Morgunblaðið - 08.07.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 08.07.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Svava Grímsdóttir, verslunareigandi og hönnuður, er fimmtug ídag. Hún rekur verslunina Ræmuna á Nýbýlavegi 6 ásamtHeiðrúnu Björk Jóhannesdóttur, en Svava hannar fatnað undir nafninu Evuklæði og Heiðrún hannar fylgihluti og heimilislínu undir nafninu Ísafold. „Við erum búin að reka verslunina í á fjórða ár og það gengur bara mjög vel, fullt af glæsilegum konum sem eru fastakúnnar hjá okkur og stöðugt að bætast við nýir viðskiptavinir. Það er búinn að vera góð- ur stígandi í þessu hjá okkur og við hlökkum til að takast á við vet- urinn. Ég hanna fatnað fyrir íslenskar konur, þetta er „slow-fashion“ eins og maður segir á slæmri íslensku, þ.e. fatnaðurinn er ekki árs- tíðaskiptur heldur kemur jafnt og þétt. Við ætlum að kynna heimilislínu núna í haust sem er unnin úr leðri. Þetta eru m.a. blaðakörfur, kertahlífar úr leðri og margt fleira. Prótótýpurnar eru að rúlla í húsið ásamt fullt af nýjum fatnaði á íslenskar konur fyrir veturinn.“ – Hvernig á að halda upp á daginn? „Ég verð með sveitaafmæli í Þjórsárdal og það verður gleði í dalnum alla helgina, ca. 80 manns ætla að mæta og halda upp á áfangann með mér. Svo ætlum við að hjónin að klára afmælisvikuna með því að fara á golfvelli á Suður- landinu, en við erum nýlega byrjuð í golfinu.“ Eiginmaður Svövu er Einar Benedikt Nåbye, söluráðgjafi hjá Brim- borg, og börn þeirra eru Atli Freyr Nåbye 25 ára og Eva Björg Nåbye 16 ára. Fjölskyldan Atli Freyr, Eva Björg, Svava og Einar Benedikt. Hannar Evuklæði Svava Grímsdóttir er fimmtug í dag S igtryggur fæddist í Reykjavík 8.7. 1941, ólst þar upp og lauk gagn- fræðaprófi frá Gaggó Vest 1958. Sigtryggur hóf störf hjá Póst- stofunni í Reykjavík 1958. Í árs- byrjun 1962 hóf hann störf hjá Jakobi S. Kvaran, frímerkjakaup- manni í Kaupmannahöfn, stundaði síðan verslunarstörf hjá Renault- bifreiðaumboðinu, Kólumbus í Reykjavík, og starfaði þar til árs- ins 1963. Hann var síðan sölustjóri hjá heildversluninni Eddu hf. í Reykjavík 1963-74 en hóf þá rekst- ur inn- og útflutningsfyrirtækisins XCO, ásamt nokkrum vinum sín- um. Sigtryggur hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi og er það enn í dag. Auk þess starfrækti hann um nokkurra ára skeið Frímerkjastofuna á Vest- urgötu 14 í Reykjavík. Sigtryggur hefur sinnt fé- lagsstörfum fyrir Samtök frí- merkjasafnara, gaf út Safnara- blaðið, var ritstjóri þess og var framkvæmdastjóri fyrstu Nordia- sýningarinnar hérlendis, 1984: „Ég hef safnað frímerkjum frá því ég var sex ára en söfnunarsvið mitt hefur verið Íslandstengt. Ég á gott lýðveldissafn og íslensk bréfspjöld sem gefin voru út á árunum 187- 1920 og hafa fengið viðurkenningu á norrænum sýningum og heims- sýningum gegnum árin. Auk þess hef ég mikinn áhuga á ættfræði, en frímerkin og ættfræðin segja okkur söguna ef við á annað borð leggjum við hlustir.“ Sigtryggur var stofnfélagi Kiw- anisklúbbsins Vífils í Breiðholti, Sigtryggur Rósmar Eyþórsson framkvæmdastjóri – 75 ára Ljósmynd/Gunnar Ingimundarson Yngsta kynslóðin Hér eru þau Sigtryggur og Þorbjörg með barnabörnunum sínum, öllum nema þeirri yngstu, þeim Valmundi Rósmar, Þorbjörgu, Margréti Rósu, Edvard Degi, Þorbjörgu Gróu og Ástu Halldóru. Frímerki og ættfræðin greina oft frá sögunni Sú yngsta Afi með Ísabellu Maríu. Hrafnhildur Lóa Kvaran og Kári Dan Edvardsson héldu tombólu fyrir utan Ár- bæjarskóla og seldu dót sem þau höfðu safnað. Þau gáfu Rauða krossinum ágóð- ann, 4.000 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isHoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.