Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 45
Kvikmyndir Nýjasta mynd Pixar-kvikmyndaversins er sögð munu
vera ein stærsta mynd þess frá upphafi. Stórstjarnan Ellen De-
Generes fer þar með hlutverk fisksins Dóru sem þjáist af skamm-
tímaminnisleysi eins og frægt er.
„Dóra er hiklaust ein af okkar vinsælustu persónum,“ segir
Angus MacLane, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, í samtali við
Washington Post. Þar komi óeðlileg persónueinkenni fisksins bláa
meðal annars til sögunnar. „Hún hefur svo jákvætt viðhorf til
hlutanna... Það er svo óvenjulegt í fari karaktera í dag – að vera
jákvæð og vera laus við kaldhæðni.“ Þá komi ekki að sök fallegt
útlit Dóru. Kvikmyndaspekingum mun reynast erfitt að dæma ná-
kvæmlega hvað það er við Dóru sem heillar en eitthvað virðist
falla í kramið hjá áhorfendum.
Afhverju er Dóra einn vinsæl-
asti Pixar-karakter allra tíma?
Ellen DeGeneres túlkar hlut-
verk Dóru einkar vel.
AFP
Aron en hann kemur fram á Secret
Solstice-hátíðinni í Laugardalnum
um helgina.
„Hátíðin leggst ógeðslega vel í mig.
Þetta verður ógeðslega gaman. Það
eru meira en þúsund búnir að segjast
ætla að kíkja á okkur á þessu Secret
Solstice-appi. Ég er að elska þetta
sjitt. Ég gæti ekki ímyndað mér að
vera að njóta mín eitthvað betur. Ég
er sextán ára og ég er að gera eitthvað
sem margir láta sig aðeins dreyma
um,“ segir Aron og kveðst að öllum
líkindum fara beint upp í hverfi númer
112 þegar hátíðinni líkur. Hann segir
hugsa talsvert til framtíðarinnar og
metnaðurinn er greinilega fyrir hendi.
„Ég er búinn að hugsa þetta allt of
langt maður. Maður vill auðvitað
alltaf reyna að koma sér eitthvert út
en það er bara svo mikið af spenn-
andi hlutum að gerast hérna heima.
Það að vera að drífa sig eitthvert út
er kannski það síðasta sem maður á
að vera að pæla í. Það sem við erum
að gera núna gengur mjög vel og við
erum að njóta okkar fáránlega vel.
Það er geðveikt gaman að vera hluti
af íslensku senunni í dag,“ segir Ar-
on að lokum.
Myndbandið við lögin „Enginn
Mórall“ og „Grunaður“ hefur
verið skoðað rúmlega 118 þús-
und sinnum á YouTube.
Aron segir mikinn uppgang í rappinu og að spennandi tímar séu framundan.
Ljósmynd/Jóhanna Pétursdóttir
19.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Uppistand Ameríski grínistinn Amy
Schumer, sem hefur meðal annars vakið
athygli fyrir að hæðast að fegurð-
ardýrkun og hefðbundnum væntingum
til kvenna, mun koma fyrir á forsíðu
tískutímaritsins Vogue.
„Ég er mikið fyrir að búa til mínar eig-
in reglur. Ég vil ekki spila leikinn, ég vil
endurskilgreina hann,“ er þar haft eftir
henni.
Schumer er þekktur uppistandari
Vestanhafs og hefur meðal annars verið
með eigin þáttaröð byggða á skoplegum
þáttum úr eigin lífi og hugarheimi.
Schumer á forsíðu Vogue
Amy Schumer kallar ekki allt ömmu sína.
AFP
Kvikmyndir Hinn víðfrægi leikari og kung-fu-kappi
Jackie Chan mun leika aðalhlutverkið í nýrri kín-
verskri spennumynd sem ber titilinn Bleeding Steel.
Myndin er vísindaskáldskapstryllir skrifaður af Leo
Zhang, sem fer einnig með leikstjórn, en Zhang leik-
stýrði meðal annars myndinni Chrysanthemum to
the Beast.
Tökur á Bleeding Steel munu hefjast í Sydney í
Ástralíu í júlí en myndin verður dýrasta kínverska
mynd sem tekin hefur verið í Ástralíu, samkvæmt
heimildum Variety. Þá verður myndin einnig tekin í
Taiwan.
„Með tilliti til sterkra róta Vil-
lage Roadshow-fyrirtæk-
isins í Ástralíu fær hug-
myndin góðan hljómgrunn
hjá okkur,“ er haft eftir
Ellen Eliasoph, fram-
kvæmdastjóra fram-
leiðslufyrirtækisins, sem
kemur að fjármögnun
myndarinnar. „Svo erum
við vitaskuld mjög spennt
yfir því að vera í fram-
leiðslu með Jackie Chan.“
Fjármögnun og framleiðsla myndarinnar er sam-
starfsverkefni Village Roadshow og kínverska fyr-
irtækisins Heyi Pictures, sem hefur heldur betur sótt í
sig veðrið á stuttum ferli þess, en Heyi Pictures hefur
séð um meðframleiðslu fjölmargra mynda og
grætt verulega á markaðssetningu Holly-
wood-mynda í Kína síðan það hóf göngu
sína fyrir rúmum tveimur árum.
Jackie Chan hefur farið með mörg eft-
irminnileg hlutverk þá rúmu fimm ára-
tugi sem hann hefur leikið í spennumynd-
um. Nýlega fór hann með talsetningu
apans í Kung Fu Panda-myndunum
og er væntanlegur á hvíta tjaldið í
Kína sem leynilögreglumaður í
myndinni Skiptrace. Í Bleeding
Steel leikur Chan sérsveit-
armann sem verður ástfanginn
af konu í glæpagengi.
Bleeding Steel verður tekin upp í Ástralíu og Taiwan.
AFP
BLEEDING STEEL HEFUR TÖKUR Í JÚLÍ
Jackie Chan í
kínverskum vís-
indaskáldskap
Jackie Chan er eldri
en tvævetur í hasar-
myndabransanum.
AFP
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár