Morgunblaðið - 08.07.2016, Page 36

Morgunblaðið - 08.07.2016, Page 36
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Flutningabíll í veg fyrir mótorhjól 2. Alvarlegt slys á Reykjanesbraut 3. „Við erum ekki Ísland“ 4. Hrærð yfir boðinu til Íslands »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Árleg Garðveisla Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) er haldin í Hljómskálagarðinum í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Úlfur Úlfur, Samaris og Glowie og er aðgangur ókeypis. Garðveislan hefur verið reglulegur viðburður síðustu árin og er nafnið fengið úr lagi Mezzoforte, „Garden Party“, sem markaði á margan hátt útrás íslenskra tónlistarmanna á sínum tíma. Garðveisla FTT í Hljómskálagarðinum  Snæfríður Ingvarsdóttir, nýút- skrifuð leikkona frá leikarabraut Listaháskóla Íslands, fær fjölbreytt verkefni hjá Þjóðleikhúsinu á kom- andi leikári. Hún leikur í söng- leiknum Djöflaeyjunni, Fjarskalandi og nýrri leikgerð Melkorku Teklu Ólafsdóttur á Tímaþjófnum eftir samnefndri skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur í leikstjórn Unu Þor- leifsdóttur. Svo skemmtilega vill til að í Tímaþjófnum leikur hún dóttur Eddu Arnljótsdóttur, en Snæfríður er í reynd dóttir Eddu og Ingvars E. Sigurðssonar. Með hlutverk Öldu í sýningunni fer Nína Dögg Filippus- dóttir, en Björn Hlynur Haraldsson leikur samkennara Öldu og elsk- huga. Leikmynd og búninga hannar Eva Signý Berger, en þær Una hafa unnið sam- an áður með góðum árangri, meðal ann- ars í sýningunni [um það bil] sem sýnd var í Þjóðleik- húsinu á liðnum vetri. Snæfríður og Edda leika mæðgur Á laugardag Norðaustlæg átt, 10-13 m/s á Vestfjörðum, en ann- ars hægari og rigning víða um land. Hiti 8 til 13 stig. Á sunnudag og mánudag Norðaustan 8-13 m/s og votviðri víða um land. Fremur milt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 NV-til en annars hægari og rigning með köflum, en þurrt að kalla SV-til. Hiti 7 til 19 stig. VEÐUR KR-ingar unnu risasigur á norður-írska liðinu Glena- von í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knatt- spyrnu. Þeir mæta nýja lið- inu hans Rúnars Más Sigur- jónssonar, Grasshopper frá Sviss, í 2. umferð. KR fagn- aði 6:0-sigri á útivelli í gær og vann samtals 8:1. Breiða- blik féll úr leik eftir 5:4-tap í einvígi sínu við Jelgava og Valur tapaði 10:1 gegn Bröndby. » 2 og 3 KR flaug áfram eitt íslenskra liða „Ég stefni á að vera í landsliðs- hópnum og gera tilkall til að spila og þá þurfti ég að fara frá Svíþjóð, ég held að það sé alveg 100%,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hæstánægður eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við svissneska félagið Grasshopper í gær. Hann er bjart- sýnn á að fá stórt hlutverk í liðinu. »4 Til Sviss og ætlar sér meira í landsliðinu „Ég hefði viljað vinna þetta eftir að hafa verið með yfirhöndina,“ sagði Signý Arnórsdóttir, landsliðskona í golfi, eftir naumt tap Íslands gegn Frakklandi á Evrópumóti áhugakylf- inga sem haldið er á Urriðavelli. Frakkar hafa unnið tvö síðustu Evrópumót en viðureignin var æsi- spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana. »4 Töpuðu eftir bráðabana gegn meisturum Frakka ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Við fengum þá hugmynd að halda svona áramótateiti og svo datt okk- ur í hug að sérhæfa þetta svolítið,“ segir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, vert á Fjarðarborg, í samtali við Morgunblaðið, en boðið er til ára- mótaveislu í Fjarðarborg á morgun þar sem fagna á áramótunum 1986- 1987. „Þessi áramót eru svo nostalgísk í huga okkar, til að mynda var þetta fyrir tíma bjórsins,“ segir Ásgrímur og bætir við að af því til- efni verði að sjálfsögðu boðið upp á bjórlíki. „Þó verða einhverjar veigar úr framtíðinni, til dæmis hefðbundinn bjór. Eða kannski komumst við upp með að segja að honum hafi verið smyglað,“ segir Ásgrímur léttur í bragði. Sýna áramótaskaupið frá 1986 Skaupið þessi áramót er af mörgum talið vera eitt það besta sem gert hefur verið. Verður því enda gert hátt undir höfði þetta kvöld. „Við höfum verið að sanka að okkur efni og verið mikið í sam- bandi við safnadeild Ríkissjón- varpsins; fengið áramótaávörp, annálinn og fleira. Þetta verður allt sýnt hér á risaskjá.“ Með þessu segir Ásgrímur að fólki sé gert kleift að endurupplifa þessi sögulegu áramót. „Og þeir sem misstu hreinlega af þessu, þar sem þeir voru ekki fæddir, fá líka að upplifa þetta.“ Í sérstöku kynningar- myndbandi er ýmsu lofað fyrir kvöldið, meðal annars flugeldssýningu. „Við þorðum ekki að lofa meiru í bili. Það fannst bara einn flug- eldur en við ætlum að reyna að skjóta honum upp. Ég veit ekki hvort fólk verður með eitthvað úr eigin ranni en við getum að minnsta kosti lofað þessum eina.“ Búist er við að rúmlega 100 manns muni mæta til veislunnar annað kvöld. „Við erum komnir með í hús kjöt fyrir 150 manns, sem við keyptum með hliðsjón af vinsældum þessara sérviskuhátíða sem við höfum hald- ið hingað til,“ segir Ásgrímur. Að loknum áramótakvöldverð- inum verður slegið upp balli innan sömu veggja, þar sem Magni Ás- geirsson söngvari leikur ásamt hljómsveit. „Ég held að þeir verði í þessum eitís-lögum, með gömlu dansana í bland eins og venjan var á þessum tíma, sælla minninga.“ Slá upp mikilli áramótaveislu  Haldið verður upp á áramótin 1986-1987 Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Helgason Nostalgískir Þrír vertanna á Fjarðarborg, frá vinstri þeir Kristján Geir Þorsteinsson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Óttar Már Kárason. Í höndum þeirra eru aðeins sýnishorn af þeim veigum sem boðið verður upp á annað kvöld. Á hverju sumri undanfarin ár hafa vertarnir í Fjarðarborg stað- ið fyrir einkennilegri hátíð. Haldið hefur verið upp á jólin, blásið til þorrablóts og boðið til bjór- drykkju á Októberfest auk Bollywoodhátíðar, svo dæmi séu tekin. Nú skal haldið upp á áramót og af því til- efni býðst fólki að senda sérstakar áramótakveðjur, sem lesnar verða upp yfir borðhaldinu. „Jafnvel bjóðum við fólki að senda kveðjur úr framtíðinni, ef það er eitthvað sem maður hefði viljað koma á framfæri á þessu tímabili. Svona það sem maður veit í dag en vissi ekki 1986. Það verður vonandi eitthvað um góð heilræði úr framtíðinni,“ segir Ás- grímur, rétt áður en hann siglir inn í gamla árið. Áramótakveðjur lesnar upp HEILRÆÐI ÚR FRAMTÍÐINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.