og há-
leynileg efnisskrá
Alþjóðlegt orgelsumar hefst í Hallgrímskirkju. 29
orgeltónleikar og níu kórtónleikar á dagskránni.
Katelyn Emerson hlaut Fulbright-
styrk til að nema hjá Olivier Latry.
Ljósmynd/Rosen-Jones
MÆLT MEÐ
Rauðage
rði 25 · 108 Rey
kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Verslunarkælar í miklu úrvali
• Hillukælar
• Tunnukælar
• Kæli- & frystikistur
• Afgreiðslukælar
• Kæli- & frystiskápar
• Hitaskápar ofl.
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?