Morgunblaðið - 19.07.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 19.07.2016, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Raunveru-leikinnberst nú um á örskots- stund, hversu fjarlægur sem vettvangur hans er. Um helgina rofnuðu dagskrár erlendra sjónvarps- stöðva því talið var líklegt að valdarán Tyrkjahers væri í uppsiglingu. Atburðarásin kom eins og beint upp úr gömlum handbókum um valdarán. Komið var myrkur. Fólk var heima. Samgöngu- æðum var lokað. Skriðdrekar rúlluðu eftir Bospórusbrúnni og þotur sprengdu hljóðmúr- inn til að hræða fólk. Herinn tók ríkisútvarpið og lét lesa yfirlýsingu um að hann hefði neyðst til að taka í taumana og tryggja lýðræðið. Stjórn- völd væru sett af og „friðar- ráð“ stjórnaði landinu. Erdogan forseti var í sumarleyfi, og örlög hans ókunn. Þá gerðist ótrúlegt at- vik. Útibú CNN í Tyrklandi, sagðist vera með forsetann á línunni. Fréttakona hélt á lofti gemsa sínum og þar birt- ist andlit forsetans. Hann skoraði á fólk að þyrpast út á götur og torg. „Herinn á ekki skriðdrekana sem nú æða um strætin. Fólkið á þá. Ekkert vald er sterkara en vald fólks- ins,“ sagði forsetinn. Það er glettni örlaganna að Erdogan næði í gegnum glufu í fjöl- miðlum að leysa úr læðingi öfl sem brutu byltingu hersins á bak aftur. Byltingarmenn flýttu sér að loka útibúi CNN en það var um seinan. Þjóðfélagsmiðlar hafa lengi verið fleinn í holdi forsetans. En nú var þess gætt að hafa þá opna. Og loks sameinaðist fjölmiðill fortíðar þessari framtíðartækni allri því að hróp og köll tóku að heyrast úr turnum moskanna og almenningur var kallaður út til bænahalds. Með því náð- ist til tugþúsunda stuðnings- manna AKP, flokks forsetans. Áhorfendur í stofum austan hafs og vestan sáu ekki betur en að byltingin færi út um þúfur þegar fjöldinn þusti upp á skriðdrekana, fyllti flugvallarbyggingar og hinir ungu hermenn hikuðu við að skjóta. En alþjóðlegu stöðvarnar mátu stöðuna öðruvísi. Kannski leituðu þær „upplýs- inga yfirvalda“ hver í sínu horni. Flutt var skrítið viðtal við utanríkisráðherra Banda- ríkjanna sem sagði fréttir óljósar og ekki rétt að kveða upp úr fyrr en þær yrðu ljós- ari. Sagt var að að forsetinn í Hvíta húsinu fylgdist grannt með. Klukkustundum saman hafði legið fyrir að her Tyrk- lands reyndi valdarán en ekki var tekin afstaða gegn því. Það var ekki fyrr en langt var liðið á nóttu í Tyrklandi að Obama gaf loks út stuðnings- yfirlýsingu við Erdogan. Þá var Erdogan kominn til Istan- bul og sagði valdaránið runn- ið út í sandinn. Erdogan slapp naumlega. Örstuttu eftir að hann komst út úr sumardval- arstað sínum rigndi þar sprengjum. Nú er það eftirleikurinn. Þúsundir eru handteknar. Ólögleg vopnuð bylting hers gegn réttkjörnum stjórnvöld- um er með verstu glæpum. En stjórnvöld, sem óvænt standa slíkt af sér með aðstoð fjöldans, verða að lúta sínum lögmálum. Þeim sömu og gerðu byltinguna siðlausa. Hvaða nauðsyn bar til þess í bítið eftir byltingu að hand- taka hundruð dómara og sak- sóknara? Vonandi rennur móðurinn af mönnum. Forset- inn segist hugleiða hvort rétt sé að lögleiða dauðarefsingar á ný. Utanríkismálastjóri ESB hótar að þá fái landið ekki aðild að því. En fullyrt hafði verið í baráttunni um Brexit að Tyrkir fengju ekki slíka aðild næstu áratugina! Erdogan á ekki mikið undir ESB. Það gerði að vísu þriggja milljarða evra samn- ing við Tyrki um flóttamenn. Það munar um minna. En Er- dogan getur fyrirvaralítið lyft upp varnargirðingum svo að þrjár milljónir flóttamanna leggi inn í álfuna. Ekki er á þann vanda bætandi í Evrópu. En vera má að Erdogan beini nú sjónum sínum í austurátt. Hann og Pútín eru ósáttir um Assad í Sýrlandi. En Erdogan telur slaginn um Assad tapaðan. Pútín og Er- dogan hafa svipaða afstöðu til Kúrda og sá síðarnefndi treystir Bandaríkjamönnum ekki í málefnum þeirra. Loft er lævi blandið í