Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Blaðsíða 18
Fagnaðarlætin sem brutust út þegar Birkir Bjarnason skoraði glæsilegt mark og jafnaði metin fyrir Ísland voru ótrúleg. Stuðningsmenn féllust í faðma og hoppuðu um öskrandi í stúkunni. Það mátti sjá einstaka örvæntingarsvip þegar Nani skoraði fyrir Portúgal. Fáir höfðu þorað að vera of bjartsýnir fyrir leik og nú var á brattann að sækja. Fólk reis þó fljótt á fætur og hvatti sína menn áfram með köllum og söng. Á hverjum bar og kebabstað á leiðinni frá vellinum að miðborginni voru Ís- lendingar að fagna úrslitum kvöldsins. ’ Að standa í risastórum, bláklæddum hópi landa sinna áíþróttavelli í Frakklandi og syngja þjóðsönginn af ölluhjarta fyrir framan landsliðið í fótbolta á lokamóti EM erógleymanleg upplifun. Handleggirnir sem stóðu fram úr kepppnistreyjunum og klöppuðu og veifuðu allt heila kvöldið þekjast enn af gæsahúð við tilhugsunina eina. Áfram Ísland! Íslensku stuðningsmennirnir voru ekkert að flýta sér af vellinum eftir að leikn- um lauk heldur tóku sér góðan tíma til að fagna áfram. EM Í FRAKKLANDI 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.