Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 43
Höfundar bók-
arinnar Tíma-
skekkjur eru tíu
talsins og ritstjórar
eru fimm.
Ljósmynd/Kristinn
bókarinnar. Það var lendingin að
lokum að hann sameinaði okkur,“
segir Þóra aðspurð hvað hinir
ólíku höfundur bókarinnar eigi
sameiginlegt.
„Við skrifum líka um viðfangs-
efni sem allir eru að bögglast með
á borð við einangrun, ástina, það
að tilheyra samfélaginu og tilfinn-
ingar. Á tímabili hélt ég kannski
að við myndum lenda á einhverju
öðru þema en það er gaman að
tengja þetta við tíma því sumir
skrifa um framtíðina í einhvers
konar dystópískri sýn á hana en
aðrir leita til fortíðar.Við tækl-
uðum hvaða þema við skyldum
velja í einum tíma og svo var ótrú-
legt hvað námskeiðið rúllaði smurt
án nokkurra árekstra.“
Á fyrstu blaðsíðum bókarinnar
er að finna sögur þar sem „é“ er
skrifað með „je“ og talað er um
koffort og vistarband. Seinustu
síður hennar minna aftur á móti á
vísindaskáldskap. „Og um miðbikið
er flakkað í gegnum períódur og
ólíka áratugi á tuttugustu öldinni,“
segir Þóra.
Áhættusæknir og til-
raunagjarnir höfundar
„Það sem sameinar höfundana líka
er hið augljósa, að þau eru í mast-
ersnámi í ritlist og hafa þar með
komist í gegnum ákveðna síu,
þannig að þau eru flink að skrifa,“
bætir Sigþrúður við. „Þau eru
jafnframt til í að gera tilraunir,
eins og maður er á háskóla-
árunum. Maður á ekki að vera full-
kominn. Maður er að prófa sig
áfram og vera djarfur. Ég held
það sjáist á textanum að allir sem
standa að þessari bók
eru tilbúnir til að gefa mikið í og
taka áhættu.
„Það kemur saman ofboðsleg
þekking þegar fimmtán manns
sitja saman með alla sína reynslu
og hæfileika. Galdurinn er svolítið
að reyna að nýta allt sem er til
staðar en þó þannig að hinir í
hópnum læri af því líka,“ segir
Sigþrúður. Öll þrep útgáfunnar
séu unnin af nemendum og allar
ákvarðanir teknar af hópnum.
Bókin samanstendur af ýmsum
tilraunum höfunda í smásagna-
skrifum, ljóðlist og öllu þar á milli.
Sameiginlegt þema og ritstjórn-
arvinna skilar sér í heildrænni
upplifun, enda þótt línuleg frásögn
sé nánast engin kafla á milli. Ekki
fæst séð að það sé einhver ein nið-
urstaða sem hópurinn kemst að
um viðfangsefni sitt, tímann.
„Ritstjórar koma síðan að þessu
með því að raða efninu upp og þótt
það sé ekki augljóst er sögunum
raðað eftir því hvenær sagan ger-
ist og hvert viðhorf hennar er til
tímans,“ segir Svanhildur Sif.
„Ef maður les bókina í réttri röð
getur maður fundið fyrir tímanum
en svo getur maður auðvitað líka
gripið niður hvar sem er. Efnið
tengist ekki þannig að eitt byggi á
öðru,“ bætir Sigþrúður við.
Forsjálir bókmenntaunnendur
eru hvattir af undirrituðum til að
fylgjast með höfundum bókarinnar
en þeir eru eftirtaldir: Ásdís Ing-
ólfsdóttir, Birta Þórhallsdóttir,
Einar Leif Nielsen, Fjalar Sigurð-
arson, Jóhanna María Ein-
arsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Sig-
rún Elíasdóttir, Tryggvi Steinn
Sturluson, Una Björk Kjerúlf og
Þóra Björk Þórðardóttir. Rit-
stjórar eru þau Dýrfinna Guð-
mundsdóttir, Erna Guðmunds-
dóttir, Kristinn Pálsson, Sandra
Jónsdóttir og Svanhildur Sif Hall-
dórsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þær Þóra Björk, Sigþrúður og Svan-
hildur fagna afrakstri námskeiðsins.
’ Á fyrstu blaðsíðum bókarinnar er að finnasögur þar sem „é“ er skrifað með „je“ og talaðer um koffort og vistarband. Seinustu síður henn-ar minna aftur á móti á vísindaskáldskap. „Og
um miðbikið er flakkað í gegnum períódur og
ólíka áratugi á tuttugustu öldinni.“
Eftir Þóru Björk Þórðardóttur
Það lagðist yfir gjörvalla heims byggðina
ósýnilegur hjúpur
með óþekktar bækistöðvar.
Næstum eins og
glitrandi vefur köngulóarmannsins
tengir það skýjakljúfa í röðum
hímir undir rjáfrum heimila.
Spjallar þú stundum
við kámugan skjáinn
með puttunum
við eldhúsborðið?
Rankar við þér
maturinn orðinn kaldur
og ástin þín farin að hátta?
Hún tekur með lófanum
utan um tunglið
sem hlustar á
taktfastan
svanasöng
lyklaborðanna.
Í netinu?
19.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Rétt í þessu var ég að ljúka Glæp og
refsingu eftir Fyodor Dostoyevsky.
Ég hef hingað til lesið lítið eftir
rússneska höfunda og ákvað að
bæta úr því og fara í kanónurnar.
Þetta var áhrifamikil
sálfræðilýsing, frábær
lýsing á innra lífi aðal-
persónunnar en hugs-
anlega eilítið lang-
dregin á köflum. Þetta
er svona það fyrsta sem mér dettur
í hug að segja.
Stóðst bókin væntingar þínar
sem ein af kanónum heims-
bókmenntanna?
Já, ég held ég geti fyllilega sagt
það.
Hvað heldurðu að þú
lesir næst?
Ég held áfram í
Rússunum og er byrj-
aður á Lolitu eftir
Nabokov. Á fyrstu blaðsíðum kem-
ur hún frábærlega fyrir sjónir og
stíllinn á henni virðist
vera með því betra
sem ég hef lesið. Ég
hlakka til að halda
áfram.
Hvað varstu að lesa
fyrir þessa miklu rúss-
nesku törn?
Fyrir Rússana var ég að lesa Þór-
berg. Las Ofvitann síðast á undan
þessu og hafði ljómandi gaman af,
ég skemmti mér konunglega við
lestur þeirrar bókar. Ég held þetta
séu gjörsamlega tímalausar bók-
menntir sem ég get mælt með fyrir
hvern einasta bókaunnanda.
Árni Davíð
Magnússon
BÓKSALA 08.-14. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 VillibráðLee Child
2 KakkalakkarnirJo Nesbø
3 Bak við luktar dyrB.A. Paris
4
Ótrúleg saga Indverja
sem hjólaði til Svíþjóðar
á vit ástarinnar
Per J.Andersson
5 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson
6 Dalalíf 1Guðrún frá Lundi
7 Independent PeopleHalldór Laxness
8 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante
9 Sagas of the IcelandersElena Ferrante
10 This is Iceland
1 VillibráðLee Child
2 KakkalakkarnirJo Nesbø
3 Bak við luktar dyrB.A. Paris
4
Ótrúleg saga Indverja
sem hjólaði til Svíþjóðar
á vit ástarinnar
Per J.Andersson
5 Dalalíf IGuðrún frá Lundi
6 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante
7 Dalalíf IIGuðrún frá Lundi
8 Er einhver þarna?Marian Keyes
9 Ef þú viltHelle Helle
10 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante
Allar bækur
Íslenskar kiljur
MIG LANGAR AÐ LESA
Eftir Jóhannes Ólafsson
4. janúar 1960
grænt tré
og brotajárn
útlendingur gerir tjónaskýrslu
við ævi sína
lestarmiði í vasanum
aldrei notaður.
Dánarfregnir og
tímaskekkjur
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN
Enn snjallara heyrnartæki
Beltone Legend
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
™
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004