Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  167. tölublað  104. árgangur  Í LÖGREGLUFYLGD MEÐ ELDRI BORG- URUM Í VEISLU JÓHANN BOÐAR NÝJA PLÖTU Í SEPTEMBER SARA BJÖRK 19. BESTA FÓTBOLTA- KONA EVRÓPU ORPHÉE 33 ÍÞRÓTTIR Á FERÐ Í ÚTLÖNDUM 12 Atvinnulífið þarf á heilmiklum vöru- innflutningi að halda til að skapa gjaldeyristekjur. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Fram kemur í tölum sem Arion banki hefur tekið saman og byggjast á gögnum frá Hagstofunni að inn- flutningur sjónvarpa, kæli- og frysti- tækja og þvottavéla hefur aukist um- talsvert frá 2012. Stefán Broddi bendir á að jafnvel þótt þessi tæki séu almennt ætluð til heimilisnota, sé hluti þeirra nýttur í atvinnuskapandi starfsemi. Þannig hafi talsverður hluti þeirra sjón- varpa sem flutt voru inn ratað inn á hótel eða heimagistingu. Hann segir einnig að sú aukning sem orðið hafi á innflutningi bifreiða sé að hluta vegna aukinna umsvifa í bílaleigu- rekstri hér á landi. Hann segist ekki hafa áhyggjur af vöruinnflutningi til landsins um þessar mundir. Á móti honum komi verulegur þjónustuútflutningur sem fjármagni þennan innflutning á vörum og gott betur. »16 Innflutningur er til góðs  Sjónvörp, raftæki og bílar stuðla að gjaldeyristekjum Morgunblaðið/Ómar Sjónvörp Innflutningur þeirra er að hluta til hótela og heimagististaða. Það var mikið um að vera við Skarfabakka í Sunda- höfn í gærmorgun. Þar lágu tvö stór skemmti- ferðaskip sem hingað komu með tæplega 4.600 far- þega. Tankskipið Laugarnes var að dæla olíu í annað skipið og í forgrunni er Viðeyjarferjan á leið út í eyjuna með fjölda farþega. »6 Morgunblaðið/RAX Líf og fjör við Skarfabakka Tvö stór skemmtiferðaskip í Sundahöfn Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsmálaráðherra, segir að náist sam- komulag um SALEK, hafi verið skapaðar alvöru forsendur fyrir vaxtalækkun. Bjarni segir í samtali við Morg- unblaðið í dag, að ef sveitarfélögin og ríkið haldi aftur af eyðslu sinni, og laun í landinu verði ekki hækkuð um- fram framleiðni- vöxt, muni vextir lækka. Fjármálaráð- herra sagði að gögn frá norskum hagfræðingi, sem sé sérfræðingur í vinnumarkaðsmál- um, hafi verið lögð fyrir SALEK- hópinn, þar sem nákvæmlega komi fram hvernig launaþró- un í Skandinavíu hafi verið, hvernig vextir hafi þróast og hvernig launabreytingar op- inberra starfsmanna hafi verið, samanborið við almenna markaðinn. „Þessi lönd búa bara við allt annan veruleika en við,“ sagði Bjarni Blindir í trú sinni „Við finnum það hjá Seðlabankanum að þeir eru algjörlega blindir í trú sinni á áhrifamátt vaxtatækisins, en þeir hafa á umliðnum árum þurft að viðurkenna, að það eru takmörk fyrir því hversu miklu hærra vaxtastigið á Íslandi getur verið, borið sam- an við nágrannalöndin, áður en vaxtahækk- anir eru farnar að hafa mjög óæskileg áhrif,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra. SALEK skilyrði lækkunar  Seðlabankinn trúi í blindni á áhrif vaxta Laun – vextir » Launa- og vaxtaþróun í Skandinavíu sé gjörólík því sem gerist hér á landi. » Takmörk fyrir því hversu miklu hærra vaxta- stigið á Íslandi geti verið, borið saman við ná- grannalöndin. MSamkomulag um SALEK »11  Valsmenn hafa selt tvær af átta lóðum á Hlíðarenda sem ætlaðar eru undir íbúabyggð og atvinnu- starfsemi. Áætlað er að um 600 íbúðir rísi þar. Afrakstur sölunnar verður nýtt- ur til byggingar íþróttamannvirkja Vals. Meðal annars verður nýtt knatthús reist við hlið aðal- vallarins, en með hagnaði af sölu lóðanna mun Valur geta full- fjármagnað húsið. Að sögn Brynjars Harðarsonar, framkvæmdastjóra Valsmanna hf., hafa byggingarfélög og fjárfestar sýnt lóðunum mikinn áhuga. Önnur lóðanna er nú fullbúin og hefur jarðpúðum verið komið fyrir, hin er langt komin í undirbúningi. Framkvæmdir við þriðju lóðina hefjast í þessari viku. »6 Valsmenn selja tvær lóðir við Hlíðarenda Hlíðarendi Byggðin rís við norðaustur- enda Reykjavíkurflugvallar.  Hópur sjö vís- indamanna hóf í gær árlegan leið- angur til Surts- eyjar og stendur hann fram á föstudag. Hópinn skipa meðal ann- ars tveir prófess- orar frá háskól- um í Svíþjóð. Með vísinda- mönnunum í för var Þórdís V. Bragadóttir, sérfræðingur Um- hverfisstofnunar á sviði náttúru. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að breytingar megi sjá í hvert sinn sem í eyjuna sé komið. »14 Breytt landslag við hverja ferð í Surtsey Surtsey Rusl verð- ur tínt í vikunni.  Upplýsingar eru til um rúmlega 600 hvítabirni sem skráðir hafa verið hér á landi frá landnámi, að því er fram kemur á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki er auðvelt að finna heildstæða samantekt um hve marga birnir hafa deytt eða skaðað hér á landi. Hvítabjörn gekk á land í Heljarvík á Ströndum árið 1321 og drap átta menn. Í Skarðsárannál er greint frá því að árið 1518 hafi bjarndýr gengið á land við Ás- búðartanga á Skaga og deytt átta manneskjur, fátækar konur með börnum. Undir lok 19. aldar fékk maður á Vest- fjörðum sár eftir hvítabjörn og dó af blóðeitrun. Því er vitað um a.m.k. 17 Íslendinga sem birnir hafa orðið að aldurtila beint eða óbeint. Við krufningu kom í ljós að birnan sem var felld á Skaga á laugardagskvöld var fullorðin og meðalstór. Hún var með mjólk í spenum. Það bend- ir til þess að ekki sé langt síðan húnn eða húnar fylgdu henni. »4 Vel á annan tug hefur fallið fyrir ísbjörnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.