Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
6
-2
0
4
4
ERT ÞÚ Í NÝSKÖPUN?
Ný tækifæri með nýjum lögum
Kynningarfundur um breytt umh verfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi,
Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35, föstudaginn 1. júlí kl. 8.30–10.00
Dagskrá
Opnunarávarp
– Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Lög um fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti
– Steinar Örn Steinarsson og Ingibjörg Helga Helgadóttir, Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Endurgreiðslur r&þ kostnaðar
– Sigurður Björnsson, Rannís
Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki, lög nr. 152/2009
– Pétur Már Halldórsson, Nox Medical
Skattalegir hvatar vegna fjárfestinga í hlutabréfum nýsköpunarfyrirtækja
og umbætur í skattalegri meðhöndlun kauprétta og skuldabréfa
– Íris Ólafsdóttir, Kúla 3D
Skattalegir hvatar til erlendra sérfræðinga og hærri þök á endurgreiðslur r&þ
– Hilmar Veigar Pétursson, CCP
Umræður
Fundarstjóri: Davíð Lúðvíksson, SI
Fundurinn er öllum opinn. Skráning á www.si.is
Framkvæmdir standa nú yfir í Sóltúni
í Reykjavík við nýjar öryggis- og þjón-
ustuíbúðir fyrir eldri borgara. Fyr-
irhugað er að byggja upp alhliða þjón-
ustu fyrir eldri borgara á svæðinu sem
ber heitið Sóltúnsþorpið. Íbúðirnar
verða afhentar vorið 2017 og er sala á
þeim hafin.
Í fréttatilkynningu um fram-
kvæmdirnar kemur fram að Sóltún
öryggis- og þjónustuíbúðir henti vel
fyrir þá sem kjósa að búa á eigin heim-
ili en þurfa margvíslega þjónustu.
Stefnt er að því að bjóða upp á heima-
hjúkrun og heimaþjónustu fyrir þá
sem þess þurfa. Fyrsta skrefið í upp-
byggingu Sóltúnsþorpsins var hjúkr-
unarheimilið Sóltún. Nú standa til
boða 44 öryggis- og þjónustuíbúðir að
Sóltúni 1–3.
Á milli beggja hjúkrunarheimilanna
er fyrirhugað að reisa tengibyggingu
sem verður þjónustumiðstöð fyrir
eldri borgara sem búa í hverfinu. Þar
verður að finna veitingastað, líkams-
og hugarrækt, miðstöð heilbrigð-
isþjónustu og heimahjúkrunar og að-
stöðu fyrir félagsstarf. „Þjóðin er að
eldast og það er að fjölga í elsta hópn-
um, nú þegar er mikil eftirspurn eftir
þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara.
Með uppbyggingu á Sóltúnsþorpinu
er verið að bjóða upp á nýjan valkost
sem býður upp á fjölbreytileika og
aukna þjónustu við þá einstaklinga
sem kjósa að búa á eigin heimili leng-
ur,“ segir Halla Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri Sóltúns öryggis- og
þjónustuíbúða.
Mikil uppbygging í Sóltúni
Uppbygging Svæðið í Sóltúni þar sem Sóltúnsþorpið mun rísa. Þar verður
m.a. að finna öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða og þjónustumiðstöð.
Sóltúnsþorpið nefnist nýr þjónustukjarni fyrir eldri borg-
ara 44 öryggis- og þjónustuíbúðir komnar í sölu
Hugrún, félag
nemenda í hjúkr-
unarfræði, lækn-
isfræði og sál-
fræði við
Háskóla Íslands,
stendur fyrir
„geðveiku
bingói“ í Stúd-
entakjallaranum
í kvöld. Mark-
miðið með bingó-
inu er að afla fjár og vekja athygli á
félaginu. Hugrún var stofnað með
það í huga að standa fyrir fræðslu í
menntaskólum landsins um andlega
heilsu og geðræn málefni. Grínist-
inn Þorsteinn Guðmundsson verður
kynnir kvöldsins og eru tugir vinn-
inga í boði, m.a. hótelgisting og
ferðir út á land. Spjaldið mun kosta
1.000 krónur en þrjú spjöld verða á
2.000 krónur og allur ágóði mun
renna til forvarnastarfsins.
„Geðveikt bingó“ í
Stúdentakjallaranum
Bingó! Freistaðu
gæfunnar í kvöld
Milo Djukanovic,
forsætisráðherra
Svartfjallalands,
heldur fyrirlest-
ur undir yfir-
skriftinni „Aðild
Svartfjallalands
að NATO og
stöðugleiki á
vesturhluta
Balkanskaga“ á
opnum fundi á
vegum Alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands í dag. Fundurinn hefst
kl. 12 í stofu 101 í Odda í Háskóla
Íslands og stendur yfir í um klukku-
stund.
Daði Már Kristófersson, forseti
Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands,
verður fundarstjóri á fundinum,
sem er opinn öllum. Fundurinn fer
fram á svartfellsku, en túlkur mun
þýða yfir á ensku samhliða fyr-
irlestrinum. Nánari upplýsingar má
finna á slóðinni www.ams.hi.is.
Ræða aðild Svart-
fjallalands að NATO
Daði Már Krist-
ófersson
Verðlagsnefnd
búvara hefur
tekið samhljóða
ákvörðun um að
heildsöluverð á
mjólk og mjólk-
urafurðum
hækki um 2,5%
þann 1. júlí nk.
Þetta kemur
fram í frétta-
tilkynningu frá
Verðlagsnefnd búvara. Breytingin
er einkum komin til vegna hækk-
unar launa en undanrennu- og
mjólkurduft lækkar aftur á móti
um 20% til að mæta áhrifum nýs
tollasamnings við ESB og lækkun
heimsmarkaðsverðs á dufti. Vegin
meðaltals hækkun er því 2,1%. Af-
urðastöðvaverð til bænda hækkar
um 1,77 kr. á lítra mjólkur og þá
hækkar vinnslu- og dreifing-
arkostnaður um 1,81 kr. Alls hækk-
ar mjólkurlítrinn um 3,58 kr.
Mjólkurverð til
bænda hækkar
Mjólk Heild-
söluverð hækkar.