Tyrk- landi. Nágrannar og banda- menn í Nató hafa miklar áhyggjur. Tyrklandsher er fjölmennasti her Nató á eftir þeim bandaríska. Það er kraftaverk að tyrk- nesku þjóðinni tókst að hrinda áformum um valda- töku hersins. Það yrði þeim mun dapurlegra ef sá þjóðar- sigur efldi einræði í landinu og skerti frelsi til orðs og æð- is. Forðum sat Erdogan í fangelsi í nokkra mánuði fyrir ljóðaflutning gegn yfirvöld- um. Vonandi horfir hann til þess á ögurstund Tyrklands. Miklir atburðir sem mega ekki enda illa}Slagurinn um Tyrkland R ússneska íþróttahreyfingin hefur stundað umfangsmikla blekk- ingastarfsemi til að fela lyfja- notkun íþróttamanna í tugum greina, ef marka má skýrslu, sem kynnt var í gær. Skýrslan var gerð að undirlagi Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, WADA, og gætu niðurstöður hennar orðið til þess að Rússar yrðu alfarið útilokaðir frá Ólympíu- leikunum, sem brátt munu hefjast í Brasilíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti að embættismönnunum, sem nefndir væru í skýrslunni, yrði vikið tímabundið úr starfi, en kvaðst vilja sjá haldbetri sannanir. Sagði í yf- irlýsingu forsetans að um væri að ræða óheppilegt dæmi um að pólitík smitaðist út í íþróttir. Pútín hefur þar ugglaust ætlað að gagnrýna skýrsluna, en niðurstaða hennar er þvert á móti að rússnesk stjórn- völd hafi látið pólitík taka völdin í íþróttalífi landsins. Framferðið, sem lýst er í skýrslunni, er með ólíkindum. Fullyrt er að á vetrarólympíuleikunum í Sotsíj 2014 hafi verið átt við þvagsýni í stórum stíl. Íþróttamenn hafi verið látnir geyma þvagsýni, sem tekin voru áður en þeir neyttu lyfja til að hjálpa þeim að bæta frammistöðu sína. Þegar þeir voru látnir gefa sýni á leikunum skiptu þeir þeim út fyrir hreinu sýnin. Sýnt hefur verið fram á hvern- ig hægt er að gera þetta án þess að sjáist að átt hafi verið við glösin með sýnunum. Þess utan var íþróttamönnunum gefinn lyfjakokteill, sem styttir tímann, sem hægt er að greina bönnuð efni í líkamanum. Höfundar skýrslunnar segja að mest hafi komið á óvart hve stórt hlutverk rússneska ríkið lék í blekkingaleiknum. Hafið sé yfir vafa að ráðuneyti íþróttamála, rússneska lyfjaeft- irlitið og öryggisstofnanir hafi stillt saman strengi sína. Reynt hafi verið að villa um fyrir lyfjaeftirlitinu í 30 íþróttagreinum, þar af 20, sem keppt er í á sumarólympíuleikunum. Haft hafi verið rangt við í kringum Ólympíuleikana í London fyrir fjórum árum, á heimsmeist- aramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu 2013 og heimsmeistaramóti háskóla í Kasan sama ár. WADA leggur til í ljósi þessa stórfellda svindls að Rússum verði meinað að taka þátt í Ólympíuleikunum. Misnotkun lyfja er allt of algeng í íþróttum. Eitt er annars vegar þegar einstaklingur lætur freistast til að stytta sér leið á toppinn, annað hins vegar þegar svindlið er ríkisrekið. Umfang ásakananna á hendur Rússum er slíkt að minnir á ríkisrekna lyfjamisnotkun í austantjalds- löndunum á tímum kalda stríðsins. Þá voru íþróttamenn beinlínis neyddir til að neyta lyfja, jafnvel þótt það gæti orðið til þess að þeir hlytu varanleg örkuml. Alþjóðlega ólympíunefndin mun í dag funda um málið og ákveða hvernig bregðast eigi við. Kannski er vænleg- ast að efna til sérstakra lyfjaleika. Þá verður fullreynt hvers maðurinn er megnugur fái hann að neyta allra fáan- legra lyfja. