Morgunblaðið - 08.07.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 08.07.2016, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  158. tölublað  104. árgangur  FINNUR FYRIR FRUMMANNINUM VIÐ GRILLIÐ VIÐ ERUM LISTAHÓPUR SMITUÐUST AF SÖNGBAKTERÍUNNI HJÁ JÓNI STEFÁNS REYKJAVÍKURDÆTUR 31 SYSTKINI SYNGJA SAMAN 12SÉRBLAÐ UM GRILL Framtakssjóðurinn Horn III stefnir að því að ljúka viðræðum við núverandi eigendur eignar- haldsfélagsins Basko um kaup á umtalsverðum hlut í fyrirtækinu á næstu vikum. Meðal dótturfélaga Basko eru verslanakeðjurnar 10-11 og Iceland, ásamt kaffi- og kleinu- hringjastöðunum Dunkin’ Donuts. Núverandi eigandi Basko er Árni Pétur Jónsson. Hann keypti 10-11 verslanirnar af dótturfélagi Arion banka árið 2011 og árið 2013 bættist við meirihluti í Iceland- keðjunni. Ekki liggur fyrir á þessari stundu með hvaða móti aðkoma Horns verður að félaginu en heim- ildir Morgunblaðsins herma að Árni Pétur verði áfram leiðandi á vettvangi þess sem stjórnandi og eigandi þótt af kaupunum verði. Horn III er í eigu 30 aðila; líf- eyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, og er í rekstri hjá Landsbréfum. Fjárfestingartíma- bil sjóðsins er til ársins 2019 og áætlaður líftími fjárfestinga er hugsaður til ársloka 2025. Velta dótturfélaga Basko hefur aukist mjög að umfangi á síðustu árum og er nú um 10 milljarðar króna. » 16 Sækjast eftir hlut í 10-11  Viðræður við fjár- festingarsjóðinn Horn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Verslanir 10-11, Iceland og Dunkin’ Donuts eru dótturfélög Basko. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur undanfarin sumur haldið fimmtudagsgöngur um garðinn. Gangan í gær var sú fjölmennasta frá upphafi og komu 350 manns saman. Guðni Ágústsson, fyrrv. landbúnaðarráðherra, ávarpaði göngumenn og tal- aði eins og samtímamaður Skarphéðins og Njáls um atburði Brennu-Njáls sögu. Með honum var Jörmundur Ingi Hansen, fyrrum allsherjargoði, ásamt skoskum, enskum og íslenskum víkingum. Morgunblaðið/Eggert Höfðingjar og glæsimenn fylktu liði á Njáluslóð Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir mun á næstunni innleiða nýja með- ferð við offitu, en hann mun opna skurðstofu við Klíníkina í Ármúla á næstunni. Aðferðin er framkvæmd með lækningatæki sem kallast AspireAssist og var nýlega vottað af FDA, matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, en hafði áður fengið CE-vottun í Evrópu. Hin nýja aðferð felur í sér mun minna inngrip en hefðbundnar offitu- aðgerðir og krefst t.a.m. ekki svæf- ingar, heldur er sjúklingurinn slævð- ur á meðan lækningabúnaðinum er komið fyrir. Að sögn Aðalsteins gæti verið að AspireAssist væri ákjósan- legur kostur fyrir þann hóp sem hefur hingað til ekki viljað gangast undir of- fituaðgerðir vegna þess inngrips sem í þeim felst. Hann telur þó hjáveituaðgerð ár- angursríkasta fyrir þá sem kljást við offitu, enda batinn skjótur og áhrif hennar mikil á þann heilsubrest sem offita leiðir til. Þannig vinna þær til dæmis bug á hjarta- og æðasjúkdóm- um auk kæfisvefns, að sögn hans. Hjáveituaðgerðir hafa einnig mikil áhrif á sykursýki tvö, en tveir þriðju hlutar þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir og eru einnig með sykursýki losna við sjúkdóminn með öllu. Áhrif- anna gætir oft strax á annarri viku eftir aðgerðina. Ný lækning við offitu  Minna inngrip í líkamsstarfsemi og krefst ekki svæfingar  Gæti höfðað til þeirra sem ekki vilja aðgerð  Hjáveituaðgerðir geta læknað sykursýki tvö MNýr valkostur »10 Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir sýndu í gær að þær eru meðal þeirra bestu í Evrópu í greinum sínum þegar þær komust báðar í úrslit á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Amsterdam í Hollandi. Aníta keppir í úrslitum 800 metra hlaups annað kvöld kl. 19.40, eftir að hafa náð fjórða besta tímanum í undanúrslitum í gær. Átta keppendur hlaupa í úrslitahlaupinu. Aníta hljóp á 2:01,41 mínútu í gær og varð fjórða í sínum riðli, en það reyndist hraðasti riðillinn af undanúrslitariðlunum þremur. Tveir fljót- ustu keppendur í hverjum riðli komust sjálf- krafa í úrslitin en svo giltu tveir bestu tím- arnir eftir það, þvert á riðla. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í úrslitum spjót- kasts kl. 16.45 á morgun. Hún varð í 10. sæti í undankeppninni eftir að hafa náð 58,83 metra kasti í annarri tilraun. Tólf keppendur komust í úrslitin. „Það er frábært fyrir sjálfstraustið að kom- ast í úrslit. Við vorum alveg viss þegar ég kastaði að þetta myndi duga,“ sagði Ásdís við Morgunblaðið, en hún þurfti að bíða í dágóða stund til að fá það endanlega staðfest að kast sitt dygði til að komast í úrslitin. » Íþróttir Aníta og Ásdís báðar í úrslitum á EM Morgunblaðið/Kristinn Fljót Aníta Hinriksdóttir átti fjórða besta tím- ann í undanúrslitum 800 metra hlaups á EM. Morgunblaðið/Kristinn Tíunda Ásdís Hjálmsdóttir er komin í úrslit á EM. Hún náði 10. besta árangrinum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.