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Með öllum tiltækum ráðum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Orkuspárnefnd sendi á dögunum frá sér nýja eldsneytisspá sem nær til ársins 2050. Meðal þess sem kemur fram í spánni er að innlend olíu- notkun muni að mestu standa í stað allra næstu ár en vaxi mikið í milli- landaflutningum. Upp úr 2020 muni innlend olíunotkun síðan minnka verulega, þegar nýir orkugjafar ryðji sér til rúms og munu þeir hafa náð góðri fótfestu við lok spá- tímabilsins. M.a. er búist við því að eftir 11 ár verði rafbílar 50% nýskráðra fólksbíla og að sama hlutfalli sendi- bíla verði náð eftir 14 ár. Til langs tíma má gera ráð fyrir að 90% fólks- og sendibíla verði knúnir raforku. Á síðasta ári notuðu Íslend- ingar alls 782 þúsund tonn af olíu. Húshitun með olíu er nú nánast engin og mun hún minnka enn frek- ar samkvæmt spánni. Langflest hús eru þannig upphituð með jarðvarma eða samtengdu raforkukerfi. Tvær til þrjár sundlaugar á Íslandi notast við olíu til upphitunar, en því er spáð að við enda spátímabilsins, árið 2050, verði aðeins ein slík eftir. Gasnotkun heimilanna hefur minnkað talsvert frá árinu 2007, en þar er það að mestu notað í eld- unarbúnað. Gasnotkun heimilanna er um 43% heildarnotkunarinnar á Íslandi. Í ljósi lítillar uppbyggingar nýs húsnæðis hefur talan lækkað og er nú um 20 kg á heimili þar sem gaseldunartæki eru notuð. Ekki er búist við að magn á hvert heimili aukist út spátímabilið. Nýir orkugjafar í sjávarútvegi Fiskiskipafloti Íslendinga er einn stærsti neytandi olíu á landinu. Alls voru notuð tæplega 200 þúsund tonn af olíu á síðasta ári til að knýja hann. Eldsneytiskaup erlendra fiski- skipa hér á landi eru inni í heildar- tölunni, en miðað er við að þau verði svipuð og þau hafa verið undanfarin ár, u.þ.b. 50 þúsund tonn á ári. Inni í heildartölunni eru ekki kaup ís- lenskra skipa á eldsneyti erlendis, 11 þúsund tonn. Þróun síðustu ára hefur sýnt að olíunotkun í hlutfalli við vélarafl hef- ur lækkað um tæplega 40% frá árinu 1999, þegar á heildina er litið. Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall minnki enn frekar á spátímabilinu. Því er einnig spáð að eftir 50 ár verði 50% fiskiskipa knúin með nýj- um orkugjöfum. Notkun olíu í landbúnaði er að mestu bundin við dráttarvélar. Alls voru notuð 12,8 þúsund tonn af olíu árið 2014. Notkun olíu í iðnaði er að mestu bundin við fiskimjölsverk- smiðjur, en hún er sveiflukennd milli ára. Hún hefur þó minnkað talsvert eftir að fiskimjölsverk- smiðjur tóku að skipta olíu út fyrir raforku. Í skýrslunni segir að árið 2017 muni 95% af bræðslu á fiski geta nýtt raforku. Samdráttur í bensínnotkun Bensín er um 30% af olíu- notkun á Íslandi, en auk þess notar hluti bifreiðaflotans gasolíu. Hefur bensínnotkunin dregist saman á undanförnum árum frá því hún náði hámarki á árunum 2006-2007, 160 þúsund tonnum. Í fyrra var hún 132 þúsund tonn, en að gasolíu með- taldri var eldsneytisnotkun bifreiða um 260 þúsund tonn. Samdrátturinn skýrist m.a. af fjölgun nýrra og sparneytnari dísil- bifreiða. Vegur einnig þungt fjölgun bílaleigubifreiða, en 84% þeirra eru innan við fimm ára gamlar og því al- mennt sparneytnar. Spáð fyrir um orku- gjafa framtíðarinnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Umferð Bifreiðar eru orkufrekar og stór hluti olíunotkunarinnar stafar af þeim. Samdráttur hefur orðið í bensínnotkun frá árunum 2006-2007. Fyrirséð er fjölgun fyrirtækja sem notast við kol og koks í framleiðslu sinni. Fyrir er járn- blendiverksmiðjan á Grund- artanga, sem er aðalnotandi þeirra orkugjafa, en á næstu ár- um bætast við tvær kísilverk- smiðjur, á Bakka og í Helguvík. Innflutningur kola nam á síð- asta ári um 140 þúsund tonnum og hafði þá minnkað um rúm- lega 20 þúsund tonn frá árinu 2007. Áætlað er að hann vaxi smám saman og taki kipp árið 2018 og verði um 226 þúsund tonn. Sú tala haldist sú sama fram að lokum spátímabilsins. Einnig er fjallað um hugsan- lega kolanotendur sem ekki eru teknir með í notkunartölunum, t.d. sólarkísilverksmiðju á Grundartanga á vegum Silicor Materials, sem stefnir að því að ljúka fjármögnun sinni árið 2016, og kísilverksmiðju Thorsil ehf. í Helguvík sem fyrirtækið hyggst reisa árið 2018. Tvær nýjar verksmiðjur FLEIRI NOTAST VIÐ KOL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.